Laugardagur 27. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Vonarglæta hjá Assange: „Skelfilegar pólitískar ofsóknir sem hafa gengið allt of langt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir að örlítið von hafi kviknað í gær þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist vera að íhuga beiðni yfirvalda í Ástralíu um að Bandaríkin sleppi ákærum á hendur Julian Assange.

RÚV sagði frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti sé að íhuga að láta ákærur á hendur Julian Assange, fyrrverandi ritstjóra Wikileaks, falla niður en ákærurnar eru átján og eru í tengslum við birtingu leynigagna Wikileaks um stríðrekstur og glæpi Bandaríkjanna í Írak og Afganistan.

Í dag eru akkurat fimm ár síðan Julian Assange var færður í öryggisfangelsið Belmarsh í Bretlandi en þar hefur hann mátt dúsa síðan. Mannlíf heyrði í Kristni Hrafnssyni, núverandi ritstjóra Wikileaks og vini Assange og spurði hann hvernig þeim félögum litist á orð Joe Biden um að hann væri að íhuga málið. „Sæll. Það vill nú svo til að ég var rétt í þessu að koma út úr Belmarsh fangelsinu eftir að hafa heimsótt Julian. Þetta er svolítið sérstakur dagur, það eru nákvæmlega fimm ár upp á dag síðan Julian var handtekinn og varpað í þessa dýflissu sem Belmarsh fangelsið er. Það var 11. apríl 2019 sem hann var dreginn út úr sendiráði Ekvadors af bresku lögreglunni.“ Þannig hefst svar Kristinn en svo beinir hann orðum sínum að Joe Biden: „Orð Joe Bidens í gærkvöldi, þar sem hann segist vera að íhuga þessa beiðni ástralskra yfirvalda um að Julian sé leystur undan þessari ákæru og fái að snúa aftur til heimalands síns, urðu að sjálfsögðu umtalsefni okkar Julians í morgun. Það er hægt að segja að þarna glitti í einhverja von en þessi vonarglæta er náttúrulega óskýrð þannig að bæði hann og við sem erum að berjast fyrir hans frelsi viljum vita meira hvað hangir á spýtunni. Og ég reikna með að blaðamenn fylgi þessu fast eftir og krefjist skýringa á því en hið eina lógíska í þessu er að málið verði hreinlega fellt niður og Julian geti öðlast frelsi. Þetta er mál sem aldrei hefði átt að hefja og er til háborinnar skammar að það sé búið að fylgja Julian í öll þessi ár.“

Kristinn bendir á að Julian hefur ekki aðeins verið í fimm ár í Belmarsh fangelsinu heldur hafi hann verið meira og minna ófrjáls ferða sinna síðan 2010, þar af í sjö ár þar sem hann dvaldi í sendiráði Ekvador í London.

En hvernig líður Julian eftir allan þennan tíma?

„Líðan hans er að sjálfsögðu í samræmi við það, maður getur rétt ímyndað sér hvaða áhrif það hefur að vera sviptur frelsi í allan þennan tíma og í kringumstæðum þar sem örlög þín eru fullkomlega óljós og enginn endir í sjónmáli. En jú, orð Bidens eru að minnsta kosti einhver vonarglenna, á því byggjandi að ætla að það sé að minnsta kosti komið að því stigi að þessu fari að ljúka og kominn tími til því þetta er ekkert annað en ófagrar og skelfilegar pólitískar ofsóknir sem hafa gengið allt of langt.“

- Auglýsing -

Verði Julian Assange framseldur til Bandaríkjanna gæti hann verið dæmdur í 175 ára fangelsi og jafnvel til dauða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -