Sunnudagur 14. júlí, 2024
12.4 C
Reykjavik

Sex manns fangelsaðir eftir líkamsárás – Dólgar og ófriðarseggir héldu kyrru fyrir óveðrinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Uppnám varð á svæði Grafarvogslögreglu þegar upp kom árásarmál sem fjöldi manns átti þátt í sem gerendur. Alls voru sex manns handteknir og læstir inni í fangaklefum í þágu rannsóknarinnar. Það skýrist svo með nýjum degi hvert framhald málsins verður.

Fyrir utan þá sem handteknir voru í ársásarmálinu voru fjórir til viðbótar vistaðar í fangageymslum vegna ýmissa mála.

Þrír ökumenn voru kærðir fyrir akstur undir áhrifum vímugjafa af ýmsu tagi.

Í austurborginni var gerð tilraun til að fremja rán þegar ráðist var á einstakling. Gerendur höfðu ekkert uppúr krafsinu en þolandi fluttur á slysadeild til aðhlynningar

Almennt séð var rólegt yfir miðborginni, að sögn lögreglu. Líklega skýring er sú að ófriðarseggir og dólgar héldu kyrru fyrir í óveðrinu sem gekk yfir.

Á svæði Kópavogslögreglunnar var tilkynnt um bifreið sem ók á móti umferð. Ökumaðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og hélt áfram að brjóta umferðarlög. Hann ók utan í tvær bifreiðar og olli skemmdum. Óljóst er hverjar málalyktir urðu þar sem lögregla var enn að störfum þegar atvikið var fært til bókar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -