Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Guðfinnur kominn í veikindaleyfi: „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðfinn­ur Sig­ur­vins­son bæj­ar­full­trúi í Garðabæ, er kominn í veikindaleyfi.

„Kæru vinir í Garðabæ, það er enginn ómissandi í þessu lífi, hvorki í leik né starfi. Sem betur fer því annars væri illa fyrir samfélaginu komið.“ Þannig hefst Facebook-færsla Guðfinns Sigurvinssonar hárskera og bæjarfulltrúa í Garðabæ, sem hann birti í gær. Og hann hélt áfram: „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt.“

Guðfinnur segir því næst frá því að hann verði að taka sér hlé vegna veikinda og af öðrum persónulegum ástæðum. „Ég hef neyðst til að taka mér svolítið hlé frá þessum störfum vegna veikinda minna og af öðrum persónulegum ástæðum. Þessir þættir þurfa nú að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. Sömuleiðis er nauðsynlegt að vera á góðum járnum á þeim vettvangi því það er hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks, svo myndlíkingarmál sé notað.“

Segist Guðfinnur ekki vera að „klukka“ sig „út fyrir fullt og fast“, hvorki í störfum sínum né í lífinu sjálfu. „Ég þarf einfaldlega að ná aftur fyrri styrk og vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun en fylgi þar ráðleggingum lækna.“ Segist hann þó ætla að sinna aðalstarfi sínu sem hárskeri áfram. Þá segir Guðfinnur að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig en að hann vilji koma hreint fram og að „fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -