• Orðrómur

Samkaup færir út kvíarnar: Pizzastaður í Lágmúla

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Samkaup verslunarkeðjan sem rekur verslanir undir nöfnum Nettó, Iceland, Samkaup Strax, Krambúð og Kjörbúðin, hefur nú fengið leyfi til að opna pizzastað að Lágmúla 7.

Um er að ræða húsnæði á tveimur hæðum við hlið verslunar Nettó, sem opnaði 24. maí í fyrra.

Í húsnæðinu var Vídeóhöllin um árabil, en hún lokaði í lok nóvember árið 2012, seinna var undirfataverslunin Mary Carmen í húsnæðinu, en það hefur staðið autt um nokkurn tíma.

- Auglýsing -

Umsókn Samkaup var samþykkt á fundi byggingarfulltrúa á þriðjudag:

Umsókn nr. 57347 (01.26.130.2)
571298-3769 Samkaup hf.
Krossmóa 4 260 Njarðvík
44. Lágmúli 7, Innrétta pizzastað
Sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN055656 þannig að innréttaður verður pizzastaður á tveimur hæðum, veitingarstaður í flokki ll, tegund c, veitinga- og greiðasala, fyrir mest 70 gesti, bæta við flóttaleið út á þak, setja upp pallalyftu á milli hæða og koma fyrir skorsteinum fyrir ofn og grill á þaki millibyggingar, mhl. 03 á lóð nr. 7 við Lágmúla.
Stækkun: 46.4 ferm., 264.3 rúmm.
Gjald kr. 11.200

Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010.
Skilyrt er að ný eignaskiptayfirlýsing sé samþykkt fyrir útgáfu byggingarleyfis, henn verði þinglýst eigi síðar en við lokaúttekt. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Þórdís Kolbrún gjörsigraði:- Haraldur sagðist hætta

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sigraði í próf­kjöri flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi....

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -