Fimmtudagur 12. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Það fæddist von inn á Vogi: „Ég fór að opna eyrun á mér, ég fór að hlusta á allt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Inga Guðjónsdóttir. Kölluð Gugga. Byrjaði ung að drekka og dópa. Innbrot. Vændi. Ofbeldi. Varð vitni að morði. Hún kynntist ástinni sinni í neyslu og ástin dó síðar úr krabba. Hún syrgir Jóa sinn, en bæði fóru í meðferð og áttu saman nokkur ár edrú. Í dag er hún öryrki og segist vera góð við dýr og menn. Hver eru skilaboð Guggu til þeirra sem eru að prófa? Prófa að drekka. Dópa. „Helst vildi ég að þessir krakkar segðu „nei“.“ Hún ræðir við Svövu Jónsdóttur, lítur yfir farinn veg og talar í einlægni um það sem á daga hennar hefur drifið.

Gugga segir að það hafi svo fæðst von inni á Vogi.

„Ég fór að opna eyrun á mér, ég fór að hlusta á allt sem var sagt og ég tók þátt í öllu sem mér var sagt að gera. Ég fór á alla AA-fundi og var bara ógeðslega dugleg á Vogi og Vík. Eftir að ég var búin á Vík flutti ég á áfangaheimili hjá Samhjálp og Sporinu og Jói flutti á annað áfangaheimili. Ég var í kvennameðferð og Jói var í einhverri karlameðferð og svo vorum við í ráðgjafarviðtölum hjá Samhjálp og við vorum á morgunfundum á Sporinu hjá Samhjálp og vorum rosalega dugleg á AA-fundum. Fyrstu fimm árin vorum við bara alltaf á fundum og tókum strætó í allt þegar við áttum ekki bíl. Þá fæddist þessi von að ég gæti kannski orðið edrú og svo fór ég alltaf að trúa því meira og meira.“

Hún talar um fyrstu tvö árin eftir meðferðina á Vogi. „Ég var að læra á nýjar tilfinningar og tala rétt. Maður hafði náttúrlega ekki verið innan um neitt nema neyslu og neyslutal.“

  1. maí var Gugga búin að vera edrú í 11 ár.

„Við Jói vorum húsverðir hjá Samhjálp í Stangarhyl og þrifum líka húsið. Fengum að vera í íbúð sem var í sama húsi og Samhjálp, á bak við húsið, og vorum líka í hjálparstarfi á samkomum. Við vorum hjá þeim frá 2012-2016. Þá seldu þeir húsið og við fluttum á Arnarholt á Kjalarnesi.“

 

- Auglýsing -

Sorgin

Jói fékk krabbamein.

„Hann var með skorpulifur og lifði með hana í níu ár, en fékk svo 9,6 sentímetra æxli í lifrina. Og óskurðtækt og ekkert hægt að gera. Hann var bara settur á líknandi meðferð og hann lifði bara í fimm mánuði. Hann dó heima. Nokkrum dögum áður tókum við utan um hvort annað og sögðumst elska hvort annað. Það var það síðasta sem hann sagði við mig.“

- Auglýsing -

Gugga lýsir dauðastríði Jóa síðustu dagana í lífi hans.

„Það var alveg eins og hann þekkti mig ekki lengur, en hann vissi samt örugglega að hann var heima,“ segir hún svo. „Ég vil trúa því að hann hafi vitað hver ég var.“

Svo kom að jarðarförinni.

„Ég missti mig þegar ég kom inn í kirkjuna og sá kistuna. Þá brotnaði ég alveg saman og grét. Ég fór held ég í lost. Ég missti ástina í lífi mínu og uppáhaldsmanneskjuna mína og besta vin minn. Við vorum svo góð við hvort annað og rifumst ekkert. Við vorum alltaf að segja eitthvað fallegt við hvort annað og ég var svo elskuð og hann var líka svo elskaður.

Við vorum ástfanginn á hverjum degi.

Ég og Jói minn áttum fallegustu ást í heimi. Við vorum ástfanginn á hverjum degi og vorum dugleg að segja fallegt við hvort annað. Ég var alltaf að segja honum hvað ég elskaði hann heitt og hvað ég væri þakklát fyrir hann. Okkur fannst líka gaman að fíflast saman og hlæja mikið. Við vorum á AA-fundum saman og í þjónustu og líka í kirkjunni og á samkomum hjá Samhjálp. Við elskuðum að fara út með Enok, hundinn okkar, og hugsa um kisurnar okkar. Nú sé ég um það ein og það gengur vel. Ég hugsa svo vel um þau og elska þau svo mikið. Þau elska mig á móti og leyfa mér að finna það á hverjum degi. Ég á eftir að elska Jóa minn alla tíð og ég sakna hans á hverjum degi. Ég ylja mér við góðar minningar og þær eru margar Ég er svo þakklát í hjarta mínu í dag og alla daga.“

Ég er miklu glaðari en ég var sett á þunglyndislyf.

Lesa meira hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -