Fimmtudagur 5. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

„Má kannski segja að þetta hafi verið teiknað í stjörnurnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í dag hefst franska kvikmyndahátíðin sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2000 og fagnar því tuttugu ára afmæli um þessar mundir. Á meðal mynda er heimildamyndin Wine Calling eftir Bruno Sauvard, sem verður sýnd 1. febrúar en að sýningu lokinni verður efnt til vínsmökkunar á Port 9 þar sem enginn annar en sjálfur Dóri DNA kynnir frönsk náttúruvín.

„Áhuginn á náttúruvínum kviknaði hjá mér fyrir tveimur árum þegar ég fór með eiginkonunni til Parísar að halda upp á fertugsafmælið hennar,“ segir Dóri,  spurður út í tengingu hans við náttúruvín. „ Þá þræddum við flotta og góða veitingastaði og hvar sem við komum var boðið upp á náttúruvín. Í kjölfarið frétti ég af því að fyrirtækið Berjamór, sem flytur inn náttúruvín, væri að leita sér að meðeigenda svo það má kannski segja að þetta hafi verið teiknað í stjörnurnar.“

Dóri bendir á að síðustu ár hafi nýjar og náttúrulegri leiðir í framleiðslu vína sótt í sig veðrið. Aðferðirnar sem notaðar eru séu nær bóndanum og vínframleiðandanum, vínin séu framleidd í litlu magni og nostrað við öll smáatriði.

„Ég og Elmar á Port 9 munum gefa fólki að smakka tvær tegundir af rauðvíni og eina af hvítvíni eftir sýningu myndarinnar og svo munum við spjalla við fólk um vínin.“

Wine Calling er einmitt um framleiðslu náttúruvína en í henni fá áhorfendur að kynnast frönskum handverksvínframleiðendum sem hafa sjálfbærni og náttúrulegar aðferðir að leiðarljósi í framleiðslunni en þess má geta að einungis u.þ.b. 3 prósent franskra vínframleiðenda vinna eftir þessum aðferðum. Hér er um að ræða nýja kynslóð víngerðarmanna sem leita nýrra og náttúrulegra leiða þar sem gamlar reglur og gildi eru látin lönd og leið.

Spurður út í aðkomu hans að frönsku kvikmyndahátíðinni segir Dóri segir að franska sendiráðið Íslandi, sem stendur að hátíðinni ásamt Bíó Paradís, Alliance Française og Institut français, hafi leitað til hans þar sem mörg af þeim vínum sem fyrirtækið Berjamór flytji inn séu framleidd á þeim slóðum þar sem myndin er tekin. „Ég og Elmar á Port 9 munum gefa fólki að smakka tvær tegundir af rauðvíni og eina af hvítvíni eftir sýningu myndarinnar og svo munum við spjalla við fólk um vínin,“ segir hann, en myndin er einungis sýnd einu sinni, þann 1. Febrúar, og er vínsmakkið  innifalið í miðaverðinu.

Franska kvikmyndahátíðin stendur yfir í tíu daga, frá 24. janúar til 2. Febrúar, og verða sýndar tólf áhugaverðar og fjölbreyttar franskar myndir sem kvikmyndaáhugafólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara. Sumar myndanna eru sýndar einu sinni en aðrar nokkrum sinnum meðan á hátíðinni stendur en nálgast má allar upplýsingar um dagskrána á bioparadis.is. Þá er vert að geta þess að hátíðin verður einnig í boði á Akureyri, Ísafirði og Egilsstöðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -