Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Lilja er bjartsýn en segir neikvæð efnahagsleg áhrif COVID-19 vera gríðarleg

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er bjartsýn á að Íslendingar nái tökum á COVID-19 ef allir leggja sitt af mörkum. „Við verðum að forgangsraða í þágu samfélagsins,“ skrifar hún í pistil sem birtist í Morgunblaðinu.

Lilja segir fyrsta skrefið í baráttunni gegn kórónaveirunni sem veldur COVID-19 snúast að heilsuvernd. Hún segir heilbrigðisyfirvöld hafa staðið sig vel og dáist að þeim sem hafa farið í sóttkví til að vernda heilsu annarra. Næst þarf að huga að efnahagslegum og félagslegum þáttum að sögn Lilju.

„Neikvæð efnahagsleg áhrif veirunnar eru einhver þau mestu sem alþjóðakerfið hefur séð í langan tíma. Þess vegna þarf umfang efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar að vera verulegt,“ skrifar Lilja. Hún segir að stjórnvöld þurfi að hafa „augun á veginum og fótinn á bensíngjöfinni“.

„Ríkisstjórnin er meðvituð um þessa hættu og hefur undirbúið mótvægisaðgerðir sem hrint verður í framkvæmd á réttum tíma, í samstarfi við lykilaðila, fagstéttir, atvinnulíf og samtök.“

Hún segir að nú sé tími til að grípa til aðgerða. „Það dugar lítt að sitja með hendur í skauti og bíða vorsins.“

„Við eigum óhikað að grípa til aðgerða til hjálpar ferðaþjónustunni, sem glímir við fordæmalausar aðstæður.“

Hún tekur dæmi: „Við getum fært atvinnulífinu aukið súrefni með almennum aðgerðum, lækkað tryggingargjald fyrirtækja og endurskoðað gistináttaskatt. Á sama hátt eiga sveitarfélög að leggjast á árarnar, til dæmis með endurskoðun fasteignagjalda sem hafa skilað verulega auknum tekjum vegna hækkandi eignaverðs. Við eigum óhikað að grípa til aðgerða til hjálpar ferðaþjónustunni, sem glímir við fordæmalausar aðstæður. Tugþúsundir einstaklinga hafa atvinnu af ferðaþjónustu og greinin hefur skapað yfir 40% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Útlánavextir fjármálakerfisins hafa ekki lækkað í takt við meginvexti Seðlabanka Íslands. Þetta verður að breytast og huga verður að greiðslufrestum fyrirtækja sem lenda í vandræðum vegna ástandsins. Peningamálayfirvöld og ríkissjóður verða að ganga í takt svo aðgerðirnar heppnist samfélaginu til heilla. Þá ætti bankinn einnig að auka laust fé í umferð og endurskoða niðurgreiðsluferil skulda ríkissjóðs Íslands. Hlutdeildarlán sem félags- og barnamálaráðherra hefur kynnt geta einnig haft mikil áhrif, unnið með hagkerfinu og aðstoðað fólk til að eignast eigin íbúð.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -