Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Leiðbeiningar um rakstur „vegna kórónaveirunnar“ fara eins og eldur um sinu á Netinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í vikunni greindu fjölmiðlar frá því að íslenskir karlar væru farnir að raka af sér skeggið til að fyrirbyggja kórónasmit. Rætt var við lækni sem hefur rakað af sér skeggið í þágu sóttvarna og segist vita um minnst tvo aðra lækna sem gert það líka.

Sjá einnig: Hvetja menn til að raka af sér skeggið til að fyrirbyggja kórónasmit

Aðgerðir læknanna eru ekki úr lausu lofti gripnar því Bandaríska sóttvarnaeftirlitið hafði áður lýst yfir áhyggjum af skeggvexti heilbrigðisstarfsfólks. Það vakti athygli á því að grímur heilbrigðisstarfsmanna verði að hylja að minnsta kosti nef og munn til að forðast dropasmit frá veiku fólki. Mikilvægt sé að hárvöxtur í andliti nái ekki inn á það svæði sem innsiglar grímuna við andlitið. Sóttvarneftirlitið hefur þ.a.l. sett sig upp á móti skeggvexti.

Í kjölfar þeirrar umræðu hafa leiðbeiningar um rakstur sem sóttvarnaeftirlitið bandaríska hafði sent frá sér farið eins og eldur um sinu á Netinu og margir deilt þeim á samfélagsmiðlum í þeirri trú að leiðbeiningarnar dragi úr líkum á veirusmiti. Um er að ræða mynd þar sem sýndar eru 36 útfærslur af skeggi sem þykja uppfylla þau fyrrnefndu skilyrði að ná ekki inn á svæðið sem innsiglar grímurnar við andlitið.

Rakstur í myndum

Síðustu daga hafa fjölmiðlar hins vegar vakið athygli á því að leiðbeiningarnar eru þriggja ára gamlar og stílaðar á bandaríska heilbrigðisstarfmenn sem kjósi að skarta skeggi. Með öðrum orðum tengjast leiðbeiningarnar kórónuveirunni ekki á nokkurn skapaðan hátt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -