Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Háskólaneminn Vítalía Lazareva: Konan sem varð þjóðhetja á einni nóttu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva er 24 ára háskólanemi sem undanfarið hefur staðið í miðjunni á samfélagslegum stormi. Hún er förðunarfræðingur að mennt og starfar í apóteki. Vítalía hefur áhuga á hvoru tveggja heilsu og líkamsrækt, er kröftug og í góðu formi.

Heimildarmenn í kringum Vítalíu lýsa henni sem afar góðhjartaðri manneskju. Hún er sögð vilja öllum vel. Henni er lýst sem jákvæðri, duglegri og afskaplega samviskusamri.

„Hún er algjör nagli,“ segir heimildarmaður í samtali við Mannlíf. Hann segir hana eldklára og skarpa konu, sem kalli ekki allt ömmu sína.

 

Heimildarmaður segir Vítalíu einstaklega heiðarlega manneskju. Hún kom enda hreint fram í viðtalinu við Eddu Falak og hlífði sjálfri sér hvergi. Hún tók þar nokkrum sinnum fram að sjálf væri hún ekki alsaklaus; hún hefði sannarlega átt í ástarsambandi við kvæntan mann og því sæi hún eftir. Hún hafi hins vegar orðið ástfangin og trúað því í lengstu lög að þrátt fyrir allt myndu þau enda saman.

Mennirnir sem koma við sögu í frásögnum Vítalíu.

Vítalía er sögð hugrökk og sterk. Enda myndi sennilega einungis hugaður einstaklingur leggja til atlögu við ljón sem þessi. Tveir þeirra geta talist til valdamestu manna þjóðarinnar.

- Auglýsing -

Atburðarásin eftir að viðtalið kom út var hröð. Fljótlega höfðu allir mennirnir verið nafngreindir í fjölmiðlum og ekki leið á löngu þar til þeir höfðu allir ýmist farið í leyfi frá störfum sínum eða stigið til hliðar.

Allir eru mennirnir þjóðþekktir, vel tengdir og með mikil ítök í samfélaginu. Einn þeirra, Hreggviður Jónsson, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist harma það að hafa farið yfir mörk en kvaðst þó ekki hafa brotið lög. Annar maður, Logi Bergmann Eiðsson, lýsti sig saklausan af ásökunum. Hann gekk svo langt að vilja ekki staðsetja sig í aðstæðunum, hvað þá að hafa tekið þátt í kynferðislegu athæfi, misnotkun eða blygðunarsemisbrotum gegn Vítalíu.

Á samfélagsmiðlum undanfarið hefur Vítalía birt nafnlausar frásagnir kvenna sem hafa leitað til hennar, varðandi fyrrverandi ástmann hennar, Arnar Grant líkamsræktarfrömuð. Í sögunum sem Vítalía hefur birt koma fram ásakanir á hendur honum um ámælisverða framkomu og ofbeldishegðun í garð kvenna sem hann hefur átt í ástarsambandi við.

- Auglýsing -

Vítalía Lazareva braut blað í sögu samfélags okkar með því að stíga fram með þeim hætti sem hún gerði. Það er ekki síst tímamótaverknaður vegna þess hverjum hún fór á móti. Atburðirnir í kjölfarið marka, í hugum margra, nýja tíma. Aldrei áður hefur þolandi fengið slíkan stuðning frá samfélaginu í kjölfar ásakana. Aldrei áður hefur jafn mikil samstaða myndast um að taka málin föstum tökum. Einum mannanna hefur nú þegar verið sagt upp störfum sínum. Þetta virðist vísbending um að samfélagsbreyting sé sannarlega að eiga sér stað og hugarfar margra að taka stakkaskiptum.

Með því að segja sögu sína hefur Vítalía nefnilega varpað ljósi á ákveðið samfélagsmein, sem kastljósinu hefur ekki verið beint jafn kröftuglega að áður; valdamisræmi og misbeitingu valds í þjóðfélaginu og mikilvægi þess að opna á þá umræðu.

Á einni nóttu varð Vítalía Lazareva eins konar þjóðhetja – okkar eigin Jóhanna af Örk. Einungis 24 ára gömul kom hún eins og stormsveipur fram á sjónarsviðið og reif hið svokallaða feðraveldi niður með einu handtaki. Sjaldan hefur einnig orðið „feðraveldi“ átt jafn vel við, eins og um menn sem misnota sér stöðu sína, aldur og vald gagnvart ungri konu sem gæti hæglega verið dóttir þeirra.

Vítalía lagði af stað í blóðuga baráttu, einungis með sína eigin sannfæringu að vopni. Kona fór í stríð.

Ekki þarf að leita langt aftur til þess að sjá breytinguna á viðbrögðum samfélagsins við ásökunum stúlkna og kvenna í garð þekktra, vinsælla karlmanna.

Það eru allir mjög stoltir af henni

Nærtæk dæmi eru ásakanir og kærur á hendur Gunnari Þorsteinssyni í Krossinum, nauðgunarkæra á  hendur Agli Einarssyni og mál Ólafs Skúlasonar biskups. Meintir þolendur þessara manna fengu ýmist á sig kærur, hrökkluðust úr landi, þurftu að greiða háar fjárhæðir í málskostnað eða lentu í allsherjar andlegu gjaldþroti.

Þeir eru ýmsir, baráttuhóparnir og aktívistarnir sem standa að baki umbreytingu umræðunnar og berjast um á hæl og hnakka til að þoka málum sem þessum áfram. Það var til að mynda baráttuhópurinn Öfgar sem nafngreindi hina meintu gerendur í máli Vítalíu í myndbandi á Twitter-aðgangi sínum. Konur úr þeim hópi hafa þegar fengið á sig kærur fyrir umræðu og nafngreiningu í öðrum málum.

Undanfarið hafa ábendingar borist um að Arnar Grant sé á höttunum eftir neikvæðum sögum um Vítalíu. Það er því ljóst að ýmislegt kraumar undir yfirborðinu og hún mun þurfa að mæta mótlæti á komandi tímum.

„Það eru allir mjög stoltir af henni,“ segir heimildarmaður að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -