• Orðrómur

Ný herferð til að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Icelandair og Air Iceland Connect settu í dag nýja markaðsherferð af stað. Yfirskriftin er: „Kynnumst upp á nýtt!“. Markmið hennar er að hvetja Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar.

Um er að ræða pakkaferðir til Akureyrar, Egilsstaða, Ísafjarðar og Reykjavíkur. Þannig verður boðið upp á flug, bíl og gistingu á sérkjörum auk þess sem viðskiptavinir munu njóta afslátta í samstarfi við fjölmarga ferðaþjónustuaðila víða um land. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair um herferðina.

Herferðin mun standa til 31. ágúst.

- Auglýsing -

Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustusviðs Icelandair, kveðst verða þess vör að landsmenni hafi áhuga á að kynnast landinu upp á nýtt í sumar.

„Við finnum fyrir miklum vilja hjá landsmönnum til að kynnast landinu upp á nýtt og ferðast innanlands í sumar. Því höfum við lagt upp í þessa herferð í samstarfi við fjölmarga samstarfsaðila víða um land sem eru vel í stakk búnir til að taka á móti gestum í sumar. Íslendingar kunna að gera það besta úr aðstæðunum hverju sinni og við viljum nýta þau tækifæri sem nú gefast til að bjóða landsmönnum upp á aukin þægindi við ferðalög innanlands. Hér er allt til staðar, flugvélar, bílaleigubílar, hótel og óteljandi afþreyingarmöguleikar, svo ekki sé minnst á okkar fallegu náttúru,“ er haft eftir Birnu.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -