Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Yfirlýsing Steingríms Sævarrs vegna ruslatunnustríðs: „Í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steingrímur Sævarr Ólafsson, almannatengill hefur gefið út yfirlýsingu á vefmiðli. Mannlíf hefur fjallað um málið á síðastliðnum dögum eftir að Hanna Kristín Skaftadóttir birti myndskeið á fébókarsíðu sinni. Myndskeiðið sýnir Steingrími flytja ruslatunnur fyrir bifreið hennar.

Í tvígang hafði blaðamaður á vegum Mannlífs samband við Steingrím og gefið honum færi á að ræða sína hlið á málinu, sem hann afþakkaði. Í nýútkominni yfirlýsingu segir Steingrímur að fjöldi atriða vanti upp á útgefnu myndbandi. Þá hafi hann verið að færa ruslatunnurnar á sinn stað eftir að nágrannakonan hafi komið þeim fyrir fyrir framan útidyrahurð neðri hæðarinnar auk þess að hafa sent honum fingurinn: „Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað.“

Hér má sjá afrit af yfirlýsingu Steingríms Sævarrs í heild:

Upptakan úr „falinni myndavél“ eins íbúans þar sem ég er að færa ruslatunnur er stutt í annan endann. Sem sagt klippt þannig að einungis sést þegar ég færi þær allar út í miðja innkeyrsluna til þess svo að fara með þær í næsta áfanga á sinn hefðbundna stað við innkeyrsluvegg. Nágrannakonan og „upptakarinn“ hafði – og ekki í fyrsta sinn – raðað þeim fyrir framan tröppur að útidyrum íbúðar á jarðhæð og að auki rifið niður og skemmt jólaskreytingar við húsvegginn. Þegar ég steig út úr bílnum á aðfangadagsmorgun stóð hún við gluggann, sendi mér fingurinn og storkaði með öðru fingratengdu táknmáli. Mér blöskraði auðvitað yfirgangurinn og ofbeldið en gerði þó ekki annað en að færa tunnurnar á sinn stað.

Ég vil taka það skýrt fram að þessi viðbrögð mín, að fjarlægja tunnurnar frá útidyrunum þegar ég kom að húsinu, voru alfarið mín ákvörðun. Þessi sérstaklega tilklippti partur af upptökunni afsannar að mínu mati kenninguna um að ein mynd segi meira en þúsund orð. Þvert á móti getur hún með svona misnotkun afbakað allan sannleika.

Vonandi er að þeir sem vilja skoða þessar langvarandi erjur, hvað þá að taka afstöðu, kynni sér málavöxtu og þá ekki síst hvaðan frumkvæði þessara uppþota kemur. Í leiðinni gætu þeir e.t.v. reynt að átta sig á því hvers vegna aldrei hefur komið til afskipta lögreglu vegna þeirra stóru ásakana sem settar hafa verið fram af hálfu þess sem skreytir gluggakistur sínar, dyr og útveggi með upptökumyndavélum um langt árabil. Það er nefnilega nokkuð ljóst að í atburðarásinni ræður heil hugsun ekki för.

- Auglýsing -

Sjá nánar:

Hatrammt ruslatunnustríð um jólin á Seltjarnarnesi: „Dóttir mín endaði í læknishöndum“

Ekkert lát á ruslutunnustríðinu á Seltjarnarnesi: „Þá byrjaði hann að kasta í mig bjórflöskum“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -