Þriðjudagur 23. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Logi Einarsson um Ágúst Ólaf: Gott samfélag byggi á „umburðarlyndi og fyrirgefningu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Samfylkingarinnar telur rétt að fyrirgefa Ágústi Ólafi Ágústssyni vegna áreitni í garð Báru Huldu Beck, blaðakonu Kjarnans. Hann segir „vandræðalaust“ fyrir sig að gefa þingmanninum annað tækifæri.

Ágúst Ólafur tók þingsæti á ný í vikunni. Hann hefur að undanförnu verið í leyfi frá þingstörfum eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingarinnar áminnti hann vegna samskipta við Báru Huld.

„Það er vandræðalaust fyrir mig að gefa honum annað tækifæri,“ sagði Logi í þættinum Þingvellir á útvarpsstöðinni K100. Ungir Jafnaðarmenn hafa lýst yfir þau telji ekki rétt að Ágúst Ólafur taki aftur sæti á þingi. Logi segist bera virðingu fyrir þeirri afstöðu. „Sjálfur hef ég haft þá skoðun að flokkur eigi ekki að hafa umborðarlindi til að umbera þessa hegðun eins og birtist þarna. Hann verður hins vegar að hafa umburðarlyndi til þess að gefa fólki tækifæri og hjálpa fólki á aftur á lappir ef það sýni skilyrðislausa iðrun. Ef það leggur á sig vinnu sem er virkilega til þess að bæta lífið og hegðunina.“

Logi segi Ágúst hafa sýnt iðrun og leitað sér aðstoðar. Það erði að taka inn í myndina. „Ég tel almennt að gott samfélag byggi á umburðarlyndi og fyrirgefningu að því gefnu að þú yðrist rækilega.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -