Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Nína Dögg leikur móður Júlíu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir er gengin til liðs við Þjóðleikhúsið og mun leika tvö stór hlutverk á leikárinu, í Jólaboðinu og Rómeó & Júlíu.

Nína Dögg lék Júlíu í rómaðri uppsetningu Vesturports sem sýnd var víða um heim árum saman en að þessu sinni eftirlætur hún Ebbu Katrínu Finnsdóttur hlutverk Júlíu en tekur sjálf við hlutverki móður hennar, Lafði Kapúlet.

Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir verkinu en hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum. Sigurbjartur Sturla Atlason fer með hlutverk Rómeós.

Rómeó & Júlía verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu þann 18. nóvember.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -