Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Sema Erla um nýja landsliðsbúninginn: „Puma styður við stríðsglæpi, aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Knattspyrnusamband Íslands (KS’I) hefur gert sex ára samning við PUMA um búninga fyrir landsliðin. Fjallað hefur verið um málið á meðal íþróttamanna og sýnist sitt hverjum um búningana eftir að mynd lak á netið af Guðna Bergssyni formanni KSÍ og starfsmanni Puma ásamt treyju, sem líklega er nýr búningur Íslands. Búninginn á samkvæmt öllu að frumsýna í júlí.

Ein þeirra sem er á móti þessum tíðindum er Sema Erla Serdar, stofnandi hjálparsamtakanna Solaris, sem er móti framleiðanda búningsins.

„Íþróttir hafa mátt til þess að umbreyta okkur og valdefla“ segir á vef PUMA, sem KSÍ – Knattspyrnusamband Íslands hefur gert sex ára samning við um landsliðsbúninga. Næstu sex árin (amk.) mun íslenska landsliðið spila undir merkjum Puma, eins stærsta íþróttavöruframleiðanda heims. Það er merkilegt, en ekki af þeirri ástæðu sem flestir halda,” segir Sema Erla í færslu sinni á Facebook.

Puma eini alþjóðlegi styrktaraðili ísraelska knattspyrnusambandsins

„Það sem er merkilegt við Puma, sem segist meðal annars stuðla að „alþjóðlegu jafnrétti“ og „samfélagslegum umbótum“ er að fyrirtækið er eini alþjóðlegi styrktaraðili ísraelska knattspyrnusambandsins. Það þýðir, samkvæmt Human Rights Watch, að Puma styrkir starfsemi (amk. sex) knattspyrnuliða sem starfa í ólöglegum ísraelskum landnemabyggðum, á landi sem stolið var af palestínsku þjóðinni. Landnemabyggðir eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum og eru stríðsglæpur,“ segir Sema Erla og bætir við að Puma sé þar að auki á lista Sameinuðu þjóðanna, sem kom út fyrr á þessu ári, yfir fyrirtæki sem starfa á ólöglegum landránsbyggðum ísraela á landsvæði sem áður tilheyrði Palestínu. Á landsvæði þar sem áður bjuggu palestínskar fjölskyldur, á landsvæði þar sem palestínsk heimili voru jöfnuð við jörðu til þess að hægt væri að búa til heimili fyrir ísraela. Puma starfar undir leyfinu Delta Galil Industries á stolnu landsvæði í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum og hagnast af stolnum auðlindum.

Segir Puma hagnast á hernámi ísraela

- Auglýsing -

„Þetta þýðir að Puma styrkir hvítþvott ísraelskra stjórnvalda í gegnum íþróttir og er með starfsemi á landi sem tilheyrir þeim ekki (og ekki Ísrael heldur) og nýtir sér auðlindir sem eru ekki þeirra (eða ísraela) í hagnaðarskyni. Þetta þýðir að Puma hagnast beint af áratugalöngu hernámi ísraela, landráni þeirra og mannréttindabrotum þeirra á palestínsku þjóðinni,“ segir Sema Erla. „Það þýðir að þrátt fyrir yfirlýsingar um „valdeflingu, alþjóðlegt jafnrétti og samfélagslegar umbætur“ er raunveruleikinn sá að Puma styður við stríðsglæpi, aðskilnaðarstefnu og þjóðernishreinsanir ísraelskra stjórnvalda á palestínsku þjóðinni. Undir þeirra merkjum ætlar íslenska landsliðið í knattspyrnu að spila næstu sex ár.“

Óskandi að KSÍ hefði valið annan samstarfsaðila

„Það er alveg ótrúlega sorglegt. Þetta er ekkert leyndarmál og þetta á Knattspyrnusamband Íslands að vita. Það hefði verið óskandi að KSÍ hefði valið sér samstarfsaðila sem virðir alþjóðalög, ber virðingu fyrir mannslífi, stuðlar að mannréttindum og býr yfir siðferði og sómakennd. Þess í stað valdi KSÍ sér Puma,“ segir Sema Erla.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -