Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Sólveig Anna hvetur flugmenn til að taka ekki þátt í svívirðilegri framkomu Icelandair

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Eflingar gagnrýnir harkalega ákvörðun Icelandair að segja upp flugfreyjum og láta flugmenn tímabundið starfa sem öryggisliða um borð í vélum sínum.

„Ég hef aldrei vitað annað eins: Karlar ætla að ganga í störf kvenna sem verða fyrir eins ógeðslegri framkomu og hægt er að hugsa sér, eru reknar úr starfi eins og eitthvað drasl, þrátt fyrir ára og áratuga starfsferil. Karlarnir ætla um leið og þeir taka þátt í svívirðunni að fela sig á bak við samfélagslega ábyrgð, að hér verði bara að tryggja samgöngur stöðvist ekki,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um ákvörðun Icelandair að slíta viðræðum við Flugfreyjufélag Íslands, FÍÍ, reka þær flugfreyjur sem eftir starfa hjá félaginu og fela flugmönnum að ganga tímabundið í störf þeirra.

„Ég vona af öllu hjarta að félagsmenn í Fé­lagi ís­lenskra at­vinnuflug­manna sjái hversu ömurlegt það er að standa ekki með flugfreyjum,“  segir Sólveig Anna, sem tjáir sig um málið á Facebook, „og taki ekki þátt í að hjálpa Icelandair að komast upp með svívirðilega framkomu með því að ganga í störf samstarfsfólks síns. Ef þeir standa ekki í lappirnar hér er skömm þeirra mikil.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -