Fimmtudagur 11. apríl, 2024
6.8 C
Reykjavik

Segja Icelandair verða að ganga til samninga við starfsfólk sitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ASÍ segir Icelandair ekki hafa val um annað en að ganga til samninga við starfsfólk.

„Icelandair er nauðugur sá kostur að virða sitt starfsfólk og ganga til kjarasamninga við stéttarfélög þeirra ef fyrirtækið ætlar að vera húsum hæft í íslensku samfélagi,“ segir í yfirlýsingu sem var send út eftir fund forsetateymis ASÍ ásamt formönnum fjögurra stéttarfélaga í gær. Þar var farið yfir stöðuna í kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ.

Í yfirlýsingunni segir að orð Icelandair um að annara leiða verði leitað frekar en að ljúka megi samningum við FFÍ megi túlka sem hótanir. Þessi orð megi skilja sem svo að félagið ætli að virða leikreglur á íslenskum vinnumarkaði að vettugi.

Eru stjórnvöld hvött til að styðja ekki Icelandair með sameigingum sjóðum nema réttindi starfsfólks séu virt. Ljóst sé að það sé ekki í þágu íslensks starfsfólks að lífeyrir sé notað til að styðja fyrirtæki sem grefur undan samningsrétti og lífskjörum launafólks. Ekki verði séð hvernig lífeyrissjóðir geta virt eigin siðareglur og fjárfestingarstefnu en um leið tekið þátt í hlutafjárútboði félags sem grefur undan hagsmunum launafólks á íslenskum vinnumarkaði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -