Sunnudagur 14. apríl, 2024
-1.9 C
Reykjavik

Skrýtið að fá skipanir frá konu í eldhúsinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrefna Sætran varð fljótlega vaktstjóri í eldhúsinu þegar hún gekk til liðs við Sjávarkjallarann eftir að hún útskrifaðist. Mönnum hafi hins vegar þótt skrítið að fá skipanir frá konu í eldhúsinu.

„Ég vann mig síðan upp í það að verða yfirkokkur og eigandinn sagði mér seinna að það hefði tekið hann mjög langan tíma að átta sig á því að það ætti að hlusta á þessa konurödd sem væri að skipa fyrir í eldhúsinu, það var enginn vanur því, hvorki hann né aðrir. Þessi eigandi Sjávarkjallarans er reyndar meðeigandi minn í dag og það var hann sem kom til mín einn daginn fyrir tólf árum og spurði hvort ég vildi enn þá opna veitingastað. Ég hélt það nú og til varð Fiskmarkaðurinn sem við rekum enn í dag.“

Þessi saga af viðbrögðum við konu sem stjórnanda í eldhúsinu vekur upp spurninguna um hvort Hrefna hafi upplifað eitthvert mótlæti í geiranum vegna þess að hún er kona. Hún vill sem minnst gera úr því.
„Það gerðist aldrei eftir að maður fór að vinna með fólki,“ segir hún ákveðin. „Maður þurfti auðvitað alltaf að sanna sig í byrjun fyrir þeim sem maður var að vinna með, en það var aðallega fólk sem maður þurfti að eiga samskipti við utan eldhússins sem átti erfitt með þetta. Ég man sérstaklega eftir einum manni sem ég þurfti oft að tala við og hann bað sífellt um að fá að tala við yfirkokkinn og tók ekkert mark á mér þegar ég sagði að það væri ég. Körlunum sem ég var að vinna með fannst hins vegar bara voða gaman að fá konu í eldhúsið og töluðu oft um hvað það breytti umræðunni á vaktinni að þar væru ekki bara karlar. Þetta var búið að vera nánast hreinræktað karlasamfélag svo lengi að ég held í alvöru að allir hafi verið ánægðir með að það breyttist.“

Ég man sérstaklega eftir einum manni sem ég þurfti oft að tala við og hann bað sífellt um að fá að tala við yfirkokkinn og tók ekkert mark á mér þegar ég sagði að það væri ég.

Síðan Hrefna Rósa kom fram á sjónarsviðið sem kokkur hefur konunum í stéttinni þó fjölgað töluvert og hún er að vonum ánægð með það.
„Það er allavega orðið mun meira af sýnilegum konum í kokkastéttinni,“ segir hún. „Það eru til dæmis nokkrar konur í kokkalandsliðinu, ég held þær séu orðnar helmingur af liðinu, en það endurspeglast ekki í eldhúsum veitingahúsanna, það er meira valið í liðið til að passa upp á að kynjahlutföllin séu ekki óhagstæð.“

Ítarlegt viðtal við Hrefnu Rósu birtist í Mannlífi á föstudagin og má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -