Fimmtudagur 18. júlí, 2024
13.1 C
Reykjavik

Sigurður Jónsson kenndi við sjómannaskóla í Namibíu: „Skammtímalausn alveg fram í fingurgóma“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér er brot úr fréttamáli nýjasta tölublaðs Mannlífs.

Þróunarsamvinnustofnun Íslands eða ÞSSÍ starfaði frá 1981 til 2015 þegar hún var lögð niður og verkefni hennar sett undir Utanríkisráðuneytið. Meðal verkefna sem stofnunin stóð fyrir var þróunarstarf í Namibíu. Auk þess að útvega mannskap til hafrannsókna átti stofnunin þátt í að koma sjómannaskóla á laggirnar í afríkuríkinu en hóf hann starfsemi árið 1994. Í skýrslu sem gerð var fyrir Utanríkisráðuneytið segir að skólinn starfi þar enn og vegni vel. Fyrrverandi kennari við skólann er á öðru máli.

Íslendingar lélegir í langhlaupi

Skólinn er enn starfræktur í Namibíu en starf Sigurðar og Alfreðs og fleiri starfsmanna skólans á sínum tíma, snéri að því að þjálfa kennara, búa til námsskrá og námsefni og takmarkið var að sögn Sigurðar að skólinn uppfyllti alþjóðlega staðla. „En það var aldrei gert. Þannig að ef skólinn hefði verið tekinn út af alþjóðlegu batteríi, þá hefði hann fallið á því prófi,“ sagði Sigurður í samtali við Mannlíf. Sagði hann ennfremur að það hafi vantað töluvert upp á að takmarkinu væri náð og að loforðin sem gefin voru Namibíumönnum varðandi skólann, hafi verið uppfyllt.

Þróunarsamvinnunni í Namibíu var hætt í kringum 2014 en að sögn Sigurðar kom stjórn skólans til Íslands til að biðja um áframhaldandi aðstoð. „Sem var algjörlega nauðsynleg. En við höfum aldrei verið góðir í langhlaupi, við Íslendingar. Þetta var skammtímalausn alveg fram í fingurgóma. Þannig að þeir fóru heim án þess að fá nokkuð fyrir sína ferð,“ sagði Sigurður. Segir hann að ástandið í skólanum í dag sé ekki gott. „Eftir að þetta fór nú að verða svona, urðu miklar mannabreytingar. Það hélst illa í fólk. Og það komu þarna fólk sem við höfðum aldrei þjálfað eða kennt í kennslufræðum. Þannig að það hafa orðið mikil umskipti. Og það þýðir bara það að ef skólinn yrði skoðaður í dag fengi hann engan alþjóðlegan stimpil sem alvöru skóli. Ég hef alltaf litið svo á að það er okkar sök í þessu máli að hafa ekki staðið okkur gagnvart því. Þetta var bara dapurt,“ sagði Sigurður.

Skólinn uppfyllir ekki alþjóðlega staðla

- Auglýsing -

Sigurður kemur aftur inn á úttektina sem gerð var fyrir Utanríkisráðuneytið: „Þú getur búið til skýrslu og látið allt líta vel út, það er ekkert vandamál. En ef það væri fólk sent þangað til að gera almennilega úttekt á skólanum, hver staðan væri í dag, þá kæmi hið sanna í ljós. Nú veit ég ekki hvort að sá sem biður um skýrslu, eins og Þróunarsamvinnustofnunin í þessu tilfelli, geti lagt línurnar um að þetta yrði að vera góð skýrsla. En svo má alveg segja það að miðað við stöðuna eins og hún var árið 1995 þá hafa orðið framfarir þarna en þær leiddu ekki til þess sem við lögðum upp með á sínum tíma. Að þarna yrði skóli sem yrði samþykktur af alþjóðlegum stofnunum.“ Segir kennarinn fyrrverandi að þeir skipstjórar sem lært hafa í skólanum yrðu beðnir um pappíra í einhverri höfninni út í heimi, gætu þeir lent í vandræðum. „Í dag er þetta þannig að ef þú ert yfirmaður á skipi og ferð í erlenda höfn, þá geturðu átt von á því að þurfa að sýna þína pappíra. Og þeir pappírar þurfa að hafa gildi fyrir alþjóðleg tryggingarsvæði. Því ef að það er ekki verður bara þitt skip stöðvað.“ Segir Sigurður að skírteini úr Sjómannaskólanum í Namibíu sé svipað og pungaprófið hér á landi: „Þú mátt sigla innan þinnar landhelgi en þú ferð raunverulega ekkert út fyrir hana.“

„Við eyddum alveg ofboðslegum pening í þetta,“ sagði Sigurður og bætti við að Norðmenn hafi einnig hent í þetta miklum fjárhæðum. „Þeir keyptu til dæmis svona siglingahermi og Víðir var að kenna mönnum að nota þann hermi. Þessi hermir samanstóð af fjórum PC-tölvum og þetta var meira svona eins og tölvuleikur. Ég veit ekkert hver er að kenna á þetta núna en þetta er löngu orðið úrelt.“ Segir Sigurður að það hafi verið eytt í ýmislegt á borð við herminn án þess að hugsa út í langtímamarkmiðin og án þess að uppfæra reglulega. „En það var ekkert óeðlilegt að settur væri í þetta pening en ég veit ekki hversu há sú upphæð er en hún var stór. Og þessum pening var hent. Það má alveg segja það. Þetta var alltaf í byrjendafasa og komst ekkert upp úr honum. Ég held að það hafi verið mörgum okkar ljóst að svona 10 ár í viðbót hefði verið alveg nauðsynlegur tími.“

Hægt er að lesa alla greinina í nýjasta tölublaði Mannlífs nákvæmlega hér.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -