Miðvikudagur 17. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

„Þegar ég sendi bréf til útlanda er ég hættur að borga undir bréfið hans Sigga á Selfossi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mig langar aðeins að vekja umræðu á þessari verðbreytingu hjá póstinum sem tekur gildi eftir 10 daga!

Breytingin verður eftir svæðum (bæði verðlækkun og hækkun eftir svæðum) sem þýðir það að landsbyggðin borgar meira en þeir sem eru t.d. staddir á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki nóg með það að pósturinn rukki ólögleg gjöld fyrir útlendar sendingar heldur á nú að mismuna einstaklingum og fyrirtækjum út frá því hvar þau eru stödd á landinu.“

Þetta segir Daníel nokkur í færslu á neytendasíðunni „Vertu á verði – eftirlit með verðlagi“ á Facebook.

Þarna vísar Daníel í breytingu á verðskrá hjá Póstinum, sem tekur gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Samkvæmt heimasíðu Póstsins taka breytingarnar til sendinga á fjölpósti og sendinga á 0-10 kílóa pökkum.

Ástæða breytinganna er sögð vera „ný lög sem kveða á um að ekki sé heimilt að innheimta sama gjald fyrir sendingar um landið allt eins og fyrri lög kváðu á um.“

- Auglýsing -

Enn fremur segir að lagabreytingin verði til þess að fyrirtækið aðlagi gjaldskrá sína, sem muni valda hækkunum á verði sums staðar, en lækkunum annars staðar.

„Í ársbyrjun 2020 tóku gildi lög sem kváðu á um að sama gjaldskrá væri fyrir póstsendingar, óháð hvar á landinu sendandi eða móttakandi væri staddur. Markmið laganna var að kostnaður við sendingar á pósti væri sá sami um allt land.

Útfærsla þessa markmiðs fól í sér að ríkissjóður niðurgreiddi hluta sendingarkostnaðar fyrir viðskiptavini á strjálbýlli svæðum til móts við sendanda.

- Auglýsing -

Lagabreytingar frá því í sumar kveða á um að Póstinum er einungis heimilt að viðhafa sömu verðskrá um allt land á bréfum undir 51 grammi.

Engin ákvörðun hefur verið tekin um breytingu á verðskrá að svo stöddu. Pósturinn mun eftir sem áður sinna póstsendingum til allra landsmanna fyrir hönd ríkisins,“ segir á heimasíðu Póstsins.

 

„Senda þetta á Neytendasamtökin“

Það er því ljóst að breytingin er frá ríkinu komin, er lagalegs eðlis og ekki að frumkvæði Póstsins. Þrátt fyrir þetta virðast margir í ofangreindum Facebook-hópi hafa sitthvað að segja um Póstinn og þjónustuna þar:

„Hef fengið 2 umbeðin bréf á síðustu mánuðum (allt hitt er ruslpóstur, reikningar eða slíkt). Annað tók 14 daga frá Hverfisgötu í Seljahverfi, hitt tók 8 daga frá Hafnarfirði í Seljahverfi. Held það sé ekki verð sem fær mann til að missa trú á þessari þjónustu heldur bara þjónustan sjálf,“ segir Gestur til dæmis.

„Senda þetta á Neytendasamtökin. Það þarf að taka þetta fyrirtæki í gegn. Einkavæðing póstsins er eitt dæmið um algjört klúður. Neytendur þurfa að láta heyra í sér,“ segir Hallfríður. Þröstur bendir henni þó á að það sé einmitt ríkið sem eigi Póstinn:

„Það er ekki búið að einkavæða póstinn, hann er 100% í eigu ríkisins.“

„Takk fyrir að leiðrétta mig með það. En það er greinilega eitthvað mikið að í stjórnun þessa fyrirtækis. Ég hef hringt í Neytendasamtökin vegna sérkennilega mikils álags á pakka sem ég fékk frá útlöndum. Fékk að heyra að það væru eilíf klögumál í gangi vegna svipaðra mála! Okkur neytendum ber skylda til að vera á verði og gera athugasemdir, ekki síst ef fyrirtækið er rekið fyrir okkar fé,“ segir Hallfríður þá.

„Ertu að meina að þegar ég sendi bréf til útlanda er ég hættur að borga undir bréfið hans Sigga á Selfossi, og ég borga þess vegna minna?“ segir Ari og þykir lagabreytingin greinilega hið besta mál.

„Svo er þjónustan úti á landi alveg hörmuleg, og alltaf að minnka. Samt eiga þau að borga meira,“ segir þá Rósa.

Paul þykist hafa lausnina:

„Leggja niður Póstinn. Gersamlega ónýt okurstofnun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -