Mánudagur 15. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Niðurstaða meirihlutans – Seðlabankinn Íslands mun halda vöxtum óbreyttum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yfirgnæfandi meirihluti þátttakanda, skoðanakönnunar Mannlífs, telja peningastefnunefnd Seðlabankans muni ákveða að halda stýrivöxtum óbreyttum, eða 63 prósent. Þá telja 20 prósent að vextir verði lækkaðir og 17 prósent að nefndin velji að hækka þá.

Meirihlutinn telur vexti verða óbreytta

 

Í gær spáði Landsbankinn líkt og lesendur Mannlífs að ákvörðunin yrði um að vextir yrðu óbreyttir: „Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku. Þótt verðbólgan fari hjaðnandi og flestir hagvísar bendi í rétta átt teljum við ólíklegt að nefndin telji tímabært að lækka vexti. Við búumst frekar við að nefndin stígi varlega til jarðar og bíði eftir auknum slaka í þjóðarbúinu, ekki síst vegna óvissu í tengslum við yfirstandandi kjaraviðræður og viðbrögð stjórnvalda við hamförunum í Grindavík.“

Hér að neðan má sjá nánari útlistingu á niðurstöðu könnuninnar.

Hverja telur þú vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verða?

Óbreyttir vextir
63.44%
Lægri vextir
19.82%
Hærri vextir
16.74%

7. febrúar næstkomandi verður ný vaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans opinberuð.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -