Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Sífellt fleiri Íslendingar versla á netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Niðurstöður úr neyslukönnun Gallup 2019 leiða í ljós að aldrei hafa fleiri Íslendingar verslað á netinu heldur en í fyrra. Í niðurstöðunum kemur fram að 76,8% Íslendinga hafa verslað á netinu síðustu 12 mánuði.

Niðurstöður úr neyslukönnun Gallup leiða þá í ljós að yngra fólk er líklegra til að versla á netinu en þau sem eldri eru og er hlutfallið hæst í aldurshópnum 25-34 ára, þar sem 95% höfðu verslað á netinu er fram kemur í tölum Gallup.

Töluverður meirihluti, eða 60,2% segjast versla oftar í erlendum vefverslunum en íslenskum. 22% segjast versla oftar í íslenskum vefverslunum og 17,8% segjast versla jafnoft í erlendum og innlendum vefverslunum.

Í niðurstöðum neyslukönnunar Gallup er að finna vísbendingar um hvers konar vörur fólk kaupir á netinu og hvernig vöruflokkar eru að þróast.

Árið 2007 höfðu 15,1% Íslendinga keypt föt á netinu síðastliðna 12 mánuði, en í ár er hlutfallið komið upp í 47,7%. Könnun Gallup leiddi í ljós að fólk sem á börn er líklegra til að kaupa föt á netinu en barnlaust fólk.

Karlmenn eru í miklum meirihluta þegar kemur að því að kaupa raftæki og tölvuvörur á netinu. Tæplega helmingur þeirra hafði keypt slíkar vörur á netinu síðastliðna 12 mánuði eru karlar.

- Auglýsing -

Þeir vöruflokkar sem eru hvað sterkastir í netverslun hérlendis eru gisting og miðar á viðburði, en 61,5% landsmanna sögðust hafa keypt miða á viðburð í netverslun síðastliðið ár og 56,8% hafði keypt gistingu.

Vinsældir AliExpress að minnka

Niðurstöðurnar sýna þá að vinsældir kínversku netsíðunnar AliExpress eru að minnka.

- Auglýsing -

Undanfarin ár hefur AliExpress átt töluverðum vinsældum að fagna á Íslandi, ekki síst eftir að fríverslunarsamningur milli Kína og Íslands tók gildi árið 2014. Það fólk sem sagðist hafa keypt vörur þaðan fór fjölgandi til ársins 2017, þegar 31,5% svarenda sögðust hafa keypt af AliExpress síðastliðið ár. Hlutfallið stóð nokkurn veginn í stað árið 2018, en í ár mældist í fyrsta skipti lækkun og sögðust 29,2% þá hafa keypt vörur síðustu 12 mánuðina.

Vinsældir fataverslunarinnar Asos hafa þá aukist svo annað dæmi sé tekið. Verslunin var fyrst mæld árið 2018 og sögðust þá 13,6% landsmanna hafa keypt vörur gegnum verslunina síðastliðið ár. Í ár hafði þetta hlutfall hækkað upp í 15,5%. Konur eru mun líklegri til að kaupa af Asos en karlar, en 21% kvenna hafði verslað á Asos á móti 10,3% karla, samkvæmt niðurstöðum Gallup. Það er áhugavert að sjá hversu vel Asos virðist ná til ungs fólks, en í aldurshópnum 18-24 ára sögðust 40,9% hafa keypt vörur af Asos síðasta árið.

Niðurstöður úr neyslukönnun Gallup 2019 má skoða nánar á vef Gallup.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -