Föstudagur 19. júlí, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Magnað að leikur sem maður bjó til sé spilaður 2000 sinnum á dag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýr íslenskur tölvuleikur á meðal áhugaverðustu „indí“-leikja á Norðurlöndunum.

Íslenski tölvuleikurinn Out of the Loop, eða Úti á túni, sem kom út á dögunum hefur verið valinn til þátttöku á leikjaráðstefnunni Nordic Game Conference sem fer fram í Malmö í Svíþjóð á næsta ári. Leikurinn verður á sýningu helgaðri áhugaverðustu „indí“-leikjunum á Norðurlöndunum.

„Það er Yonderplay sem stendur fyrir valinu, en Yonderplay er nýja nafnið á Nordic Indie Sensation sem velur mest spennandi leikina sem eru gefnir sjálfstætt út á Norðurlöndum,“ útskýrir Sigursteinn Gunnarsson, annar hönnuða leiksins. „Það er ótrúlegur heiður að verða fyrir valinu.“

Sigursteinn lýsir Out of the Loop sem stafrænum spurningaborðspilaleik í nokkrum umferð-um fyrir síma, sem 3-9 geta spilað í einu og fá allir nema einn leikmanna eitt leyniorð í hverri umferð. „Leikmennirnir eiga síðan að svara spurningum sem tengjast hverju leyniorði og reyna þannig að finna út hvern vantar leyniorðin, þ.e. hver er úti á túni, á meðan sá reynir að veiða leyniorðin upp úr þeim svo þeir fatti það ekki,“ útskýrir hann og bætir við að Out of the Loop sé í ætt við tölvuleikinn Spyfall sem sumir íslenskir „spilarar“ ættu að kannast við.

„Í rauninni jafnast þó ekkert á við að að sjá fólk hlæja og skemmta sér í leiknum sem maður bjó til.“

Out of the Loop hlaut á dögunum viðurkenningu frá Copenhagen Game Collective.

Out of the Loop hefur verið í þróun í níu mánuði og er annar leikurinn sem Sigursteinn og Torfi Ásgeirsson, félagi hans og meðeigandi leikjafyrirtækisins Tasty Rook, senda frá sér. Fyrri leikur þeirra félaga, spæjaraleikurinn Triple Agent, er að sögn Sigursteins í svipuðum stíl og Out of the Loop en hann komst líka inn á sömu sýningu í fyrra og hefur hlotið góðar viðtökur. „Triple Agent hefur verið sýndur á þónokkrum hátíðum erlendis og frægur YouTube- gagnrýnandi, Totalbiscuit, valdi hann sem einn af tíu bestu leikjum ársins í fyrra, en það er svolítið magnað að vita til þess að leikur sem maður bjó til sé spilaður 2000 sinnum á dag,“ segir hann og brosir.

Spurður hvaða þýðingu þátttaka á Nordic Game Conference komi til með að hafa fyrir Out of the Loop og fyrirtækið Tasty Rook, segir Sigursteinn að þeir Torfi séu þessa dagana á fullu að kynna leikinn og viðurkenningar af þessu tagi hjálpi klárlega til. „Auðvitað er alltaf ótrúlega gaman þegar það sem maður er að gera vekur áhuga og hrifningu en í rauninni jafnast þó ekkert á við að að sjá fólk hlæja og skemmta sér í leiknum sem maður bjó til,“ segir hann glaður.

Aðalmynd: Sigursteinn Gunnarsson og Torfi Ásgeirsson, meðeigendur leikjafyrirtækisins Tasty Rook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -