Sunnudagur 19. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sparnaður fyrir þig og umhverfið – Fjölnota þægindi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hægt er að spara sér dágóðar upphæðir með því að nota fjölnota taubindi, buxnahlífar og hreinsiskífur. Það er heilnæmara og fer mikið betur með umhverfið. Mannlíf kíkti í heimsókn til Berglindar S. Heiðarsdóttur eiganda Laufa, sem saumar og hannar fjölnota tíðavörur og hreinsiskífur.

 

Sparnaður og umhverfisvernd eru Mannlífi hugleikin. Þegar kemur að því að fólk fari á sínar mánaðarlegu blæðingar, er hægt að spara, vernda viðkvæma húð og umhverfið. Það er ekkert nýtt að konur skipti út einnota dömubindum og buxnainnleggjum, í fjölnota taubindi. Umræðan er samt sem áður mjög mikilvæg og þörf. Mörgum þykir tilhugsunin um að þvo og nota taubindi ekki spennandi og leggja ekki í að prófa. Það er þó þannig að fólk sem hafa látið sig hafa það að prófa, hefur fæst skipt aftur yfir í einnota. Hér erum við að fara aftur til fortíðar en þá var talað um að konur hefðu á klæðum, notuðu efni og sérstakar tuskur sem dömubindi, gæðin eru auðvitað talsvert meiri í dag en þá. Ýmsar umhverfisvænar tíðarvörur eru á markaðnum en ásamt taubindum eru til dæmis til sérstakar túrnærbuxur, sem fólk getur klæðst á þessu tilmabili. Álfabikarinn er líka vinsæll hjá mörgum en talsverður fjöldi þeirra sem nota bikar kjósa að nota taubindi samhliða, öryggisins vegna.

 

Berglind S. Heiðarsdóttir, eigandi Laufa

 

Lauf

- Auglýsing -

Mannlíf heimsótti Berglind S. Heiðarsdóttur, hún er eigandi ,,einnar saumakonu fyrirtækis, “ eins og hún orðar það sjálf. Fyrirtækið hennnar heitir Lauf og sérhæfir sig í að sauma taubindi, buxnainnlegg og hreinsiskífur. Berglind byrjaði að sauma bindin fyrir sjö árum en þá aðallega fyrir sjálfa sig. Gaman er að segja frá því að Berglind byrjaði að sauma á saumavél sem hún keypti fyrir fermingarpeningana sína og overlock vél mömmu sinnar sem hún var með í láni. Saumaskapurinn vatt heldur betur upp á sig og í dag á hún þetta glæsilega  fyrirtæki. Berglind segist hafa lagt mikla vinnu í að finna bestu efnin í vörurnar og eru taubindin og hreinsiskífurnar hennar einungis gerð úr gæðaefnum. Hægt er að sjá mjög ítarlegar upplýsingar á Facebooksíðu Laufa hér.

 

Alltaf gaman að velja ný taubindi

 

- Auglýsing -

Persónuleg og fagleg þjónusta

Berglind veitir persónulega þjónustu við val á því hvað hentar hverjum og einum. Hún er reglulega með lageráfyllingar og tekur sérpanntanir þess á milli. Berglind er auðsjáanlega mjög vel að sér í þessum efnum og hugsar fyrir öllu, fagmennskan uppmáluð. Það er meðal annars hægt að fá handlituð velúr taubindi og hreinsiskífur hjá Lauf en Berglind handlitar það allt sjálf. Hún segir að stærstu kúnnahóparnir séu umhverfissinnar, taubleyjumömmur og fólk með viðkvæma húð. Margir vilja frekar kaupa vörur af litlum, heimilislegum framleiðendum, heldur en að kaupa þau fjöldaframleidd af stórum fyrirtækjum.

 

Allt handlitað af Berglind

 

Fjölnota hreinsiskífur Laufa

Fjölnota hreinsiskífurnar koma í stað bómullar. Með þeim er hægt að gera allt það sama og bómullin er notuð í, fyrir utan að hreinsa af sér naglalakk. Bæði sparast peningar þegar uppi er staðið og þetta er umhverfisvænn kostur. Hreinsiskífurnar fara einstaklega vel með húðina og hreinsa mun betur en venjuleg bómull. Berglind nýtir efnið sem verður afgangs, eftir að hún er búin að sníða bindin í skífurnar. Hreinsiskífur Laufa eru nú fáanlegar hjá Fermata vistvænni verslun

 

Handlitaðar hreinsiskífur

 

Umhverfi

Það er ekki bara umhverfisvænt að skipta út einnota vörum eins og dömubindum og bómullarskífum, heldur er það sparnaður líka. Þar að auki ertu ekki að ofbjóða húðinni á mjög viðkvæmu svæði með einnota bindum sem sum innihalda misgóð efni. Margir einstaklingar hafa óþol, jafnvel ofnæmi fyrir einnota bindum. Fyrir þann hóp er nauðsynlegt að geta valið eitthvað betra. Á lífsleiðinni notar ein kona að jafnaði 16.000 dömubindi eða tappa. Það þýðir að frá öllum konum á Íslandi (noti þær einnota) lenda 1.792.000.000 bindi í ruslinu, sem síðan fer í landfyllingu. Hér er miðað við tölur síðan 2017, konur á aldursbilinu 15 til 50 ára og meðal notkun þeirra á bindum frá upphafi blæðinga til enda. Ekki er inn í þessum tölum buxnainnlegg en sú tala er töluvert hærri.

 

Taubindi og hreinsiskífur

 

Sparnaður

Það er sparnaður til lengri tíma litið að skipta yfir í tauið en stofnkostnaðurinn getur verið nokkuð hár, ætli fólk sér að kaupa allt það magn sem þarf í einu. Berglind mælir þó alls ekki með því bæði vegna þess að það er mikilvægt að finna hvað hentar og hvað ekki og vegna kostnaðar, en mjög auðvelt er að skipta einnota út smátt og smátt. Það þarf ekki að vera allt eða ekkert eins og okkur Íslendingum hættir stundum til gera. Berglind segir það mjög algengt að fólk kaupi sér nokkur stykki í mánuði eða bara eins og efni leyfa í hverju tilviki. Það geta allir skipt óháð fjárhag, það eina er að það tekur þann sem minna á af aurum aðeins lengri tíma að kaupa allt sem þarf. Það má hins vegar benda á að það er lítið mál að þvo og þurrka taubindin, svo það er hægt að nota eitt stykki oftar en einu sinni í hverjum tíðarhring.

 

Handlituð taubindi

 

Heilsufar

Það hefur verið talað um það að verkir hafi minnkað sem og blæðingarnar eftir að farið var að  nota taubindin. Það eru fjölmargir sammála um og hafa losnað við síendurteknar þvagfæra- og sveppasýkningar jafnframt því sem óþol og ofnæmi haf kvatt eftir að notkun einnota binda var hætt.

 

Lauf bíður líka upp á poka undir bindin

 

 

Frábær kostur fyrir ungar konur

Stelpur sem þekkja ekkert annað en tau frá því þær byrjuðu á blæðingum og hafa lent í þeim aðstæðum að vera ekki með taubindi á sér þegar blæðingar hefjast og því þurft að nota einnota, skilja ekki í því að fólk vilji nota þau. Berglind segir að einnig sé talað um að þetta sé ekki eins og að vera með dömubindi, heldur líkara því að vera í hreinum nærfötum. Þægindin eru bara svo miklu meiri með notkun taubindia. Ungum stelpum þykir líka sport að geta valið úr litríkum og skemmtilegum efnum. Reyndar einskorðast það alls ekki við ungar stelpur því flestum þykir gaman að geta valið flott taubindi.

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -