Nóttin hjá lögreglunni litaðist nokkuð af konum í annarlegu ástandi. Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í Hlíðunum. Hún reyndist vera ósjálfbjarga og skert af viti. Hún var handtekin og læst inni í fangaklefa uns ástand hennar skánar. Nokkru síðar varð önnur kona í svipuðu ástandi á leið lögreglunnar í Múlunum. Lögreglan kom henni til bjargar. Óljóst er hvort um var að ræða tengd atvik eða hvað konurnar innbyrtu sem kom þeim út úr öllu korti. Svipað atvik kom upp í Kópavogi þar sem karl var ruglaður af neyslu. Vinur hans var á staðnum og kvaðst myndu koma honum heim.
Tilkynnt var um yfirstandandi innbrot, annað í miðborginni en hitt í austurborginni. Tilkynningarnar komu með stuttu millibili og því í nógu að snúast hjá laganna vörðum.
Tilkynnt um hjólreiðaslys í Kópavogi þar sem tveir skullu saman. Ekki liggja fyrir upplýsingar um áverka eða afleiðingar slyssins.
Meintir misyndismenn sáust á ferli í Mosfellsbæ og í Kópavogi í nótt. Lögreglan mætti á báða staði en allt var með kyrrum kjörum og hinir grunsamlegu voru horfnir inn í bjarta sumarnóttina.