Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Íslendingar ná aldrei að fylla upp í skarðið sem útlendingar skilja eftir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Sumarið snýst meira og minna um Íslendingana,“ segir Edda Arinbjarnar, móttökustjóri á Hótel Húsafelli, þegar hún er spurð út í það hvernig hún reikni með að sumarið verði á hótelinu.

„Sumarið 2021 getur svo farið að snúast meira um erlendu ferðamennina. Það er svona þumalputtareglan sem við erum að vinna eftir,“ útskýrir Edda. Undir venjulegum kringumstæðum væru útlendingar í meirihluta gesta að sögn Eddu og gestir koma hvaðanæva að úr heiminum.

Spurð út í hvort hún haldi að íslenskir gestir nái að fylla upp í það skarð sem erlendir ferðamenn skilja eftir sig svarar Edda neitandi. „Nei, alls ekki. En það er samt gott að fá Íslendinga. En Íslendingar eru meira að bóka með stuttum fyrirvara þannig að það verður aðeins erfiðara að sjá sumarið fyrir sér. Við vitum í raun ekki hversu margir koma í sumar. En miðað við áhugann á þeim tilboðum sem við höfum verið að bjóða upp á þá erum við vongóð.“

 „Íslendingar eru meira að bóka með stuttum fyrirvara þannig að það verður aðeins erfiðara að sjá sumarið fyrir sér.“

Spurð út í tilboðin, hvort að það hafi verið nauðsynlegt að bjóða upp á tilboð til að laða að Íslendinga í sumar svara Edda hiklaust játandi. Hún bendir fólki á að að kynna sér tilboðin á vef hótelsins.

Von á erlendum ferðamönnum í haust og vetur

Edda segir að hótelinu hafi borist nokkrar bókanir frá erlendum ferðamönnum undanfarna daga, en það eru þá bókanir fyrir næsta haust og vetur. „Það var einn að bóka um jólin til dæmis,“ segir Edda.

- Auglýsing -

Edda segir áætlun stjórnvalda um að fara að taka á móti erlendum ferðamönnum eigi síðar en 15. júní ekki hafa breytt neinu hvað bókanir á Hótel Húsafelli varðar. „Við erum ekki farin að sjá neina breytingu enn þá. Víða um heim er fólk hvatt til að vera ekkert að ferðast erlendis, þannig að maður veit ekki hvernig þetta verður í sumar, hvort að útlendingar vilja koma hingað.“

Edda segir að nú sé bara að vona það besta. „Vonandi rætist eitthvað úr sumrinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -