Þriðjudagur 10. september, 2024
5 C
Reykjavik

Sagt upp störfum vegna samlokuþjófnaðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Háttsettum starfsmanni hjá bandaríska bankanum Citigroup var sagt upp störfum í síðasta mánuði vegna gruns um samlokuþjófnað.

Starfsmaðurinn, hinn 31 árs Paras Shah, vann á fjárfestingasviði bankans. Í frétt BBC um málið kemur fram að hann sé grunaður um að hafa lagt það í vana sinn að stela samlokum úr matsal útibús bankans í London í Canary Wharf-byggingunni, þar sem hann starfaði. Shah hafði starfað frá bankanum frá árinu 2017.

Í fréttum um málið kemur ekki fram hversu lengi Shah er grunaður um að hafa stundað samlokustuld á vinnustað sínum.

Yfirmenn Citigroup hafa neitað á tjá sig um málið við fjölmiðla síðan málið kom upp.

Þess má geta að í frétt BBC er áætlað að starfsmaður í þeirri stöðu sem Shah gegndi hjá bankanum sé með í kringum 163 milljónir krónur í árslaun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -