Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Sigga Dögg er alvön samfélagsfárviðri: „Ég var kannski ekki alveg orðin sjóuð, þegar ég var kærð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, eða Sigga Dögg eins og hún er alltaf kölluð, hefur verið í þungamiðjunni á heitri og oft óvæginni samfélagsumræðu undanfarið. Sú umræða fór af stað eftir að Sigga Dögg hafði sótt námskeið um fyrirbæri sem kallast „breath play“ og deilt upplýsingum af námskeiðinu sem henni þótti bæði áhugaverðar og mikilvægar, á Instagram-síðu sinni. Hún sagði unglinga oft spyrja um kyrkingar í kynfræðslu; eitt af fjölmörgum atriðum sem spurt er um á námskeiðum hennar og hún stígur inn í með krökkunum á grundvelli samþykkis og fræðslu.

Það fárviðri sem fór í hönd í kjölfar þessa náði ákveðnum hápunkti í Kastljósþætti þar sem Sigga Dögg mætti Hönnu Björgu Vilhjálmsóttur, sem sakaði hana um að kenna börnum kyrkingar og normalísera ofbeldishegðun.

Sigga Dögg er ekki ókunn því að lenda í þeytivindu samfélagsumræðunnar og gott betur. Starf hennar sem kynfræðingur og þátttaka í samfélagsumræðunni því tengdu kemur henni oft á milli tannanna á fólki og í fyrirsagnir fjölmiðla, enda virðist kynfræðsla enn vera eitthvað sem við sem samfélag eigum erfitt með að ræða, þó árangur hafi náðst á ýmsum sviðum. 

Blaðamaður hittir Siggu Dögg á heimili hennar í Hlíðunum. Á móti honum tekur lítill hundur sem geltir ákaft, dálítið ljónslegur. Sigga Dögg útskýrir að hundurinn sé hinn ljúfasti en að hann láti alltaf heyra duglega í sér þegar gesti ber að garði. Það reynist rétt, því sá stutti er orðinn sallarólegur eftir nokkrar vandlegar strokur um eyrun. Þegar sest er við borðstofuborðið í fallegri og notalegri íbúðinni býður Sigga Dögg blaðamanni upp á hnetublöndu, súkkulaðihúðaðar piparkökukúlur og te í múmínbolla með galdrakarlinum á – einmitt uppáhalds bolla blaðamanns um þessar mundir. Konan hlýtur að vera skyggn.

Talið berst strax að fjölmiðlafári og samfélagsumræðunni.

„Ég hef verið kærð, ég hef verið í alls konar viðtölum og ég held að í þessu sé bara ótrúlega dýrmætt að vera Pollýanna. Ekki Pollýanna á þann hátt að maður taki ekki mark á einhverju, heldur bara að maður haldi áfram. Ég hef fengið ýmsar fyrirsagnir um mig þar sem ég hugsa: „Já, ég skil hvað þið eruð að gera þarna. Þetta hentar ykkur, þetta þjónar ykkur. Þið þurfið að selja auglýsingar, ykkur vantar meiri traffík. Þetta keyrir traffíkina.“ Ég hef mjög sjaldan sett mig upp á móti fyrirsögnum. Ég hef starfað hjá fjölmiðli og veit alveg hvað er í gangi. Þannig að ég er svona að reyna að fjarlægja mig frá því og taka því ekki persónulega.“

- Auglýsing -

 

Kynfæramyndir og kæra

„Ég var kannski ekki alveg orðin sjóuð, þegar ég var kærð árið 2014.“

Hún segir rannsóknarlögreglumann hafa hringt í sig, þegar hún var að sækja börnin sín á leikskólann. Hann hafi sagt að þeim bæri skylda til þess að rannsaka málið og að þetta varðaði hagsmuni barna.

- Auglýsing -

„Þér er gefið að sök að hafa berað þig fyrir framan börnin. Að þú hafir bara girt niður um þig og sýnt þig,“ sagði hann. Ég man að ég hugsaði að ég ætlaði alltaf að muna eftir því að biðja um að það væri fullorðinn aðili viðstaddur fræðsluna mína. Af því að ég gerði það í þetta skipti. Ég var farin að hugsa þetta nefnilega: „Hvað ef það kemur upp einhver misskilningur í kynfræðslu, eða eitthvað? Einhver heyrði eitthvað eða skildi eitthvað öðruvísi.“ Þá er það öryggisventill fyrir mig sem og skólann og krakkana, að það sé annar fullorðinn þarna, ótengdur mér. Þarna voru þessir fullorðnu þrír eða fjórir. Svo það var náttúrulega bara tekin skýrsla af þeim og þau sögðu frá því að þetta hafi ekki verið svona.

Þessi kæra var byggð á sögusögn. Hún var lögð fram af fólki sem var ekki viðstatt.

Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þetta upp núna er að mér finnst svo áhugavert að aftur er ég stödd í máli þar sem ég er að verja eða svara fyrir eitthvað þar sem fólk hefur ekki fyrstu handar þekkingu.“

Þegar Sigga Dögg var kærð árið 2014, hafði hún verið með kynfræðslu fyrir fermingarbörn, að beiðni prestsins þeirra.

„Eins og þá, þegar fólk spurði: „Guð, gerði hún þetta?“

„Nei, hún sýndi ljósmyndir af kynfærum.“

„Ha?“

 „Já.“

„Má það ekki? Var það eina sem hún gerði? Voru þetta ljósmyndir, bara uppi á glæru? Þurftu krakkarnir að koma og gera eitthvað? Ó, ókei.“

Ég ætla ekki að segja að þetta sé stormur í vatnsglasi, vegna þess að þetta opnaði ótrúlega nauðsynlegt samtal. Á þeim tíma fjallaði það um hvert hlutverk kirkjunnar væri gagnvart unglingum, gagnvart kynfræðslunni, sem og hlutverk kirkjunnar gagnvart kynlífi. Allt í einu var bara haldið, að mér skilst, sérstakt kirkjuþing og þau bara tókust á. Þannig að þetta opnaði samtal þar.

Svo núna heyri ég að það sé einhver feminísk styrjöld í einhverjum hópum. Ég stend utan við marga svona hópa af því að mér finnst oft erfitt að fylgjast með þeim, því ég hef séð alls konar fordæmingu og tek það stundum svolítið í hjartað. Finnst ég þurfa að verja og svara. Það er ekkert endilega persónulega gagnvart mér heldur bara gagnvart einhverri umræðu. Ég hef fundið að þetta tekur á mig. Ég get ekki svona Facebook-rimmur. Ég er ekki svona snögg að skrifa og þetta er oft svo grimmt. Ég hugsa bara að þetta myndi taka of mikið af mér. Núna er ég að heyra frá vinkonum mínum sem eru kannski mikið í þessari umræðu og þekkja þennan heim betur, að það sé bara allt í ljósum logum.

Ég upplifi að oft eru þessar athugasemdir og þessi rimma sem fer af stað, sem verður bara að einhverju svartnætti – hún verður oft svolítil þöggun.“

 

„Ef þér finnst þetta, getur þú þá kallað þig móður?“

Sigga Dögg man eftir atviki þar sem hún hafði lesið frétt um rannsókn meistaranema, sem henni þótti áhugaverð. Hún deildi fréttinni á Facebook-síðu sinni með texta á þá leið að þarna væri um virkilega áhugavert málefni að ræða. Að þetta væri eitthvað sem hún myndi sjálf eftir að hafa skoðað í sínu eigin námi, en sárasjaldan átt í samtölum um.

„Ég skrifaði líka eitthvað um að það væri áhugavert hvar maður bæri kennsl á móralisma. Við tökum siðfræði sérstaklega í kynfræðinni – það er sér áfangi í að bera kennsl á móralisma og læra að aðgreina og vinna með. Kennarinn minn vann með Móður Teresu í Kalkútta. Hann sagði okkur frá því hvernig þau voru að bjarga börnum af ruslahaugum á morgnana, hvernig hún vann og hvernig var að vinna með henni. Og við vorum öll liggur við bara: Holy man! Tímarnir hans voru tvöfaldir, í lok dags, og ég held að tíminn hafi verið búinn klukkan sjö, en við vorum aldrei komin heim fyrr en að ganga níu. Af því við hleyptum honum bara ekki út úr skólastofunni. Segðu okkur meir, þú mikli meistari! Og ég held að ég hafi aldrei setið svona tíma; hann sá alltaf nýtt sjónarhorn á öllu. Hann var alltaf að hvetja okkur til að vera gagnrýnin, en ótrúlega mannleg. Við vorum látin rökræða, svona morfís-style, ógeðslega siðferðislega erfið málefni. Við vorum alltaf látin máta með og á móti, og hann mætti öllum rökum af svo miklum kærleika og yfirvegun. Sá alltaf sjónarhorn allra. Við vorum bara búin á því eftir þessa tíma, af því að maður hugsaði bara: „Við verðum að komast á þennan stað.““

Sigga Dögg hugsar sig um og finnur aftur söguna sem hún hafði byrjað á.

„Ég semsagt deili þessari frétt og innan tveggja athugasemda er spurt hvort ég beiti börnin mín ofbeldi og sé slæm móðir. Hvernig fór þetta þangað? Þetta var eitthvað í líkingu við: „Ef þér finnst þetta, getur þú þá kallað þig móður og beitir þú börnin þín ofbeldi?“ Það kom einhver svona hótun: „Ef þú tekur ekki þennan þráð út þá tilkynni ég þig.“ Þetta er til dæmis einn svona Facebook-notandi sem ég hef séð í mörgum þessum hópum; svona virkur í athugasemdum. Ég hugsaði bara að ég gæti þetta ekki. Ég ætla ekki að láta ráðast á mína persónu og taka ekki málefnalegt samtal um eitthvað, heldur fara beint í það hvernig ég er sem móðir, sem tengdist málinu ekki neitt. Þetta er ekki vettvangur fyrir mig.

Ég held að ég hafi skrifað til baka að ég gæti ekki staðið í þessu.“

„Þetta snýst ekki um að þora eða geta – þetta er ómálefnalegt“

Sigga Dögg segist hafa verið að opna sýningu á sama tíma. Hún hafi staðið í sýningarrýminu og séð símann byrja að loga. Hún segir viðkomandi hafa reynt að egna hana.

„Já, þorðirðu ekki að svara? Geturðu ekki svarað?“ Ég sagði bara að ég tæki ekki þátt í þessu. Þetta snýst ekkert um að þora eða geta – þetta er ómálefnalegt. Svo bara lokaði ég á athugasemdir.

Ef maður neitar að fara þangað er maður gerður að einhverri bleyðu. Aumingja. Það finnst mér líka til marks um hvað við erum komin stutt í svona bully-umræðu. Af því að þetta er líka hjá fullorðnu fólki. Ég fæ bara svona Handmaid’s tale tilfinningu. Upphaflega planið er gott en svo fer það einhvern veginn út um þúfur, í einhverja átt sem þú hefur ekki lengur stjórn á. Af því að fólk fer að hengja ótrúlega margt á einn hlut.

Þetta er svolítið eins og „helvítis fokking fokk“ – mótmælin á Austurvelli. „Heyrðu, erum við að mótmæla? Ég mæti! Ég er bara með í þessu og ég er bara reið. Ég veit ekki alveg út í hvað, hvern eða afhverju, en ég ætla að vera með í þessu partíi.“

Ég held líka að reiðin sé rosa orkugjafi en hún er pínu svona eins og bensín; hún klárast. Hún brennur upp og mengar. Þetta er ekki vatnið. Þetta er ekki endurnýjanlegi orkugjafinn. Og það eru bara rosalega margir að keyra á bensíni. Hvort sem það er bíllinn þeirra eða kroppurinn. Mig langar bara ekkert að vera bensínbíll. Mig langar bara að vera rafmagnsbíll – helst að labba.“

 

Kýlin eru bara sprengd

Hvað finnst Siggu Dögg um það að umræðan virðist alltaf springa svona í loft upp? Að það verði gjarnan til þessar fylkingar og pólarísering?

„Ég held að þetta sé bara fasinn sem við erum í sem samfélag, út af metoo og öllu þessu. Kýlin eru þarna og þau eru bara sprengd. Þannig fjarlægjum við bólur. Þetta hlýtur að vera okkar lærdómsfasi núna; að til að taka á stóru málunum, eða litlu öngum stóru málanna, þá þurfum við svolítið að fara og springa vel og duglega, leyfa öllu að flæða út og sjá svo hver staðan sé.

Ég var einu sinni með innvortis blæðingu og læknirinn sagði þetta: „Við vitum ekkert hvað við erum að díla við, fyrr en við förum inn í þig. Þá kemur margt í ljós.“

Þetta er pínu það. Við erum í svo miklu uppgjöri og þetta er alltaf þannig að unga og eldri kynslóðin tekst á. Ég er mjög tæp á að teljast sem unga kynslóðin. Ég er að verða fertug sko, ég er eitís-krakki. Það er alveg svona stretching it að hafa mig sem ungu kynslóðina, því ég myndi segja að það væru krakkar sem eru núna í háskólanum. Það er í rauninni unga kynslóðin, sem er þessi millenials og er meðvituð um jörðina. Ég ólst ekkert upp við neitt rosalega umhverfismeðvitund.

Ef við horfum á kynslóðina fyrir ofan mig, þá er það kynslóð sem elst upp við ákveðna velmegun. Hún elst upp við kaupmátt, að fara til útlanda. Kannski svona fyrsta kynslóðin sem er ekki amma og afi sem passa, heldur amma og afi sem djamma og eru í golfi. Það er allt í einu þannig að sextíu er nýja fimmtíu. Það er svo margt breytt á einni kynslóð. Þannig að eins og ég upplifi það, þá er kynslóð foreldra minna mjög ólík kynslóð foreldra sinna og svo finn ég að mín kynslóð og hvernig við til dæmis erum í uppeldi, er allt öðruvísi en kynslóðin fyrir ofan mig að miklu leyti, sem ól upp mína kynslóð. Þannig að þetta eru rosa átök á mjög skömmum tíma; í hugmyndafræði, þankagangi og nálgun. Alveg eins og mín kynslóð pirrar sig á tvítugum krökkum: „Guð, þau eru svo mikil snjókorn“ og „þau eru svo kvíðin þessi elsku blóm.“ Maður heyrir þetta – það eru alltaf kynslóðaátök. Það hefur alltaf verið og mun alltaf verða. Það kemur mér ekki á óvart að það birtist líka hér. Eðlilega birtist það hér.

„Þau eru meira á bremsunni en fyrri kynslóðir“

Það er til tölfræði um það að mín kynslóð og kannski fólk sem er fimm, sex árum eldri en ég, er með frekar háan meðalfjölda bólfélaga. Svo var aldur við fyrstu samfarir skoðaður.

Þegar þetta var síðan skoðað aftur hafði aldur við fyrstu samfarir farið upp á við. Þannig að unglingar í dag eru eldri þegar þau stunda fyrst samfarir en þau voru fyrir 20 til 30 árum síðan. Það er bara þróunin í vestrænum heimi; aldur við fyrstu samfarir fer upp á við, sem er bara jákvætt.

Þegar ég er að kenna, eins og uppi í HR, eða í framhaldsskólum, þá finnur maður að það er allt önnur stemning í tengslum við kynlíf. Mér finnst eins og fólk sem vinnur ekki við þetta tali um að unga kynslóðin sé svo klámvædd, sé bara í einhverju eins og kyrkingum og bara sofandi hjá úti um allt. Þegar raunin er sú, og við höfum bandaríska og evrópska tölfræði um það, að ungt fólk í dag á færri bólfélaga heldur en eldri kynslóðin, er með meiri kvíða fyrir því að sofa hjá og stundar minna kynlíf en eldri kynslóðir, meðal annars út af ótta við ofbeldi. Ótta við það að verða fyrir ofbeldi. Þetta er svolítið áhugavert. Við ætlum þeim að vera svo klámvædd og sjúk en þau eru meira á bremsunni en fyrri kynslóðir.“

 

Enn með tabú málefni á listanum

„Á sama tíma kemur líka inn í þetta að það er búið að auka aðgengi að fræðslu fyrir þessa aldurshópa og við leggjum svo gífurlega áherslu á sjálfsfróun í fræðslu. Að kynlífið byrji hjá þér, að þú berir ábyrgð á kynlífi og ef þig langar í kynferðislega útrás þá ert þú bara fær um að sjá um það sjálfur, í flestum tilvikum. Og við erum náttúrulega ekki einu sinni byrjuð á umræðunni um fólk með fatlanir; þeirra kynfrelsi og kynferðislegu réttindi. Það er samtal sem ég hef einu sinni reynt að opna á Íslandi og það varð allt vitlaust. Hvenær getum við og megum opna það? Ég tók viðtal við Freyju Haraldsdóttur um einmitt sjálfsfróun og kynlíf, og birti það í útvarpi. Það var bara þögn.

Ég hlakkaði svo til; hélt að það yrði allt brjálað eftir þetta viðtal og að við myndum tala um svo mikið. Nei. Það var ekki múkk sem heyrðist. Ég hef aldrei upplifað svona mikla þögn. Þannig að ég er ennþá með tabú málefni sem eru bara hérna á listanum mínum. Hvenær erum við tilbúin fyrir þetta samtal?“

En hvers vegna ætli samfélagið sé ekki tilbúið fyrir samtalið?

„Ég hef svolítið verið með henni Emblu, sem er með Tabú-samtökin með Freyju. Hún er búin að vera að taka diplómuna í kynfræði í Háskóla Íslands. Ég veit að þetta er hennar baráttumál og hún mun fara meira inn á þetta svið.

Embla kom einmitt í þáttinn minn, Allskonar kynlíf, og talaði um sig sem kynveru, sagði frá því hvernig hefur verið komið fram við hana og gert ráð fyrir því að hún sé engin kynvera. Þegar hún kom út úr skápnum var viðmótið þannig að þetta væri tilgangslaust. Bara eitthvað svona „krúttið þitt þarna“. Hún sagði einmitt að það væri erfitt að finna rými fyrir þetta af því að þarna stígum við inn í annað tabú, sem er að sumt fólk með ákveðnar fatlanir þarf aðstoð. Svo er ég hluti af kynfræðingaheiminum sem er bara eitthvað: „Let’s go maður! Við leysum það – það er nú ekki vandamál.““

Mynd: Aldís Páls.

 

„Frændi minn lenti í bílslysi“

Sigga Dögg sækir ýmis námskeið víðsvegar um heiminn og segir að til að mynda sé finnskt samfélag mjög framarlega í umræðu um kynlíf fatlaðs fólks, sem og umræðu um aðstoð og úrræði því tengdu.

„Það er líka talað um þetta í Ástralíu, þar sem ég lærði. Svo kem ég hingað heim og það er bara: „Hvað ertu að segja?“  Umræðan er svo ógeðslega pólaríseruð. „Hver á að taka þetta að sér? Hver hefur áhuga á þessu? Nei.“ Það að vera kynvera er tryggt í mannréttindasáttmálanum. Við erum búin að samþykkja hann. Þetta er hluti af mannréttindunum okkar.“

Allt í einu er eins og renni upp ljós fyrir Siggu Dögg.

„Já, það var rimman! Það var rimman á Facebook! Það var þetta. Ég sagði eitthvað í líkingu við: „Jess, loksins þorir einhver. Nú er samtalið að fara af stað.“ Út af þessum meistaranema. Hún var að rannsaka eitthvað allt annað en kom svo með einhverja litla athugasemd um þetta. Og ég var bara: „Jess, loksins! Einhverjir fleiri að fara að tala um þetta.“ Og þá var ég bara ofbeldisfull móðir.

„enginn sem ég elska má fara í bíl.“

Það verða svo miklar tilfinningar og það er svo mikill ótti. Ég held að það stafi af því að það er svo mikið óunnið tráma og reynsla. Ég held að mikið af þessu komi frá góðum stað, komi frá þessum stað: „Mig langar að vernda. Mig langar ekki að neinn lendi í því sem ég hef lent í.“ En ég held að aðferðafræðin sé kannski ekki alveg sú gagnlegasta. Þetta er bara pínu eins og að segja: „Frændi minn lenti í bílslysi, ég ætla aldrei upp í bíl og enginn sem ég elska má fara í bíl.“

Mér finnst þetta svo magnað, af því að ég held að við séum svo rosalega mörg sem höfum lent í ofbeldi og miðað við það sem við skilgreinum sem ofbeldi og samþykkisleysi – og ef það er ekki samþykki þá er það ofbeldi – þá á ég mjög erfitt með að finna fólk á mínu reki sem á ekki allavega eina sögu um samþykkisleysi. Bara mjög erfitt. Af því að þetta er eitthvað svona: „Ó, skiptir það máli? Ó, já. Bíddu, samþykki.“ Af því að við erum enn að vinda ofan af því að þögn sé sama og samþykki.

Maður getur nýtt sínar eigin upplifanir og reynslu, en þær mega ekki blinda manni sýn. Maður þarf að leyfa sér að vinna úr þeim svo maður sé ekki bara í þessu reiðihjóli.“

 

Enginn að finna upp hjólið

„Við sjáum þetta í öllum samtölum. Við sjáum þetta í pólitík, við sjáum þetta núna aldeilis í bólusetningarumræðunni; það er þessi rosalega pólarísering og einhver ótti við nýjan heim. Ég upplifi að það sé svona hálfgerð uppgjöf hjá yngri kynslóðinni. Ekki börnunum mínum, heldur kynslóðinni þar fyrir ofan. Þau eru kvíðin út af loftslagsvandanum; loftslagskvíði er raunverulegur og þau eru bara: „Heyrðu eigum við ekki bara að sleppa þessu öllu saman? Til hvers? Það er allt að fara til helvítis.“ En svo finnst mér ógeðslega mikill kraftur í mörgum grunnskólakrökkum og ég hlakka rosalega til að sjá þá kynslóð, kynslóð barnanna minna, vaxa úr grasi af því að þessi börn eru þvílíkar neglur!

Að mæta þeim í skólanum – hvernig þau oft svara og hvernig þau standa með sér og með hvert öðru. Vá, hvað það er mikið búið að breytast frá því að ég var í grunnskóla. Sumt er eins jú, við getum unnið með það, það er ekki spes – en svo er margt sem er bara: sjitt hvað við erum komin langt. Djöfull eru þetta spennandi tímar að vera til. Það finnst mér ógeðslega skemmtilegt. Ég hef líka massíva von, þótt við séum að takast á núna. Ég skil alveg að þegar þú ert í baráttu þá telur þú þig auðvitað vera að berjast fyrir því sem er rétt. Það er bara þannig. Það er ekki hægt að segja: „nei, þú ert vitlaus,“ eða „þú skilur ekki“ eða „þitt er rangt“. Frá hvaða stað kemur þetta og hvað viltu gera með þetta? Tökum bara samtal; það eru til vísindi, það eru til rannsóknir, það eru til niðurstöður, það eru til sérfræðingar. Getum við bara farið af yfirvegun yfir þessi mál, skoðað, vegið og metið og komist að niðurstöðu? Af því að við erum ekki að finna upp hjólið þarna. Í þessu er enginn að finna upp hjólið. Því meira sem maður garfar í þessum fræðum, því meira kemst maður að því að það er þverfræðileg þekking til á sviði kynfræði. Af því að það eru læknar, mannfræðingar, siðfræðingar, kynjafræðingar, sálfræðingar og geðlæknar – allar stéttir koma við í kynfræðinni á einhverjum tímapunkti. Það er ótrúlega magnað.

Það er til svo mikill hafsjór af allskonar þekkingu. Ég hef verið leiðbeinandi uppi í HR, LHÍ og HÍ, í svona lokaverkefnum. Þetta er eitt sem kynfræðin gerir; þar eru krakkarnir kannski að gera verkefni og það er spurt: „Hversu oft stundar þú kynlíf?“. Svo fá þau mig sem leiðbeinanda, greyin, og ég fer beint í: „Hvað segirðu um kynlíf? Ætlarðu ekkert að skilgreina það?“ Og þau svara: „Það vita allir hvað kynlíf er.“ Nei, nei, nei.

Þannig að ég er alltaf að láta þau gera í sviga fyrir aftan: „Með kynlífi er átt við…“ Svo er tungumálið líka oft svo kynjað. Þetta er svo mikil þjálfun í að grípa þetta allt og það er það sem kynfræðin leggur gífurlega áherslu á. Hún er í rauninni mjög lítið í kynjapólitík. Hún fer meira í staðalmyndirnar, eins og kynjafræðin gerir líka. En svo erum við bara í sexinu og öllum mögulegum samsetningum. Við erum alltaf bara að fjalla um einstaklinga. Mér finnst miklu skemmtilegra að leika með það þegar við berum kennsl á staðalmyndirnar, setjum þær til hliðar og segjum svo: „Hvað ef þú færð að vera bara manneskja, ekki með allar þessar hugmyndir um hvað þú átt að gera og hvernig þú átt að vera, hvernig liti það út?“

 

Dom, sub og switch

Sigga Dögg nefnir annað til sögunnar, sem hún segir ekki hafa komið upp í nýlegu fjaðrafoki og umræðu varðandi BDSM. Hún segir það ef til vill til marks um það hversu takmörkuð þekkingin á BDSM sé í raun.

„Það er umræðan um að vera switch. Það eru rosalega margar konur sem eru switchar. Það er verið að tala rosalega mikið um valdadýnamík, en þú lærir nánast ekkert um valdadýnamík fyrr en þú mætir í BDSM og ferð að setja þig inn í dom, sub og switch. Það er bara masterclass í valdadýnamík. Að skilja hana og heyra upplifun fólks; það finnst mér sjúklega áhugavert.

Þegar við hugsum um dom og sub, þá er auðveldasta útskýringin að einn er yfir og hinn er undir. En sá sem er yfir, hann er ekki beint yfir-yfir, af því að sá sem hefur völdin er í raun og veru sá sem er undir. Því þú getur ekki verið yfir nema þú vitir hvað má gera við þann sem er undir og sá sem er undir semur reglurnar; þetta má, þetta má ekki. Það er svolítið á ábyrgð þess sem er yfir að virða það, vita það og fylgjast með þeim sem er undir. Fylgjast með svipbrigðum, tékka inn, tékka á líðan, og svo að sá sem er undir noti öryggisorðin sín. Þannig að þetta eru samskipti á báða bóga, svo það að halda að einn sé yfir og megi bara gera allt – það er alls ekki svo. Að sá sem er undir verði bara að þola hvað sem er – það er alls ekki svo. Svo á sér oft stað rosalega fallegt fyrirbæri sem kallast after-care; þá er hlúð að, tenging, passað upp á. Þannig að þetta er ekki bara: ég kem, geri við þig og fer. Það er ekki dýnamíkin.

Hjá sumum er þetta mjög skýrt; „Ég er bara yfir, ég fer bara í dom-hlutverk.“ Aðrir eru bara í sub-hlutverki. Þar líður þeim vel. Það að vera dom krefst gífurlegrar athygli; þú þarft að fylgjast svo vel með ástandi þess sem er sub-inn, til þess að geta lesið í allt og passað upp á, og þú átt svolítið að reyna að hafa stjórn á aðstæðum. Þú átt að reyna að gera allt sem í þínu valdi stendur til þess að sub-inum líði vel, af því að þú vilt fara í leikinn sem var búið að ákveða. Það gerir þetta að mjög áhugaverðri dýnamík.

Fólki hugnast kannski ekki að farið sé í lýsingar á því sem fólk er að gera; það finnst þeim óþægilegt af því að það kannski tengir bara ekkert við þetta. Ég skil það mjög vel. Áður en ég kynnti mér BDSM þá skildi ég hvorki upp né niður í þessum heimi. En ég fór og setti mig inn í það og fór í mjög mikinn lærdóm þar til þess að skilja. Og BDSM hefur verið þvílíkt mikið rannsakað. Það er til dobía af rannsóknum, af því að það eru svo margir sem spyrja hvað þetta sé, afhverju þetta sé heillandi, hvað sé að þessu fólki… þannig að það er mjög áhugavert.

„Hvenær viltu gefa eftir vald og hvenær viltu stjórna?“

Svo ertu með fólk sem er switch og það þýðir að þú getur verið bæði dom eða sub, allt eftir kannski aðstæðum eða leikfélaga. Þá mátarðu bæði hlutverk. Á öllum svona BDSM námskeiðum og fræðslu sem ég hef sótt mér, þá er fólk hvatt til þess að máta báðar hliðar, hvort sem maður finnur sig í því eða ekki. Þannig að sama hvort það sé eins og þetta margumrædda breath play námskeið eða bindingar eða eitthvað svoleiðis – þótt þú segist ekki tengja við að láta binda þig, þá ertu samt beðinn um að upplifa og finna hvernig er að vera hinum megin og þiggja þetta. Hvort sem þú svo leikur þannig með það eða ekki. Mér fannst það mjög áhugavert og hafði ekki dottið það í hug.

En svo eru einmitt sumir sem svissa á milli, allt eftir manneskjunni. Þá skiptir ekkert máli hvort þú ert kona, karl eða kynsegin, eða hvort þú ert að leika með konu, karli eða kynsegin. Þetta er bara okkar dýnamík og það er svolítið okkar að tala um það. Ég hef reyndar hitt fleiri konur sem eru switchar, heldur en karla. Það þarf ekkert að þýða neitt. En það finnst mér áhugavert. Hvenær viltu, innan gæsalappa, gefa eftir vald og hvenær viltu stjórna?“

 

Valdaleikir

Þegar blaðamaður veltir fyrir sér hlutfalli karlmanna í dom-hlutverki annarsvegar og sub-hlutverki hinsvegar hugsar Sigga Dögg málið en nefnir svo til sögunnar þjónustu sem er í boði víða erlendis.

„Þar geturðu víða keypt þjónustu svokallaðrar dómínu, dominatrix á ensku. Þá geturðu keypt þjónustu bara eins og við sjáum í sjónvarpsþáttum; þetta hefur verið í Billions og fleiri þáttum. Þar sem menn í streitufullum störfum fara og kaupa þjónustu dómínu, þar sem þeir vilja þá láta gera ákveðið við sig; sumir kalla þetta að niðurlægja, sumir kalla þetta valdaleiki. Þeir borga fyrir þetta. Það er til. Ég veit ekki til þess að slíkt sé til hérna á Íslandi, að þú getir borgað fyrir dómínu. Þetta myndi teljast til kynlífsvinnu, sem er náttúrulega ólögleg á Íslandi.

„Hæ, nennirðu að domma mig á laugardaginn?“

Ég hef tekið eftir því innan BDSM samfélagsins að það er rosa virkt samtal, að ég upplifi, að ef þú ert karlmaður og segist vera dom, þá er ekkert leikið svo glaðlega með það. Þá er ekkert svona: „Hæ, nennirðu að domma mig á laugardaginn?“ Þetta er meira þannig að viðkomandi þurfi að eiga í einhverju sambandi við manneskjuna sem hann ætlar að fara inn í þennan leik með. Við þurfum að þekkjast, kynnast vel og vera með ákveðið traust og ákveðinn grunn. En þeir kannski koma svolítið til dyranna þarna: „Þetta er það sem ég fíla, svona er ég, þetta er mín dýnamík; ertu til í þetta eða ekki?“

Sumir kannski upplifa að það sé verið að stilla fólki svolítið upp, en mér finnst ákveðinn heiðarleiki í því að segja bara: „Ég veit hver ég er, ég þekki mig, svona tjái ég ástina mína, svona upplifi ég mig í kynlífi og ég vil að þú getir tekið upplýsta ákvörðun.“ Ekki: „Ef þú elskar mig þá gerirðu þetta fyrir mig,“ heldur: „Tökum upplýsta ákvörðun í byrjun samtalsins.“

Ég man eftir því að vinkona mín var á Tinder og hún sagði við mig: „Ó mæ god, það er einhver gaur hérna að senda mér og hann er strax bara „fílarðu BDSM?“, þú veist, við erum búin að segja fjórar setningar við hvort annað – slakaðu á! Mér finnst þetta ógeðslega gróft.“

Ég sagði bara: „Veistu það, mér finnst þetta ógeðslega heiðarlegt. Ef hann vill bara spjalla við fólk sem fílar BDSM þá er bara flott hjá honum að vinsa þig strax út. Þetta eru þín viðbrögð, ég held að þú hafir ekkert erindi í að tala við þennan mann.“

Síðan er náttúrulega líka hluti af þessari umræðu hvar sé öruggt rými og hvernig eigi að skapa það.“

 

Afsprengi ofbeldis og nauðgunarmenningar?

En hvað segir Sigga Dögg við þeirri staðhæfingu að sumir vilji meina, í umræðunni undanfarið, að BDSM sé afsprengi ofbeldis- og nauðgunarmenningar? Að það sé beintengt kynjamisrétti?

„BDSM sem formlegt hugtak, er í rauninni yngra en iðkunin. Það að þessu hafi verið skeytt saman kemur í rauninni upp úr bókmenntum – bók eftir Marquis de Sade, sem er ekki frábær bók og er í raun bara uppfull af ofbeldi. Ég komst ekki í gegnum hana. Justine heitir þekktasta bókin hans, og svo er The 120 days of Sodom. Hann var sadisti og er ekki einhver til eftirbreytni. Oftast er þessi sadismi talinn koma frá honum, og þessu svo skeytt saman; þessu BDSM-i. En við sjáum til dæmis að bindingar, sem er stór hluti af BDSM hjá mörgum, eru bara margra alda gamalt fyrirbæri og er stór og rík hefð í Japan, til dæmis. Sama með hýðingar, flengingar og bara allskonar valdaleiki. Valdaleikir sem kannski eru undirstaða og kjarni BDSM.

„Að láta af stjórn og að stjórna – og að stíga inn í það“

Ég held að einhvers konar valdadýnamík sé bara í eðli mannsins, ef það er hægt að tala um það. Að gefa og sleppa. Að stjórna og láta af stjórn. Ég held að við séum í eðli okkar flest switch að einhverju leyti. Ég held að við höfum öll gott af báðu; þekkingu á báðu og að leyfa okkur bæði. Að láta af stjórn og að stjórna – og að stíga inn í það. Við erum þarna að leika með einhverja ákveðna grunnþætti í okkur. Sem leyfir okkur kannski bara að sjá nýjar hliðar á okkur sjálfum. Þá verðum við líka að hafa þekkingu á því hvað við erum að leika með, hvað það felur í sér, hvernig við tölum um það eftirá og hvernig við vinnum úr því sem kemur upp.“

Mynd: Róbert Reynisson

Flestir í bergmálshelli

„Mér finnst það kannski líka einkenna þetta mál, að það er náttúrulega svo mikið samtalsleysi á öllum vígstöðvum, hvort sem það er í nánum samböndum, foreldrasamtölum, vinasamtölum; það er þessi þögn og að halda að þú hugsir eins og ég. Við erum líka mörg hver í svo miklum bergmálshelli. Ég held að það sé það dýrmætasta við vinnuna mína. Það er rosalega auðvelt á netinu að vera í bergmálshelli. Ég hugsaði það alveg; ég er búin að fá þúsundir skilaboða, það er búið að vera bara í hvert sinn sem ég opna símann. Um leið og ég er búin að svara þá hrynja inn fleiri. Ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Og ég hugsaði: „Rosalega er auðvelt að vera í bergmálshelli og halda bara; já, ég er best, allir elska mig!“

„Það er svo heilbrigt fyrir mann að mæta ólíkum sjónarmiðum“

Ég átta mig alveg á því samfélagið er stærra og fjölbreyttara. Ég hef sinnt kynfræðslu um allt land, farið í allskonar grunnskóla og setið inni á kennarastofum. Ég sit alltaf inni á kennarastofum og svo bara hlusta ég. Ég hlusta bara á það sem fólkið er að spjalla um og ég spjalla við einhvern sem nennir að spjalla við mig; einhverja kennara, spyr út í sveitarfélagið, spyr út í allskonar málefni. Þar kemst maður svo ógeðslega mikið að því að auðvitað hugsa ekkert allir eins og minn litli Facebook-hópur, eða mitt 105 hverfi í Reykjavík, eða 230 Keflavík, þaðan sem ég er. Það er svo heilbrigt fyrir mann að mæta ólíkum sjónarmiðum og hlusta á þau og taka tillit til þeirra. Hugsa: „Hvað get ég lært af þessu? Af hverju ert þú þarna? En áhugavert.“ Og líka bara: „Ég sé þín sjónarmið, ég er ósammála þeim, en ég sé þau og ég ætla ekki að berjast fyrir því að þú breytir þeim. Þér bara má finnast þetta. Það er bara þinn réttur.“

Allir þessir foreldrar sem maður hefur hitt sem segja: „Ég er bara ósammála þessu.“ Það er allt í lagi. Þér má finnast það. Þetta er ekkert spurning um að vera sammála eða ósammála í mikið af þessum málum. Eins og það að fræðast um líkamann sinn.“

 

Hver er besta stellingin?

Sigga Dögg heldur áfram á sömu nótum.

„Við höfum tekist á um það hvort það megi fræða um rassinn og endaþarmsörvun. Það hefur hart verið tekist á um það. Þetta er líkaminn minn. Af hverju ættirðu ekki að mega fræðast um líkamann þinn? Það fyrir mér er bara alltaf svo galið. Það er enginn í einhverjum stellingaæfingum.

„Kynlíf snýst ekki um tæknina, bara ekki neitt“

Þetta er svona mega djókur hjá mér með krökkunum, því þau spyrja stundum: „Hvað, erum við að fara að læra að ríða?“ Svo ég segi: „Já, gott að þið komuð í þægilegum fötum, af því að þú ert að fara að æfa þig í stellingum með sessunautnum þínum.“ Sem er ógeðslega gaman að segja, því yfirleitt sitja strákarnir saman og stelpurnar saman. Þá kemur alltaf svona panikk og ég segi: „Þegar við erum búin að æfa stellingar þá æfum við sleik.“ Þá kemur svona tryllingur í bekkinn og þá segi ég: „Slakiði á! Ég er að djóka, en ég náði athygli ykkar. Eigum við ekki bara að spjalla saman á rólegu nótunum?“ og þau bara: „Jú!“. Bara til þess að sýna; hey, ég hef húmor fyrir þessu líka og ég veit að þið eruð hrædd og stressuð, ykkur finnst þetta óþægilegt og vitið ekki hvað er að fara að gerast. Allt í einu er verið að fara að opna á eitthvað sem þið hafið beðið spennt eftir og þið eruð með allskonar hugmyndir og eitthvað svona. Ég hef sagt við krakkana: „Ef ég héldi að þið þyrftuð að læra stellingafræði, ef allar rannsóknir sýndu að það væri það sem unglingar yrðu að læra, þá þyrftum við að kenna það. En kynlíf snýst ekki um tæknina, bara ekki neitt. Þannig að við skulum tala um allt sem skiptir máli.“

Svo koma spurningarnar: „Hver er samt besta stellingin til þess að láta stelpu fá það?“ Ef ég er ein með strákahóp, þá kemur þessi spurning alltaf. Alltaf, í tólf ár. „Hver er besta stellingin“, „skiptir stærðin máli“ og „hvað á maður að vera lengi“. Þetta er allt samfaramiðað; bara typpi inn í píku. Alltaf. Þá er svo geggjað tækifæri til að tala um fjölbreytileika kynlífs, tala um mikilvægi fullnægingar fyrir kynlíf; hvað hún er ekki endilega mikilvæg og hver ber ábyrgð á fullnægingunni. Hvað þýðir það að fá fullnægingu, hvað gerist í kjölfarið – allt í einu bara opnast risastórt samtal. Nautn manneskju sem þú ert með snýst ekki um að sýna hvað þú stendur þig vel, þetta er ekki frammistöðumál. Þá fer maður líka inn í það að það að vera góður í rúminu er að vera í samtali, að fá samþykki, að spjalla og spyrja, taka við leiðbeiningum og gefa leiðbeiningar. Það er að vera góður í bólinu. Þannig verðurðu geggjaður elskhugi. Að hrósa, vera einlægur, vilja manneskjunni vel, passa upp á þinn líkama og bera ábyrgð á eigin líkama. Þá er spurt: „Já okei, ertu þá að segja að typpið skipti ekkert svo miklu máli?“ „Nei, bara eiginlega svakalega litlu máli. Það er eiginlega algjört aukaatriði í kynlífi.“

Það er svo gott að fá þetta tækifæri, því þau eru búin að hengja allt á að hann þurfi að ná honum upp, hann þurfi að performa þetta lengi, þetta hratt, í þessari stellingu og maður á að fara í fjórar stellingar og… ef enginn segir við þau: „Nei maður. Það er allt í lagi að vera bara í einni stellingu, ef ykkur langar þá í það. Það þarf ekki einu sinni að gera það. Það má líka bara vera eitthvað allt annað.“

Þau spyrja: „Í alvörunni? Gera það ekki allir?“ og ég segi þeim oft: „Foreldrar ykkar, þau eru ekki alltaf að gera það.“ Þegar maður segir þeim að foreldrar stundi mjög fjölbreytt kynlíf eru þau bara: „HA?“ Af því að þau halda bara að allt fullorðið fólk stundi samfarir. Bara limur í leggöng. Kannski einhverjir perrar sem taka í rass. Limur í leggöng er fullorðins kynlíf; foreldrar fróa sér ekki, foreldrar stunda ekki munnmök, foreldrar bara „gera það“. Maður segir við þau: „Nei, það er ekki þannig. Foreldrar fróa sér.“ Og þau segja: „Ha, af hverju? Þau hafa hvort annað.“ Þau afhjúpa sig svo mikið. Þau eru bara ein stór augu og forvitni, og þá er svo gaman að mæta og sprengja á kýli og fara inn í hitt og þetta.

 

Kennarar hafa lent í að fara yfir línuna

„Ég hef oft fengið kennara sem segja við mig að þeir hefðu dáið ef þeir hefðu þurft að standa þarna, þeim hefði þótt þetta svo vandræðalegt og verið hrædd við að fara yfir línuna. En svo hef ég alveg fengið sögur af kennurum sem hafa farið vel yfir línuna og hafa verið látnir fara frá skólum vegna þess hvað þeir fóru langt yfir línuna. Ég hef tekið við þessum bekkjum, þar sem ég hef farið til skólastjórans eftirá og spurt hvað hafi komið fyrir bekkinn. Því bekkurinn hafði mjög óeðlilega þekkingu, miðað við aldur og þroska.

„Hann hefur ekki fengið neinn stuðning í því hvað hann ætti að kenna“

Þannig að maður hefur séð það og þá hef ég bara hugsað: „Elsku kennari.“ Hann hefur ekki fengið neinn stuðning í því hvað hann ætti að kenna. Hann hefur örugglega verið að reyna að gera þetta vel, eins og flestir reyna. Ég hef setið með kennara sem sagði: „Þú ert alltaf að tala um sleipiefni og ég fylgist með þér á Instagram. Þannig að ég sagði bara við krakkana: „Alltaf kókosolíu! Ég nota það og það er best“. Ég sagði að það mætti aldrei nota kókosolíu á kynfærin, hún er bakteríudrepandi, ógeðslega vond fyrir píkuna og skemmir smokkinn. Og kennarinn bara: „Ertu að djóka? Ég er búinn að segja þetta við svona þrjá árganga.“ Ég sá að kennarinn var bara miður sín. „Ber ég ábyrgð á unglingaþungunum og kynsjúkdómum og sveppasýkingum og….“ Ég sagði við hann: „Vilt þú plís hætta að setja kókosolíu á kynfærin þín og kynfæri makans þíns? Sleipiefni er ekki kókosolía. Ég tek það alltaf skýrt fram. Það heitir sleipiefni.“

Ef kennarar fá engan stuðning, hvar eiga þeir þá að finna efnið?“

„Hef heyrt um að skólum sé bannað að fá mig, því ég þyki svo klámvædd“

En hafa umræddir kennarar þá gengið of langt í kynfræðslunni? Hversu langt er of langt farið?

„Mjög, mjög langt. Miklu lengra en ég hef nokkurn tíma farið. Þá hefur maður þurft að vinda ofan af því og taka fund með skólastjórnendum, taka kannski sérstaka kynfræðslu með krökkunum, án þess þó nokkurn tíma að kasta kennaranum undir rútuna. Það er aldrei þannig að maður segi: „Kennarinn ykkar var bjáni“. Ég hef hinsvegar fengið að heyra það um mig. Ég hef fengið að heyra það að kennarar segi krökkunum að taka ekki neitt mark á þessari kellingu sem hafi komið þangað með kynfræðsluna. Þetta er ótrúlegt. Ég hef heyrt talað um það á lokuðum Facebook-hópum að skólum sé bannað að fá mig, af því að ég þyki svo klámvædd. Þetta er ennþá í gangi sko. Ég var að fá ein svoleiðis skilaboð, bara opinberlega á Facebook. „Ég hringdi í skóla dóttur minnar til að tryggja að þú færir ekki þangað inn með þína klámfræðslu.“

 

Hélt að hann yrði kynferðisbrotamaður af því að hann sá klám

Blaðamaður biður Siggu Dögg um að fara aðeins yfir þetta; hvers vegna sumir segi að hún sé klámvædd og hver hennar nálgun sé þegar kemur að klámi. Sumir hafi til að mynda gagnrýnt það að hún ræði klám í kynfræðslu og tali yfir höfuð um það sem möguleika og hluta af heildinni.

Sigga Dögg segist fyrir það fyrsta ekki skilja hvað fólk eigi við þegar það segi að hún sé klámvædd.

„Klám er undir fimm mínútna samtal“

„Þetta er klukkutíma fræðsla og mig minnir að þetta séu tíu glærur. Klám er ein, af tíu. Klám er undir fimm mínútna samtal. Af því að allar hinar 55 mínúturnar fara í samþykki, mörk og samtal, með allt. Þegar við tölum um píkuna, eða hvað sem er annað; samþykki, mörk og samtal. Þetta er bara rauði þráðurinn í gegnum allt. Þannig að þú ert bara búinn að vinda ofan af ofboðslega miklu, þegar kemur svo að kláminu.

Ég hef verið með dreng í tíma hjá mér sem fór að gráta, vegna þess að hann hélt að hann yrði kynferðisbrotamaður af því að hann sá klám. Hann er ekki sá eini. Þannig að umræðan er líka þar. Þeir eru svo hræddir. „Verð ég nauðgari? Er ég ógeðslegur? Er ég ofbeldismaður? Er ég hættulegur?“ Þetta er umræða sem þarf að vinda ofan af líka. Þannig að ég hef útskýrt fyrir krökkunum hvað klám er og hvað það er ekki. Klám er ekki kynfræðsla, klám er ekki til að herma eftir, og þetta styðja íslenskar rannsóknir; að unglingar í dag vita þetta. Þau vita að klám er ekki kynfræðsla. Mig minnir að Rannsóknir og greining hafi birt þá tölfræði. Hvort ég las það líka í einhverri nýlegri nemarannsókn. Þau ná þessu, þau vita þetta. Þannig að það er búið að hamra þetta vel og duglega inn núna í meira en áratug; klám er ekki kynfræðsla. Ókei.

„Mæli með því að þú stígir til hliðar og virkir ímyndunaraflið“

Þannig að ég legg svolitla áherslu á að vera ekki að herma eftir ef þú sérð eitthvað, ég útskýri fyrir þeim að sumum finnist þetta spennandi, sumum finnist þetta áhugavert, sumum finnist þetta æsandi og sumum finnist þetta fyndið. Að það séu allskonar ástæður fyrir því að sumir kíki á klám en sumum finnst þetta ógeðslegt og við eigum alltaf að virða það að ef við sjáum klám og okkur finnst það sniðugt, þá flössum við því aldrei framan í næsta mann eða pínum aðra til að horfa. Við gerum það aldrei. Og ég útskýri fyrir þeim að ef þú ert að nota klám til að fróa þér til dæmis, til þess að æsa þig fyrir sjálfsfróun, þá mæli ég alltaf með því að þú stígir aðeins til hliðar, geymir símann eða spjaldtölvuna, og virkir ímyndunaraflið. Þá tölum við um það, að allir töfrarnir gerast í ímyndunaraflinu.

„Það eru aftökur á netinu, það er bara allt á netinu“

Ef að þú svo í framtíðinni kýst að stunda kynlíf með annarri manneskju, þá er ímyndunaraflið það sem þú þarft að nota og svo samskiptin við þá manneskju. Þú ert aldrei að fara að setja spjaldtölvu við hliðina á og segja: „Afsakið, má ég streyma þessu á meðan við erum að gera það?“. Það virkar ekki þannig. Ég segi þeim að þau verði að fatta að þó við horfum á allskonar efni og sumt til afþreyingar, sama hvort okkur geðjast það eða ekki, þá þarf að hugsa klám svolítið eins. Þetta á ekki að móta hugmyndirnar okkar. Það sem mér finnst svo áhugavert í þessu samhengi er að það er alltaf verið að tala um að unglingar á Íslandi eigi met í klámáhorfi. Hvað þýðir það? Af því að við tölum alltaf um að þau byrji ellefu ára að horfa, að þau séu svo ung þegar þau byrji að horfa. Við erum í tæknivæddum heimi og stundum slysast þau inn á það, sem við viljum náttúrulega ekki. Þá þurfum við að vinda ofan af því og ég geri það einmitt í 5. bekk þegar ég er að tala um allskonar hluti sem eru á netinu. Það eru aftökur á netinu, það er bara allt á netinu. Maður þarf rosalega mikið að vernda þau fyrir raunveruleikanum sem er þarna úti, en ekki með því að segja að hann sé ekki til. Heldur með því að segja: „Þú verður að velja að fara ekki þangað og ég ætla að reyna að hjálpa þér.“

„Við þurfum að grípa fyrr inn í“

Hvað gerist um ellefu ára? Þau eru að fara á kynþroskann, þau eru forvitin, þau hafa spurningar. Þetta ætti frekar að sýna okkur hvar kynfræðslan þarf að byrja. Ef þau eru að byrja að skoða þetta þarna, þá segir það okkur að það sé komin forvitni og við vitum það þroskalega séð og hormónalega séð. Þannig að við þurfum að taka samtalið fyrr. Við þurfum að grípa fyrr inn í. Ég held að flestir séu sammála um það.“

 

Ofbeldi í lagi en ekki kynferðislegt efni

Sigga Dögg bendir á ákveðinn tvískinnung sem sé ríkjandi í vestrænni menningu.

„Ég til dæmis fór í bíó um daginn, á bíómynd í stóru bíóhúsi með fullt af fólki í salnum. Ég vissi ekki að þetta væri svona mikil ofbeldismynd. Ég horfði á þegar það var stungið í gegnum auga og sverð tekið hægt út – endalaust af blóði. Ég horfði á aftöku og ógeðslegt ofbeldi, allt með fullt af blóði og slíku. Það var nauðgunarsena í þessari mynd og miðað við ofbeldið sem þeir sýna, þá sýna þeir nauðgunina sem svona fjögurra sekúndna senu, langt frá og ekkert sýnt nema bara að þú veist að hann er að hafa samfarir við hana. Ég hugsaði bara: „Vá, sjáiði móralismann?“ Ég hef aldrei séð jafn skýran móralisma.

Þú leyfir þér ógeðslega miklar blóðsúthellingar, menn að pynta menn; berja, kremja, marnir, blóð frá öllum stöðum. En svo má náttúrulega aldrei sýna konu á túr og aldrei sýna kynfæri – guð hjálpi okkur og forði okkur frá því. Sjáiði móralismann? Þetta birtist mér svo skýrt í þessu bíóhúsi. Það er fullt af efni sem ég kalla ekki afþreyingu og hef ekki gaman af en aðrir hafa það. Verði þeim að því. Það er eitt af þessu sem mér finnst við eiga svo erfitt með í þessu samtali, þegar kemur að klámi, þá er stefið þannig að þetta séu alltaf karlmenn að meiða konur.“

 

Klám ekki það sama og klám

„Klám er rosalega stór heimur með rosalega miklu allskonar. Við vitum ekki hvað krakkarnir eru að horfa á sem við erum oft að tala um. Krakkar spyrja stundum að því: „Ég hef séð sumt svona klám og sumt af þessu er svo skrýtið. Fílar fólk þetta?“ Þá fá þau tækifæri til að spyrja. Fílar fólk þetta? Afhverju gerir fólk þetta? Þá á ekki að fordæma þessa hegðun, hvort sem það flokkist sem kynhegðun eða ekki – það er líka svolítið undir einstaklingnum komið. Að fá frekar tækifæri til að útskýra: „Þetta er svolítið ódæmigert, þetta er svolítið óalgengt, þetta er eitthvað sem að, alveg eins og með allt, þá þarftu alltaf að fá samþykki, en þetta er ekki eitthvað sem margir gera.“ Þá spyrja þau um annað skrýtið sem þau hafa séð á netinu og þá kemur alltaf eitthvað upp.

„Hvað erum við að horfa á og hvað gefur það okkur?“

Þannig að ég er alltaf að reyna að fá þau til að vera ábyrgir neytendur; að við séum svolítið skynsöm með hvað við erum að setja ofan í okkur. Hvað erum við að horfa á og hvað gefur það okkur? Þannig að ég er alltaf að segja við þau að ímyndunaraflið er það dýrmætasta sem þau eiga og að þar megi þau til dæmis vera með alla karakterana í Harry Potter; ég segi að þau megi hugsa um kentárinn, þau megi hugsa um tröllin, þau megi hugsa um Harry og Hermione sem par, þau megi hugsa um Harry og Ron sem par. Ég tek allskonar svona dæmi og þau eru bara: „Ó mæ god, Harry og Ron, það væri epískt!“ Ég segi: „Leyfið ykkur þetta. Það er dýrmætara en það sem er á netinu getur gefið ykkur, af því að það er mikið af drasli þar. Flest af því er bara skrýtið og óþægilegt. En ekki vera hrædd ef þið sjáið allsbert fólk að gera eitthvað og þið finnið að kynfærin ykkar fara af stað. Það er ekkert til að óttast; það þýðir ekkert um ykkur. Það þýðir ekki að þú fílir þetta.“

Ég var með einn strák sem var miður sín af því að hann hélt að hann væri hommi, því hann fékk bóner þegar það voru tveir gaurar saman. Þá fórum við bara að tala um hvað það er að vera hommi, hvað er ekki að vera hommi, allt þetta. Ég sagði: „Þetta er ekkert hættulegt. Líkaminn okkar bregst oft við nekt, það er allt í lagi.“ Svo þetta er samtal sem þarf að vinda ofan af.

„Þetta er þarna úti, hvaða mótvægi viljið þið sjá?“

Svo þegar ég tala við foreldra þá hef ég einmitt sagt þetta: „Ókei, þetta er þarna úti, hvaða mótvægi viljið þið sjá?“ Af því að það er mótvægi í klámheiminum, hann er stór. Það eru feminískir framleiðendur sem eru að reyna að vera með mótvægi, eru að reyna að skapa betri heim, en ef þið skoðið kynhegðunina kann ykkur að þykja hún ógeðfelld eða að hún hugnist ykkur ekki. Af því að það að vera feminískur klámframleiðandi þýðir ekki að þú bannir endaþarmsmök. Þannig að ég er líka alltaf í þessu. Hvaða heim viljið þið sjá, eigum við að taka það samtal? Mér finnst við oft vera ógeðslega fordæmandi á kynhegðun þegar við erum að tala um klámið og segjum að þetta sé allt ofbeldi. Hvernig veistu það og af hverju? Þannig að ég spyr oft: „Hvað viltu sjá? Viltu fyrst sjá leikarana segja að þau veiti fullt samþykki, að þau séu þarna á sínum forsendum? Viltu fá viðtal eftirá og heyra hvernig þeim leið? Af því að það er til.“

Mynd: Róbert Reynisson.

Samtalið sem enginn kynfræðingur vill taka

Sigga Dögg segist vilja að við dýpkum þetta samtal.

„Við erum komin miklu lengra, eða ættum allavega að vera komin miklu lengra. En þetta er samtalið sem enginn kynfræðingur nennir að fara í í fjölmiðlum. Þetta er samtalið sem enginn kynfræðingur nennir að sitja fyrir svörum í, af því að, eins og ég er búin að finna í tólf ár, þá ertu bara „klámkonan“. Það er sagt: „Þú elskar klám, þú styður klám og þú hvetur til kláms“

„Ég hef aldrei bent unglingum á klám“

Ég hef aldrei gert það. Ég hef aldrei sagt við ungling: „Skelltu spólu í tækið og hafðu gaman.“ Það er ekki það sem ég hef gert. Þegar ég hef verið með fullorðið fólk hef ég talað um hlaðvörp, ég hef talað um bækur og ég hef talað um nokkrar vefsíður sem sýna líka myndskeið. Ef fólki hugnast þetta þá geti það skoðað það.

Ég hef aldrei bent unglingum á klám, mætt með klám – en þau spyrja: „Hvað er uppáhaldið þitt á Pornhub? Horfir þú á Pornhub?“ Ég hef sagt við þau: „Nei, ég styð ekki við svona. Þetta er líka bara stolið efni og það er bara margt þarna sem mér finnst óþægilegt að horfa á og skrýtið og ég fíla það ekki. Ég vil bara vita að öllum líði vel og ég vil sjá allskonar aðra hluti og fallegt samtal. Svo reyndar finnst mér þetta ekkert svo skemmtilegt, þannig að ég eyði tímanum mínum í annað.“ Svo segi ég við þau: „Ímyndunaraflið mitt er fjórtán sinnum brjálaðra heldur en nokkuð sem ég gæti fundið á netinu.“ Og þau bara: „Nei?!“ Og ég svara: „Jú. Bara glimmer, einhyrningar, geimverur og bara allsber í kleinuhringjabúð.“ Og þau bara: „Allsber í kleinuhringjabúð?! Hvað þýðir það?“ Þá segi ég: „Sjáiði. Það er allt frelsi þar.“

 

Klámlæsi og kynlífslæsi

„Svo les ég íslenskar bókmenntir og bókmenntir fá rosalegt frelsi, að sjálfsögðu. Nema ef þær fjalla um kynlíf. Við hötum ekki glæpasögur hérna á Íslandi, þetta eru best sellerarnir okkar ár eftir ár, og þar fer aldeilis ekki lítið fyrir viðbjóði og fólk er nafngreint. Eins og í bók sem kom út síðustu jól, þar var ég alveg að gefast upp. Mér fannst þetta svo yfirgengilega mikið ofbeldi. Þessari bók er náttúrulega hampað úti um allt. Geggjaður best seller, fólk er nafngreint og því er lýst hvað þetta sé ömurlegt fólk, hverslags ofbeldi og hvernig fólk deyr og svona. Þetta má, en ef þau væru að ríða hvort öðru, guð hjálpi okkur öllum. Þetta er svo áhugavert. Hvernig sjáiði ekki móralismann? Hvernig sjáiði ekki tvískinnunginn?

Um leið og það er komið kynlíf inn í bókmenntirnar, þá eru þetta sjálfkrafa orðnar einhverjar stelpubókmenntir; eitthvað chick flick. Við erum semsagt annars vegar að segja að konur séu ekki fyrir þetta, en samt erum við að segja að konur séu fyrir þetta, af því að við setjum þetta í flokkinn þeirra. Ég skil ekkert. Þannig að tvískinnungurinn er alger.

Ég er svona að reyna að létta af skömm hjá krökkum og reyna að segja við þau að það sé skiljanlegt að vera forvitinn og það sé allt í lagi. Það eru ákveðnir hlutir sem þú þarft að vita og þetta er það sem innan kynfræðslunnar er kallað klámlæsi og kynlífslæsi. Alveg eins og kom fram í þessari blessuðu kreppu sem við gengum í gegnum; fjölmiðlalæsi. Gagnrýnin hugsun. Það er náttúrulega verkefni skólakerfisins og lífsins; gagnrýnin hugsun. Svo þú endir ekki í bergmálshelli og haldir að allir séu eins og þú. Að þeir séu skrýtnir ef þeir eru ekki eins og þú. Það er samtalið sem ég tek með þeim. Og yfirleitt þegar ég spyr krakkana hvort klám sé kynfræðsla þá er svarið alltaf á þá leið að þau viti að klám sé ekki kynfræðsla og að þau séu búin að heyra þetta svo oft. „Geggjað, þá ætlum við bara að heyra það einu sinni enn!“

„Þau vilja vita raunverulegu hlutina“

„Það er svo margt sem þarf að taka fyrir í kynfræðslu og þegar maður vopnar þau með þekkingunni um kynlíf, hvað það er og hvað það er ekki, þá fær klámið svo lítið pláss. Mér finnst þau ekkert langa að eyða neitt rosalega miklum tíma í það. Af því að þau vilja vita raunverulegu hlutina. Þau vilja vita um þennan sníp og hvernig hann virkar. Hvaðan kemur brundið, klárast það og kemur endalaust? Bara svona allskonar praktískar spurningar.

Ég hef geymt hverja einustu nafnlausu spurningu á tólf árum, hverja einustu á hverjum einasta fyrirlestri. Af því að ég les reglulega í gegnum þær. Þær eru líka að móta og forma mína fræðslu. Þær minna mig á það ef eitthvað hefur verið að koma mikið upp, að ég þurfi þá að muna eftir því. Sumt er líka erfitt að segja upphátt. Þannig að þá er ég með puttann á púlsinum. Þetta eru líka sönnunargögn fyrir mig, vegna þess að ég er ekki margfaldur persónuleiki; ég get ekki skrifað með svona ólíkri rithönd. Þetta er líka fyrir mig til þess að geta sýnt fram á hver raunveruleikinn sé. Ég held á honum, hann varð ekki til í huganum á mér, ég er ekki kreisí. Ég á sönnunargögn. Þetta skrifuðu íslensku unglingarnir og réttu mér.

„Ég er ekki að gera þetta til þess að verða vinsælasta kona Íslands“

Ég veit nefnilega af þessari umræðu. Ég veit að það eru einhver spjót sem, að því er virðist, bíða eftir því að: „Hah, djöfull ætla ég að ná henni, nú skal ég hanka hana!“. Þetta er til að kjarna sig, svo maður missi ekki þráðinn eða missi ekki dampinn og verði ekki of hræddur. Að hugsa: „Nei, fyrir hvern er ég að gera þetta?“ Ég er ekki að gera þetta til þess að verða vinsælasta kona Íslands. Ég er ekki að gera þetta til þess að vera skemmtilegust og best. Ég er að gera þetta af því að þetta skiptir máli. Fyrir hverja skiptir þetta máli og hvernig skiptir máli að gera þetta?

Þá er það bara að sökkva sér ofan í fræðin, sökkva sér ofan í vinnuna og vera aldrei hafinn yfir gagnrýni. Ég hef fengið allskonar gagnrýni og setið með kennurum og skólastjórum sem hafa sagt: „Heyrðu, ég var pínu ósátt með að þú orðaðir þetta svona.“ Þá hef ég svarað: „Já, góður punktur. Hvernig hefðirðu viljað að ég hefði orðað þetta?“ Þá hefur kannski komið: „Þú hefðir getað sagt ef, í staðinn fyrir þegar.“ Þá hef ég svarað: „Vá, það er frábær punktur, takk. Ég mun aldrei segja þegar aftur, ég mun alltaf segja ef.“ Þá er fólk yfirleitt bara sátt.“

 

Erum að tala um líkama, lífið og líðan

„En að segja við unglinga að fara að halda eitthvað rangt um klám og ofbeldi, hvaða tilgangi þjónar það? Getum við í staðinn fókusað á kynlíf í raunheimum með líkamanum okkar og svo ef við ætlum að vera með annarri manneskju. Getum við farið þangað? Hvernig lítur það út?

Þannig að ég vil bara alltaf draga samtalið þangað og reyni það eftir fremsta megni. Við erum í kynfræðslu, við erum að tala um líkamann okkar, lífið og hvernig okkur líður. Það að kynlíf sé val í okkar lífi en ekki skylda eða kvöð og að það segi ekkert til um okkur sem manneskjur. Segi ekkert til um okkur, hvaða áhugamál við höfum og hvort við komum vel fram við aðra. Við eigum ekki að láta kynlíf skilgreina það.

„Ég skil ekki að drusluskömm falli ekki undir eineltisáætlun“

Það er ennþá drusluskömm, hún lifir góðu lífi og ég skil ekki að drusluskömm falli ekki undir eineltisáætlun. Ég hef oftar en ekki gripið það í skólum; þar sem stelpur hafa verið drusluskammaðar í tvö til þrjú ár og það er engin eineltisáætlun sem fer af stað þar. Ég var með eina í tíunda bekk í hittífyrra, fyrir Covid, sem var að segja mér þetta, og ég horfði bara á kennarann og spurði: „Eruð þið ekki með eineltisáætlun? Er það ekki bara í íslenskum skólalögum eða eitthvað? Þetta er ekkert annað og það á að virkja eineltisáætlunina ykkar. Barnið er búið að sitja undir þessu allan þennan tíma.“ Og þar sagði ég við stelpuna: „Þú mátt stunda allt það kynlíf sem þú vilt, eins og þú vilt, með eins mörgum og þú vilt. Þú mátt líka sleppa því alfarið að stunda kynlíf.“ Af því að þetta eru alltaf öfgarnar; þú ert annað hvort drusla eða tepra. Þú ert kynköld eða greddupadda. Þannig að það er svo erfitt stundum að vera til, sérstaklega ef þú ert kona, því það eru svo margar reglur. Þá langar mig að gefa þér rými til þess að finna hver þú ert sem manneskja, ef við gleymum öllu hinu.

Ég ferðaðist um landið með Heimili og skóla, með sérstaka fyrirlestraröð sem fjallaði um hver þú værir sem manneskja, sjálfsstyrkingu, sambönd og samskipti í samböndum, til þess að fara einmitt inn á þetta; hvernig spjöllum við saman? Hvernig tökum við við höfnun? Hvernig látum við af allskonar ofbeldishegðun, í samskiptum við vini og svo kæró? Það spannst alveg ótrúlega mikið og flott samtal út frá því. Það var sjúklega dýrmætt.

Þannig að ég myndi segja að ég væri með fæturna bara alveg ágætlega á jörðinni, þótt ég sé líka hvatvís og ögri og segi allskonar hluti. Þegar ég er með fullorðinsfræðslu, þá fer ég ógeðslega langt oft. Ég segi: „Jæja, eruði tilbúin fyrir svolítið óþægilegt?“ Svo sé ég að það er sjokkerandi og þá segi ég: „Ókei. Nú erum við búin að fara svolítið langt. Nú ætlum við aðeins að bakka – og þið sjáið að ég var bara að segja orð. Ykkur þótti þau óþægileg. Nú skulum við aðeins skoða það. Hvað var óþægilegt við þetta? Afhverju er þetta óþægilegt?“ Þannig að þetta er alltaf þetta samtal fram og til baka, og það er ekkert hægt að bera saman fullorðins- og unglingafræðslu. Eins og hefur kannski aðeins verið slegið saman hérna.“

 

Misskilningurinn um kyrkingarnar

Þarna kemur Sigga Dögg inn á hinar alræmdu kyrkingar og þá staðreynd að ákveðnir einstaklingar virðast hafa misskilið málið nokkuð duglega. Svokallað breath play námskeið, sem Sigga Dögg hafði talað um á Instagram-reikningi sínum, var námskeið fyrir fullorðna, sem hún sótti sjálf sem gestur. Það var erlendur sérfræðingur sem hafði verið fenginn til þess að halda námskeiðið. Sigga Dögg hélt það semsagt ekki sjálf.

„Ég vissi mjög lítið um breath play. Maður hafði heyrt um kyrkingar og það var nú einmitt fyrirsögn í DV, þar sem ég var gagnrýnd fyrir að gagnrýna kyrkingar. Það er vandlifað í þessum heimi.

„Mér dytti aldrei í hug að segja við unglinga: Ekki gera það“

En í mínum huga er þetta eitthvað sem er hættulegt, það þarf að passa sig. Ef fólk fílar það, allt í lagi. Mér dytti aldrei í hug að segja við unglinga: Ekki gera það. En þegar ég hef verið spurð út í það hef ég alltaf lagt gífurlega áherslu á að þetta sé rosalega vandasamt. Ég var með hóp þar sem við vorum að tala um þetta, og ég sagði: „Ef kynlíf byggir á samtali og samþykki, virku samþykki, þar sem þarf reglulega að fá samþykki fyrir öllu sem er verið að gera – ef manneskjan getur ekki tjáð sig, þá er samþykki ekki til staðar. Ef manneskjan er meðvitundarlaus, þá er ekki samþykki til staðar. Hvað eruði að gera þegar þið eruð að þrengja að öndunarvegi?“ Þá fórum við í gegnum það ef þú vildir ekki gera þetta; hvað ef þú vildir ekki fá hönd á háls, hvað ef þú vildir ekki leggja hönd á háls. Fram og til baka í þá dýnamík. Og ég sagði: „Kannski er bara spennandi að prófa í smá stund að leggja hönd á háls og sjá hvernig það er. Hvernig líður þér með að vera höndin? Hvernig líður þér með að vera hálsinn? Þá þarf aftur að tékka inn; hvað finnst okkur um þetta? Hvernig líður þér og hvernig líður mér?“ Þannig að við höfum alltaf talað um þetta á svona ótrúlega mildum og þægilegum, mjúkum nótum. Aldrei þannig að þetta sé bara: „Heyrðu og svo, einn, tveir og let’s go!“ Þetta er aldrei þannig og hefur aldrei verið þannig. Mun aldrei verða. Ekki heldur fyrir fullorðna. Ég myndi aldrei mæla með því fyrir neinn að vera með neitt surprise element í kynlífi. Spurðu, áður en þú gerir.

Á þessu breath play námskeiði var farið í allskonar tækni, það var farið í öryggisatriði, meðal annars eitt sem ég deildi strax á Instagram, sem er upphafið að þessu öllu saman. Ég lærði semsagt á námskeiðinu að það eru tvær æðar á hálsinum og ef þú klemmir þær báðar þá stöðvarðu blóðfæði og þar með súrefnisflæði upp til heilans. Þegar fólk er að leika sér með kyrkingar, þá meina ég til þess að láta líða yfir sig, þá er það að gera þetta. Þetta getur byrjað að valda skaða innan tíu sekúndna, held ég. Mér fannst ég verða að segja frá þessu.

Ég man eftir þessu, að krakkarnir voru að gera þetta þegar ég var í grunnskóla. Ég reyndar gerði þetta ekki, af því að ég var hrædd. En vinkonur mínar gerðu þetta og það var sérstakur staður á skólalóðinni þar sem krakkarnir voru að þessu.

Ég hefði nú bara viljað að einhverjir sjúkraliðar eða læknar hefðu gripið inn í umræðuna hér. En mér skilst semsagt að ef manneskjan rankar ekki við sér innan þessara tíu sekúndna, þá getur það farið að valda súrefnisskorti í heila, sem er mjög hættulegur. Þá getur verið erfitt að vinna aftur einhvern óafturkræfan skaða.

Ég hugsaði bara: „Fólk er búið að vera að leika sér með þetta, er fólk að gera þetta þannig að það er kannski að líða yfir það? Kannski er það orðið kikkið.“

Svo ég fór strax um kvöldið, eftir námskeiðið, á Instagram og sagði: „Ég verð að segja ykkur! Hérna eru tvær æðar og þið verðið að passa, ef þið eruð að leika ykkur með þetta, að gera þetta ekki svona. Við lærðum þessa tækni; þá geturðu farið, ef þú vilt, fastar og harðar. Ef ykkur finnst það æsandi. Bara ekki þessar æðar! Þetta er mál sem er búið að vera vinsælt og í deiglunni, ég tek þetta oft fyrir í skólum þegar það er spurt um þetta og ég hef útskýrt samþykki fyrir krökkunum.“

Krakkarnir hafa spurt til dæmis um rassskellingu. Þá tek ég samþykkisumræðu með þeim og útfærslan okkar er rassskelling. Þá tökum við þetta alveg frá því að ég er með hugsunina: „mig langar að rassskella þig“ eða „mig langar að þú rassskellir mig“ og þá tökum við samtalið alveg frá A til Ö. Áður en rassskelling á sér stað, í fyrsta samtali, þangað til hún er búin – ef það var samþykki fyrir rassskellingu. Við tökum þetta alveg fyrir og kryfjum. Við höfum gert það líka með þetta hálstaksmál. Þá hef ég alltaf verið að leggja gífurlega áherslu á hvað þetta er hættulegt og vandasamt og afhverju sumum þyki þetta æsandi og hvernig það lítur út.

BDSM samtökin eru yfirleitt ekki með fræðslu fyrir einstaklinga undir 18 ára. Þannig að hvað áttu að gera við þennan hóp? Tíundi bekkur til framhaldsskóla.

Svo á þessu breath play námskeiði var margt sem ég hugsaði að ég myndi ekki fræða um. Það var sum tækni þarna sem ég áleit svo hættulega að ég hugsaði: „Ef ég verð einhvern tíma spurð út í þetta, þá mun ég bara segja nei. Mér finnst þetta of langt gengið. Ekki gera þetta, þetta er ógeðslega hættulegt.“

„Það hljómaði eins og ég væri bara með þetta á glæru fjögur“

Krakkar hafa leikið sér með allskonar. Það er ástæða fyrir því að það stendur á pokum: Ekki setja yfir haus á barni. Á ákveðnu aldursbili máttu börnin mín ekki sjá poka, þá var hann farinn á hausinn á þeim. Hvað er það? Það er form af breath play – og við fáum náttúrulega taugaáfall. Ég set hnút á alla poka, af því að ég er svo paranoid yfir þessu. Það var farið fyrir það meðal annars á þessu námskeiði og það var talað um allskonar form af munnmökum og ég var bara: „Munnmök? Munnmök sem breath play? Vá, hvað það er áhugavert. Vá hvað ég hef aldrei hugsað það.“ Þar var til dæmis talað um konuna sem stjórnanda.

Ég fer inn á Instagram til þess að segja frá því sem ég hafði verið að læra. Þannig byrjar þetta. Ég sagði þarna: „Vá, hvað það er mikið sem ég vissi ekki, sem ég get miðlað til fullorðinna.“ Svo sagði ég: „Og það er reyndar ógeðslega praktískt að vita þessa nákvæmu útfærslu, af því að það er oft spurt að þessu í kynfræðslu, unglingar spyrja oft að þessu og mér finnst mjög mikilvægt að vita nákvæmlega þetta upp á skaðaminnkun.“ Ég sagði að við töluðum oft um þetta mál og ég kallaði þetta kyrkingar, því þau kalla þetta kyrkingar. Þau tala yfirleitt ekki um hálstak, þau tala bara um kyrkingu. Ég sagði: „Þetta er búið að vera í deiglunni, ég er búin að þurfa að tala um þetta oft og við höfum bara stigið inn í þetta.“ Eitthvað svona. En það hljómaði eins og ég væri bara með þetta sem glæru fjögur.“

Sigga Dögg segir að hún hefði skilið viðbrögðin sem hún fékk, ef hún hefði sagt hlutina á þennan ýkta hátt sem fólk virtist halda að hún hafi gert.

„En þetta var bara: „Nýlega hefur verið meira um spurningar um þetta. Það kemur eitthvað inn, eitthvað trendar á tiktok, og þá þarf ég að taka það fyrir, þegar þau spyrja.“ Nema það smurðist út í að þetta væri í glærupakkanum mínum. Það er bara mjög stutt síðan ég var með kynfræðslu fyrir allan tíunda bekk, í nóvember, á Akureyri. Þar sátu kennarar inni í öllum tímum. Ég held að við höfum tekið þetta tiltekna umræðuefni fyrir í einum fyrirlestri af níu. Þá lékum við samþykki og mörk, til þess að sjá hvernig það virkaði. Þá einmitt sagði ég: „Hvernig leikum við þetta samþykki? Við erum ekki að fara að leika samfarir. Eigum við að leika rassskellingu?“ Þá svaraði einhver: „Já, leikum rassskellingu.“ Þá útskýri ég að ef við ætlum að gera þetta erum við búin að taka rosalega langt samtal. Svo slæ ég lauslega í borðið, tek þetta alltaf frá báðum hliðum og hef þetta kynlaust. Ég segi við krakkana að hérna séu það ekki kynhlutverkin sem móti þau.“

Sigga Dögg í Kastljósi á dögunum. Mynd/skjáskot RÚV

Unglingarnir vita ansi margt

„Yvonne Kristín Fulbright, sem er doktor í kynfræði og er að kenna í HA, HR og mörgum Bandarískum háskólum, var að skrifa pistil sem birtist í Psychology Today, um ástæður þess að kynfræðingar og kynfræðsla verði að taka á þessu, en enginn vilji það. Hún birti þetta um helgina og hún segir að hún sé strax byrjuð að fá dauðahótanir. Þetta er þannig.

Það er eins og ég hefði bara mátt segja: „Þetta er hættulegt, ekki gera þetta.“ Það hefði verið eina rétta svarið.

„Hvenær hefur það virkað að segja við ungling: Ekki gera það, það er hættulegt?“

Ef þú skoðar stúdíur af því hvernig unglingshugurinn virkar, unglingsheilinn og þroskinn, og ef þú ert bara mannlegur og manst líka sjálfur hvernig það var að vera unglingur, hvernig það er að ala upp ungling. Ef þú stígur aðeins til baka og lítur á þetta. Hvenær í mannkynssögunni hefur það virkað að segja við ungling: Ekki gera það, það er hættulegt? Þú þarft ekki að vera sérstakur þroskasálfræðingur til þess að átta þig á því.

Þegar ég hef útskýrt samþykki fyrir þeim og útskýrt það þegar maður ætlar að stunda kynlíf með annarri manneskju, þá hafa þau talað um að þetta sé ógeðslega flókið. Ég svara því að já, þetta sé ógeðslega flókið. Það er staðreynd málsins. Ég segi þeim að það sé bara ótrúlega margt sem spili þarna inn í og að þess vegna fari flest fólk í samband, vegna þess að þar skapist traust og fólki líði vel saman. Þá er auðveldara að vera til dæmis allsber og skoða líkama hvors annars og allt þetta. Þess vegna fer þetta oft í þann farveg. Þannig erum við sem mannverur. Við erum ekki bara endalaust í nafnlausu kynlífi, af því að okkur langar líka í nánd og væntumþykjuna, og okkur langar líka til að einhver þekki okkur. Ég segi þeim að þannig séum við flest, sem viljum stunda kynlíf með öðru fólki. Á einhverjum tímapunkti langar okkur í eitthvað aðeins meira. Þau bara: „Já, einmitt.“

Við tölum líka um að kynlíf sé kannski bara leiðinlegt. Það er líka til. Hvaða hlutverki gegnir sjálfsfróun í okkar lífi? Alltaf að taka það af þeim að þetta sé pressa eða kvöð. Að þú sannir aldrei ást þína með kynlífi. Það er rosalega algengt að það sé spurt um það. Að það sé verið að pressa á, í gagnkynja og samkynja samböndum. Pressa á að ef þú sért hrifinn af mér þá stundirðu kynlíf með mér. Við tökum það gjörsamlega fyrir. Hvernig lítur það út? Afhverju ætti það að virka þannig? Þau eru orðin svo klár. Þau hafa orð eins og suðað samþykki og kúgun. Þau hafa orð sem ég hafði ekki. Þekkingu á hugtökum sem voru ekki til. Ef ég veit ekki eitthvað þá grilla þau mig alveg. Þannig að ég segi stundum: „Nennið þið að kenna mér þetta? Þið vitið greinilega ógeðslega mikið um þetta.“ Og þau eru líka alveg til í að deila þekkingu sinni. Eins og á hinsegin samfélaginu og svona.

Ég er ógeðslega ströng með allskonar. Það eru engir fordómar, engin hatursorðræða; þar er ég sjúklega hörð. Margir kennarar hafa hrósað mér fyrir það, því þau hafa kannski verið í vandræðum með einhverja hópa. Það er ekkert svona í boði hjá mér.“

 

Gaman að sinna kynfræðslu fyrir fimmta og sjötta bekk

Algengast er að Sigga Dögg sinni kynfræðslu fyrir áttunda til tíunda bekk – unglingadeild. Yngstu börnin sem hún sinnir kynfræðslu fyrir eru í fimmta bekk.

„Það er ógeðslega gaman að vera með kynfræðslu fyrir fimmta og sjötta bekk. Þau eru mestu krútt í heimi. Þar fer náttúrulega rosa mikill tími í kynfærin og það hvernig við tölum hvert við annað af virðingu og kurteisi. Svo eru blæðingar náttúrulega svakalega fyrirferðamiklar. En það er mjög sætt, þau eru ógeðslega sæt. Mestu rassgöt í heimi. Það er alveg svakalega gaman að fara inn í fimmta og sjötta bekk, því þau eru bara: „Ég fann sko einu sinni hjá mömmu, svona titrara!“ og „Eru ömmur að gera það líka?“. Þau bara spyrja að öllu. „En að fara svona í sleik?“

Unglingarnir nefnilega gefa ekki alltaf jafn mikið færi á sér. Tíundi bekkur heldur spilunum oft svolítið þétt að sér. En þessi yngstu, ó mæ gad.“

Útidyrahurðin skellist og elsta dóttir Siggu Daggar kemur heim. Hún heilsar, nælir sér í eina súkkulaðihúðaða piparkökukúlu og segir mömmu sinni að hún hafi farið í fatasund í skólanum. Aðspurð segir hún að sér hafi þótt það skemmtilegt.

Þegar blaðamaður spyr hvað sé jákvæðast við yngstu kynslóðina þegar kemur að heimi kynfræðslunnar og hvað það sé sem ef til vill þurfi að vinna mest í, segir Sigga Dögg eftir stutta umhugsun að það aðgengi sem krakkar hafi að upplýsingum, til dæmis í gegnum samfélagsmiðla, sé í raun tvíeggja sverð.

„Allt í einu eru bara mikið af okkar færustu sérfræðingum á öllum samfélagsmiðlum og þau geta bara sent þeim skilaboð. Ég man bara þegar ég var unglingur; ef ég hefði getað sent Páli Óskari, Dr. Love, skilaboð – ég hefði spammað manninn. Ég hefði setið fyrir honum. Ég man bara hvernig það var að vera á þessum aldri og einhvern veginn upplifa að þú hefðir engan. Svo varstu bara með einhvern guð þarna úti. Einhvern vita; eitthvað ljós. Við sátum þarna í kringum þetta útvarpstæki og reyndum að finna allar bækur á bókasafninu sem við gátum fundið.

Krakkarnir í dag, það er magnað að þau bara leyfa sér… þau senda mér bara spurningar, þau eru ekkert að pæla í því að ég sé einhver kelling úti í bæ. Áður en þú komst var ég til dæmis að svara svona spurningu: „Heyrðu við kæró vorum að gera það í gær og heldurðu að ég sé ólétt? Við vorum sko í sturtu.“ Ég svaraði bara: „Já, sko, sturta veitir enga vörn, vatn er ekki verja.“ Svo sagði hún að það hefði komið blóð, spurði hvað það gæti verið. Ég sagði að það gæti hafa komið rifa og spurði hvort þau hefðu notað sleipiefni. Þá sagði hún: „Nei, reyndar ekki, á maður líka að nota það í sturtu? Ókei.“ Þetta samtal. Við bara lifum á tímum sem er alveg stórkostlegt að vera hluti af, en á sama tíma hryggir það mig ótrúlega mikið að það hafi ekki meira breyst. Af því að ég hélt að ég væri að fara að koma inn í kynfræðslu og fá ógeðslega erfiðar spurningar, eins og þetta með kyrkingamálið. Ég hélt að út af aðgengi ungs fólks í dag yrðu þetta mjög erfiðar spurningar. Að það væri eins gott að vera undirbúin. Svo var þetta bara algjörlega grunnurinn.“

 

Heil unglingadeild aldrei búin að fá kynfræðslu

„Ég hef oft verið með kynfræðslu fyrir eldri borgara og þá fer ég þangað með kynfræðslu unglinga og segi: „Jæja, nú setjumst við á skólabekk. Þetta er það sem þið hefðuð átt að læra fyrir 60 til 70 árum síðan.“ Þau trúa því ekki að það geti verið að unga fólkið í dag sé með sömu spurningar og þau. Það er það sem flestir klikka á nefnilega. Þroskaferli mannsins er ekki þannig að við séum bara allt í einu þrír metrar á hæð. Við erum ennþá í sama þroskaferli og við höfum verið. Ef við leyfum okkur aldrei að stíga inn í samtalið, þá breytist náttúrulega ekki neitt. Þá förum við í gegnum þetta bara: „Er vont að fá brjóst? Afhverju er annað brjóstið stærra en hitt? Ég er svo hrædd við blæðingar.“ Ég heyri ennþá hjá stelpum í dag að þær séu svo hræddar við blæðingar. „Er það vont? Hvaðan blæðir? Afhverju getur maður ekki haldið í sér? Pissar maður blóðinu?“ Hvað í helvítinu erum við búin að vera að gera síðan ég var í grunnskóla?

Maður verður pínu reiður. Þetta er mjög sláandi. Þær segja: „Skólahjúkrunarfræðingurinn kom í einn klukkutíma í sjötta bekk.“ Ég byrjaði sjálf í áttunda bekk. Klukkutími í sjötta bekk hefði verið alltof snemmt fyrir mig. Fyrir vinkonu mína sem byrjaði í fimmta bekk hefði það verið of seint.

„Stjórnsýslan borgar konum ekki fyrir að hittast og ræða um kynfræðslu“

Já, ég verð alveg reið. Nú er ég búin að vera í þessu í tólf ár. Já, ég hefði alveg verið til í að sjá meiri breytingu. Ég er endalaust kölluð fyrir einhver ráðuneyti, í einhverja skýrslugerð og fundi. Fæ ekki krónu greitt fyrir það – aldrei. Stjórnsýslan borgar konum ekki fyrir að hittast og ræða um kynfræðslu. Það er staðreynd. Forsætisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið, velferðarráðuneytið… ekkert.

Ef ég væri lögfræðingur, eða ef ég væri að gera úttekt á því hvort það ætti að setja nýja glugga á vesturhlið einhverrar byggingar, þá væri þetta öðruvísi. Þetta sýnir mér bara að þau bera massíva vanvirðingu fyrir mínu starfi og störfum fleiri. Þau eru að friðþægja, þetta er PR-stunt. „Svona, nú erum við að tala um kynfræðsluna, sussususs.“ Og hvað? Svo bara er ég í skólum þar sem heil unglingadeild er aldrei búin að fá kynfræðslu af því að kennarinn sem sá um þetta hætti. Æ, það gleymdist. Skólahjúkrunarfræðingurinn var veikur vikuna sem það átti að vera. Þannig að það var bara ekkert sett aftur á dagskrá. Þetta hef ég heyrt á hverju einasta ári um allt land í fleirum en einum skóla, trekk í trekk. Þá verður maður ógeðslega frústreraður og brjálaður. Þá er heldur ekki í boði að gefast upp.

Ég fæ klukkutíma en spyr stundum til dæmis hvort það megi seinka skólabílnum, hvort við getum tekið auka hálftíma. Ég segi alltaf við þessa krakka: „Þið megið alltaf senda mér. Þið megið það alltaf, alltaf, alltaf.“ Út af þessu, meðal annars. Svo þau séu ekki ein. Ég veit hvað það er frústrerandi að bíða eftir þessu. Nú er ég að hitta nemendur sem voru kannski hjá mér 2012, í tíunda bekk eða framhaldsskóla. Þetta er bara orðið fullorðið fólk í dag. Fólk sem er komið í sitt líf, kannski búið með háskólann og komið í vinnu, kannski orðið læknar. Þau segja mér að ég hafi verið eini fyrirlesturinn sem þau fengu. Það er ógeðslega leiðinlegt. Vegna þess að það er vilji hjá mörgum kennurum, það er vilji hjá skólahjúkrunarfræðingum, það er vilji hjá námsráðgjöfum.

Deilan snýst um það hvar á að setja þetta inn, hver á að sinna þessu og hvað á að kenna. Fyrir mér eru þetta náttúrulega allt mjög yfirstíganlegir þröskuldar.“

Aðspurð segir Sigga Dögg að hún myndi sjálf vilja að kynfræðsla yrði sér kúrs.

„Ég er pínu frek þarna, vegna þess að ég myndi bæði vilja hafa þetta sem sér kúrs í unglingadeild og líka fléttað inn í önnur fög fyrr. Þannig að þetta verði eðlilegri samfella, þannig að þegar þú kemur í þetta sem sér kúrs, þá ertu svolítið vel undirbúinn. Þá er búið að fara í gegnum mikið og margt, þannig að það er hægt að fara á dýptina.“

 

Klámsmiðja

Sigga Dögg víkur aftur að umræðunni um klámið.

„Það er fyndið, vegna þess að við töluðum um klámið áðan, að í einum framhaldsskóla var ég beðin um vinnusmiðju um klám. Ég hélt vinnusmiðju með starfsfólki, sem var skikkað í þessa vinnusmiðju með nemendum, um að greina klám og að búa til fullkomna klámmynd. Þau voru látin vinna í hópum og þetta var magnað starf. Að heyra hvernig þau tókust á, hvernig þau rökræddu, niðurstöðurnar sem þau komust að. Þar var starfsfólk að vinna með nemendum. Þetta voru allt 18 plús, þannig að þetta voru eldri nemar. Þetta var á svona þemadögum. Það var alveg magnað hvað kom út úr þessu. Þarna áttum við bara samtal, það var enginn í hrópum og köllum. Þau voru að takast á um stellingar: „Má þessi stelling vera í klámi?“

„Já, afhverju ætti það ekki að mega?“

„Já, þegar ég pæli í því. En má þetta?“

Og þetta var allt yfir í: „Eru konurnar með stutt eða sítt hár?“ Ég stóð bara á kantinum, fór með spurningar á milli hópanna og skoðaði hvernig gekk. Þetta var magnað og ég væri bara til í þetta oftar. Þetta samtal. Þetta yfirvegaða, rólega, pælum-skoðum-greinum, samtal. Það var eiginlega alveg stórkostlegt.“

 

Viljinn víða og mótstaðan víða

„Viljinn er víða og mótstaðan er víða. Hver á að kenna kennurum þetta? Hver á að styðja við kennara? Hvernig á að grípa nemendur? Þetta er rosalega stórt samtal sem verður ekki leyst á einni nóttu en ætti að vera fyrir löngu leyst, hefði ég haldið. Miðað við hversu oft við erum að tala um þetta. Hversu mörg svona viðtöl fer maður í?

Það eru allir sammála þar, allir eru sammála um að þetta eigi að vera.

Eða – það eru reyndar ekki alveg allir sammála um að þetta eigi að vera í skólakerfinu. Það eru alveg ennþá þær raddir að þetta sé eitthvað sem við fundum bara út úr á sínum tíma. Ég hef heyrt það, að fólk hafi bara fundið út úr þessu. „Einhvern veginn fundum við út úr þessu, af hverju þarf að kenna þetta?“

„Við erum að sjá núna hvar stoppararnir eru“

Augljóslega sjáum við í dag að það þarf að kenna þetta. Það er ástæðan fyrir því að við erum í þessu skítamixi sem við erum í, af því að þetta var ekki kennt. Svo er annað í þessu; það er stoppari þarna. Við erum að sjá núna hvar stoppararnir eru. Þeir eru kannski svolítið að koma fram núna, sem er náttúrulega mjög gagnlegt.“

 

Ætlaði aldrei að vera ein í þessu

Sigga Dögg veltir fyrir sér orðræðu sem henni finnst hún hafa heyrt um sjálfa sig í tengslum við kynfræðslu og hagsmuni.

„Það varð líka einhver misskilningur fannst mér um það að ég stæði í vegi fyrir kynfræðslu. Eins og ég yrði hrædd um að ég yrði atvinnulaus ef kennarar tækju við þessu. Sem var aldrei mitt bissnessmódel. Mín hugmyndafræði var aldrei að vera kynfræðsla Íslands. Mín hugmynd var bara að styðja við, vera hluti af. Vera með í liðinu. Ég ætlaði ekki að vera bara ein í liðinu.

„Það yrðu færri glaðari en ég að koma þessu í góðan, fallegan farveg“

Mér finnst það svolítið stór misskilningur, að ég hefði viðskiptahagsmuna að gæta, að halda þessu svona. Ég hef engan áhuga á því. Minnst. Ég held að það yrðu færri glaðari en ég að koma þessu í góðan, fallegan farveg. Þá væri ég alveg til í að vera bara að styðja við kennara eða að koma til dæmis einu sinni inn sem uppbrot. Ég er bara algjörlega til í þetta og óttast enga viðskiptahagsmuni þar. Mér finnst svolítið leiðinlegt að þessu hafi verið stillt þannig upp, eins og þetta sé einhver eiginhagsmunavarsla. Ég geri bara aðra hluti sem ég fæ tekjur af líka, þetta átti bara að vera með, ekki: „Ef þú kemur ekki þá fáum við enga kynfræðslu.“

„Maður þarf bara að muna að kjarna sig, í svona samtali. Þetta er miklu stærra en bara ég,“ segir Sigga Dögg að lokum, um þá hörðu umræðu sem hefur átt sér stað undanfarið. „Hvernig getum við nýtt þetta tækifæri til þess að koma einhverju áleiðis? Getum við nýtt þetta til góðs?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -