Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Sigurður efast um lagaheimildir Seðlabankastjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bankaráð Seðlabanka Íslands hefur óskað eftir skýringum bankans á samningi sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði fyrir hönd bankans við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.

 

Kemur þetta fram í Fréttablaðinu í dag.

Líkt og komið hefur fram í fréttum undirrituðu Már og Ingibjörg samning um að bankinn greiddi Ingibjörgu námsstyrk, rúmar 18 milljónir króna, árunum 2016 og 2017.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og bankaráðsmaður, sá samninginn fyrst á þriðjudaginn eftir að hann var afhentur Ara Brynjólfssyni blaðamanni Fréttablaðsins.

„Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en eins og málið horfir við mér þá tel ég að þessi samningur sé mjög óeðlilegur. Hann er úr öllu hófi samkvæmt öllum hefðbundnum mælikvörðum,“ segir Sigurður Kári og bætir við að hann efast um að lagaheimild hafi verið til staðar. „Ég hef miklar efasemdir um að seðlabankastjóri hafi á þessum tíma haft heimild samkvæmt lögum til að gera þennan samning.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -