Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Röntgen opnar aftur í dag með breyttu sniði – Grilluð samloka til bjargar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ásgeir Guðmundsson, einn eigenda barsins Röntgen, segir að með breyttu sniði verði hægt að opna Röntgen aftur í dag, miðvikudag, en staðurinn hefur verið lokaður síðan 23. mars, frá því að hert samkomubann tók gildi og eigendum kráa og skemmtistaða var gert að loka þeim.

Þetta breytta fyrirkomulag felur í sér að nú verður boðið upp á grillaðar samlokur á Röntgen og þannig verður hægt að hefja rekstur á nýjan leik. „Með því að breyta starfseminni og setja upp popup-veitingastað með einföldum matseðli þá getum við opnað aftur“. Hann segir matseðilinn vera einfaldan en „geggjaðan“ en á honum er grilluð samloka.

Hann segir að það sjái varla fyrir endann á ástandinu og því hafi góð ráð verið dýr. Þess vegna hafi verið ráðist í breytingar á rekstrinum. „Yfirleitt er ekki hollt fyrir svona ungan stað að ráðast í breytingar en núna eru góð ráð dýr.“

Hann tekur fram að Röntgen er með veitingahúsaleyfi en staðurinn hefur verið rekinn sem bar hingað til.

Sjóður og samvinnuþýðir birgjar komið sér vel

Ásgeir segir að Röntgen hafi notið mikilla vinsælda síðan hann var opnaður í nóvember í fyrra og að reksturinn hafi gengið vel frá fyrsta degi. „Við áttum smásjóð til að lifa þetta samkomubann af en núna þurfum við að vera kreatífir,“ segir Ásgeir. Hann tekur fram að þegar Röntgen verður opnaður aftur með breyttu sniði þá verður áhersla lögð á að framfylgja öllum sóttvarnarreglum.

- Auglýsing -

Ásgeir segir birgja og samstarfsaðila Röntgen hafa sýnt ástandinu skilning og það hafi komið sér vel. „Flestallir hafa verið samvinnuþýðir, örugglega af því að þeir sjá bjarta framtíð fyrir þennan stað og við höfum vandað til verka.”

Róleg stemning fyrir miðnætti

Nokkrir rekstraraðilar skemmtistaða og kráa hafa gagnrýnt það að í samkomubanni fái veitingahús að halda starfsemi sinni áfram með ákveðnum takmörkunum en það sama á ekki við um staði sem eru skilgreindir sem krár eða skemmtistaðir.

- Auglýsing -

Sjá einnig: „Fólk er ekkert öruggara á veitingastöðum en á skemmtistöðum og krám“

„Ég hef fulla samúð með þeim sem sjá ekki fram á að opna reksturinn sinn á næstunni. Ég viðurkenni að það er erfitt að skilja rökin fyrir að skemmtistaðir eru teknir út fyrir sviga. Ég skil markmiðið og hættuna við að það sé erfiðara að framfylgja sóttvarnarlögum þegar ölvunarstigið er orðið meira. En maður sér ekki muninn á því að drekka bjór á krá eða veitingastað. Það er líka jafnan lengri viðvera fólks á veitingastöðum heldur en á börum, fólk fær sér kannski fordrykk, vín með matnum og svo kokteil í eftirrétt á veitingastöðum,“ segir Ásgeir.

„Það byrjar nefnilega enginn að dansa fyrir miðnætti.”

„Svo hef ég heyrt út undan mér að fólk sé hrætt um að smithætta aukist þegar fólk fer að stíga dans á skemmtistöðum, en ef krár og skemmtistaðir myndi verða lokað klukkan 23.00 líkt og veitingastöðum þá er engin hætta á að þetta verði vandamál. Það byrjar nefnilega enginn að dansa fyrir miðnætti,” segir Ásgeir og hlær.

Hann segir stemninguna á Röntgen alla jafna vera rólega fyrir miðnætti. „Fólk situr yfirleitt í makindum sínum fyrir miðnætti og gæðir sér á kampavíni, fallegum kokteil eða ísköldum bjór. Það er ekki fyrr en eftir miðnætti sem það myndast meiri skemmtistaðastemning og svolítið dansgólf.“

Sjá einnig: „Óskiljanlegt“ að fólk fái að drekka bjór á veitingastöðum en ekki á krám

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -