Laugardagur 20. júlí, 2024
11.8 C
Reykjavik

Selja ímynd Íslands fyrir milljarða

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslensk orkufyrirtæki selja erlendum fyrirtækjum upprunavottorð fyrir íslenska endurnýjanlega orku. Vottorðin hafa kallast syndaaflausnir enda hreinsa fyrirtækin sig af því að nota mengandi eða óendurnýjanlega orkugjafa.

Íslensk orkufyrirtækið hafa gefið út og selt upprunaábyrgðir fyrir íslenskri raforku í að verða sjö ár. Tekjurnar nota fyrirtækin til að efla framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Salan á ábyrgðunum veldur því að hlutfall kjarnorku-, kola- og jarðefnaeldsneytis er hátt í orkunotkun Íslendinga. Fyrirtækin íslensku þurfa í staðinn að taka á sig mikla kolefnislosun og geislavirka mengun. Til að eyða því út kaupa þau sjálf upprunaskírteini til að hreinsa merki um mengandi orkugjafa úr bókum sínum.

Ekki liggur fyrir hvað orkufyrirtækin hafa selt upprunaábyrgðir fyrir háar fjárhæðir og enginn heldur utan um þær fjárhæðir. Þeir sem Mannlíf hefur rætt við segja upphæðirnar líklega hlaupa á milljörðum króna. Verðið hefur sveiflast talsvert í gegnum tíðina. Sem dæmi hefur verð upprunaábyrgða Landsvirkjunar lækkað verulega frá því byrjað var að selja upprunaábyrgðir árið 2011. Undir lok árs 2015 var megavattstundin á 10 evrusent. Í byrjun árs 2016 var hún komin upp í 30 evrusent. Þegar verðið var hvað hæst fór megavattsstundin upp í 2 evrur. Búist er við því að átak í loftslagsmálum muni valda því að verðið hækki töluvert í viðbót.

Upprunaábyrgðirnar hafa af sumum verið kallaðar syndaaflausnir enda eru þær notaðar til að uppfylla ýmis skilyrði um markmið í loftslagsmálum. Bæði notendur raforku hér og í Evrópu geta með ábyrgðunum fengið raforkunotkunina vottaða sem endurnýjanlega samkvæmt alþjóðlegum staðli og standa við markmið í umhverfisstefnu sinni.

Salan hefur verið gagnrýnd þar sem mengandi úrgangur og orkugjafar koma fram í bókum íslensku orkufyrirtækjanna. Hlutur mengandi og óendurnýjanlegra orkugjafa hefur aukist jafnt og þétt í raforkuhluta Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Orkustofnun voru kol, olía og gas um 58% af raforkuhluta Íslands, kjarnorka var 29% og endurnýjanleg orka aðeins 13%. Gagnrýnendur segja sölu syndaaflausna spilla ímynd Íslands sem hreins lands og hafa hvatt til þess af sölunni ábyrgðanna verði hætt. Fram kom meðal annars í Bændablaðinu árið 2015 að stjórnmálamenn væru undrandi yfir sölunni og teldu rétt að hætta henni.

Segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgða skila sér út í samfélagið
Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir sölu upprunaábyrgða jákvæða fyrir framleiðendur grænnar orku. „Sala upprunaábyrgða gengur út á að styrkja framleiðendur grænnar orku svo þeir fái hærra verð fyrir hana. Þannig verður græn orka sífellt samkeppnishæfari og fleiri kjósa að kaupa hana fram yfir jarðefniseldsneyti þar sem við á,“ segir Páll.

- Auglýsing -

Páll segir gjaldeyristekjurnar af sölu upprunaábyrgðanna hér á landi skila sér út í samfélagið allt og þær séu hvati fyrir framleiðendur um allan heim að halda áfram að fjárfesta í grænum lausnum og framleiðslu á endurnýjanlegri orku. Þannig minnki hlutur jarðefniseldsneytis smám saman og það sé jákvætt fyrir alla.

Áherslan í loftlagsmálum í heiminum vegna Parísarsamningsins frá 2015 getur aukið eftirspurn eftir upprunaábyrgðunum á heimsvísu. Á meðan upprunaábyrgðir frá Íslandi eru í boði eru þær gjaldeyrisskapandi fyrir íslenskt samfélag og um leið tökum við þátt í þessu hvatakerfi, sem á uppruna sinn í Kyoto-samningnum.
„Í umhverfisstöðlum samtímans er sífellt meiri krafa um upprunavottanir og sönnun á virðiskeðjuna. Við sjáum það í allri framleiðslu og raforkan er þar ekki undanskilin.“

En skaðar sala upprunaábyrgða ímynd Íslands sem land hreinnar orku?
„Við teljum ekkert benda til þess,“ segir Páll. „Við getum litið til Noregs í því sambandi. Þeir er meðal stærstu framleiðenda hreinnar raforku í heiminum og um leið umsvifamiklir í sölu upprunaábyrgða. Noregur hefur samt jákvæða ímynd og aðdráttarafl sem land grænnar raforkuframleiðslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -