Laugardagur 15. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Ríkisstjórnin kynnir næstu aðgerðir – „Náttúran fer ekkert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boða til blaðamannafundar í dag klukkan 16.00 þar sem annar aðgerðapakki vegna efnahagslegra áhrifa COVID-19 faraldursins verður kynntur.

Í þeim pakka verður m.a. fjallað um aðgerðir sem snerta ferðaþjónustuna. „Framtíð ferðaþjónustunnar er björt,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra í samtali við morgunútvarp Rásar 1 og 2 í morgun.

Hún viðurkennir að það kunni að hljóma undarlega þegar hún segir framtíðina verða bjarta hvað ferðaþjónustu varðar en hún segir innviði og náttúru landsins ekki fara neitt.

„Náttúran fer ekkert,“ sagði Þórdís sem er bjartsýn á að það muni ganga vel að markaðssetja Ísland sem áfangastað þegar hægt verður að taka á móti ferðamönnum á nýjan leik. Hún benti á að Ísland sé öruggur staður til að koma á og hér sé mikil víðátta þannig að auðvelt sé að ferðast um landið án þess að vera í mikilli nálægð við margt fólk.

„Það verða margir fyrir vonbrigðum og þetta verður sársaukafullt og þetta verður erfitt,“ sagði Þórdís spurð nánar út í næstu aðgerðir. Hún viðurkennir að ekki verði hægt að gera öllum til geðs hvað aðgerðirnar varðar.

Bjarni Benediktsson, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, greindi frá því þann 11. mars að hann hefur áhyggjur af ferðaþjónustunni vegna útbreiðslu COVID-19. Hann sér fyrir sér að setja stórt markaðs- og auglýsingaátak af stað þegar ástandið batnar með það að markmiði að auglýsa Ísland sem áfangastað og kalla ferðamenn til landsins. „Ferðaþjónustan mun finna fyrir áhrifum vegna atburðanna,“ sagði hann þegar hann kynnti áætlanir ríkisstjórnarinnar um miðjan mars.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Óvissan er mikil“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -