Fimmtudagur 22. febrúar, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Sakar Dag um að svíkja loforð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Baldursdóttir segir Dag. B. Eggertsson ekki hafa efnt loforð um að taka á vanda Landspítalans.

„Á þeim degi sem meirihlutinn kynnti sáttmála sinn mætti ég á svæðið og spurði hvort til stæði að leysa mannekluvanda gaf borgarstjóri loforð um að taka ætti á biðlistum í félagslegri heimaþjónustu og hjúkrun. Nú eru liðin tvö ár og enn er staðan grafalvarleg,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, á Facebook.

Með færslunni deilir Kolbrún grein af RÚV þar sem greint er frá því að hátt á annað hundrað aldraðir einstaklingar liggi nú á ýmsum deildum Landspítala og bíði eftir að komast á hjúkrunarheimili.

Kolbrún segir Landspítalann vera dýrasta hjúkrunarheimili landsins. Ekki hafi tekist að manna stöður heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Launin séu ekki til að hrópa húrra yfir og hér séu um að ræða álagsstörf. Það sé borgarmeirihlutans að gera þessi störf meira aðlaðandi svo fólk vilji vinna þau. „Það loforð sem gefið var fyrir ári að taka á þessum málum hefur ekki verið efnt,“ skrifar Kolbrún, sem er mikið niðri fyrir.

Hún deilir ennfremur mynd af því þegar meirihlutinn birti sáttmála sinn og Kolbrún mætti á svæðið til að spyrja hvort til stæði að leysa mannekluvanda heimaþjónustu og heimahjúkrunar í Reykjavík. „Borgarstjóri sagði já,“ segir Kolbrún, „en samkv. fréttum eru nú 200 manns fastir á Landspítala. Megnið af þeim með lögheimili í Reykjavík.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -