Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Nýtt íslenskt flugfélag með aðkomu Keahótela?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skúli Mogensen og eigendur Keahótela í viðræðum.

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri flugfélagsins WOW air, hefur í vikunni fundað með eigendum Keahótela. Vill forstjórinn fá eigendurna með í stofnun nýs flugfélags á grunni WOW, en frá þessu var greint í kvölfréttum á RÚV.

Eftir að WOW air varð gjaldþrota í síðasta mánuði hefur Skúli leitað fjármögnunar fyrir nýtt flugfélag upp á 40 milljónir dala, eða jafnvirði um 4,8 milljarða króna, til þess að standa straum af rekstri félagsins fyrstu misserin. Stendur til að reka lággjaldastefnu í líkingu við þá sem WOW air rak, áður en félagið varð gjaldþrota í síðasta mánuði.

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að nýja félagið muni til að byrja með reka fimm Airbus-farþegaþotur og sinna leiguverkefnum fyrir stórt evrópskt flugfélag. Samkvæmt frétt Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsis fyrr í mánuðinum munu Skúli og aðrir sem koma að stofnun nýja félagsins eiga 51 prósents hlut í nýja félaginu á meðan þeir fjárfestar sem leggja félaginu til 40 milljónir dala munu eiga 49 prósenta hlut.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV átti Skúli nú fund með fulltrúum eigenda Keahótelanna í byrjun þessarar viku. „Bandaríska fjárfestingarfélagið PT Capital í Alaska á helming í félaginu K acquisition sem á Keahótelin. Hótelin eru ellefu, meðal annars nýja Exeter-hótelið við Tryggvagötu, Hótel Borg, Apótek hótel og Hótel Kea. PT Capital á ekki aðeins hlut í Keahótelunum heldur á líka stærstan hlut í Nova og hefur átt síðan síðla árs 2016,“ segir í frétt RÚV, en ekki hefur náðst í Skúla vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -