Miðvikudagur 17. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Þorvaldur veðjar á Öskju: „Þessar eldstöðvar munu gjósa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur eldfjallafræðingur veðjar á að Askja gjósi næst

„Þetta er merki um að eldstöðin sé vöknuð,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, um landris í Torfajökulsöskju í samtali við Vísi. „En hversu langan tíma það tekur fyrir eldstöðina að búa sig undir gos er mjög erfitt að segja til um á þessu stigi.“ 

„Hann getur komið með „ríólít“ kviku innan öskjunnar, slík kvika er mjög vatnsrík og tiltölulega seig. Hún getur þá annars vegar komið uppá yfirborðið sem sprengigos eins og gerðist árið 870, rétt fyrir landnám Íslands. Það getur líka orðið hraungos eins og við vitum að varð árið 870, þá myndaðist Hrafntinnuhraun. Þá varð annað gos um 1447, hraungos, sem myndaði Laugaveg í Landamannalaugum,“ sagði Þorvaldur um sögu öskjunnar í jöklinum. En Þorvaldur tók fram að hann myndi veðja á að Askja sé næst til að gjósa.

„Það er alltaf möguleiki á því en mitt atkvæði er ennþá undir á Öskju. Ég held að hún verði næst, en allar þessar eldstöðvar munu gjósa á endanum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -