Sunnudagur 19. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Steinunn Ólína er stolt af Verbúðinni: „Nú verða aðrir að þora og gera líka! Skilum skömminni!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona skrifaði nautsterka færslu á Facebook sem hefur fengið gríðarlega góðar undirtektir en yfir þúsund manns hefur líkað við hana og um 90 skrifað athugasemdir. Skrifar hún færsluna í tilefni þess að síðasti þáttur Verbúðar var sýndur á Rúv í gærkvöldi en Steinunn leikur einmitt prest í þáttunum vinsælu.

#verbúðin Nú hafa listamennirnir í Vesturporti gefið okkur Verbúðina. Rifið ofan af því djúpa sári sem kvelur Íslendinga og þeirri sáru skömm sem við berum í hjarta okkar.

Skömm á því fólki sem lét þetta gerast, skömmina yfir því að selja það sem var allra fyrir skyndigróða, skömmina yfir því að missa lífsviðurværi úr sjávarplássum hringinn í kringum landið, skömmina yfir því að hafa verið plötuð svo rækilega, skömmina yfir því hvernig farið var með foreldra okkar og vini, skömmina yfir því að hafa þegið og þurfa sumstaðar enn á Íslandi að vera með óbragð yfir því að þiggja brauðmola úr vösum landráðamanna. Því landráð eru það. Ísland var þessum mönnum ekki nóg, arðrán Samherja heldur áfram en nú hjá fátækum Afríkuþjóðum,“ skrifar Steinunn sem er þekkt fyrir kjarnyrt mál eins og færslan sannar. Hún heldur áfram.

„En hvað svo? Hverjir ætla nú að taka við keflinu? Listamenn hafa nú lagt sitt lóð á vogarskálina með rækilegri áminningu og ungt fólk á Íslandi spyr nú spurninga sem það hefði ekki gert ella!“

Segir Steinunn ennfremur að sitjandi ríkisstjórn muni ekkert gera, ofbeldið og arðránið haldi áfram.

„Því eitt er víst að sitjandi ríkisstjórn mun ekkert gera. Enginn áhugi á stjórnarskrárbreytingum. Ofbeldið og arðránið heldur áfram. Stórútgerðin mengar mest, græðir mest en greiðir minnst af gróðanum til samfélagsins. Svandís Svavarsdóttir ætlar nú að herða ennfrekar að strandveiðinni. Ekki mun þessi ,,græni“ flokkur setja nein viðurlög við mengandi starfsemi íslenskra stórútgerðarfyrirtækja sem eru enn með Dalvík og Akureyri í gíslingu. Þar sem skömminn er hvað megnust. Dalvík og Akureyri eru meiddir laxar í kvíum Samherja.“

- Auglýsing -

Aftur kemur Steinunn að skömminni.

„Enn sitjum við uppi með skömmina. Þurfum við ekkert að skila ÞESSARI skömm?
Nú þarf íslenska þjóðin að fara að opna munninn, segja frá, segja okkur sögurnar af því hvernig þetta var og er og skila þessari skömm.

Því ofbeldi var það og ofbeldi er það þegar fólk er svift lífsviðurværi sínu og sameign okkar færð í einkaeign ósvífinna manna sem ALDREI fá nóg og láta sér í léttu rúmi liggja að halda þjóðum í ofbeldisfullri ánauð.“

Lokaorð Steinunnar eru einstaklega sterk.

- Auglýsing -
„Íslenska þjóðin er einstæða móðirin Kristín Þóra Haraldsdóttir sem Harpa Nína Dögg Filippusdóttir bar út í lokaþætti Verbúðarinnar. Og þrællinn sem þiggur út hendi kúgarans. Sverrir Krull. Stórkostleg mynd af vandamálinu sem hér um ræðir. Listin, krakkar!

P.s Það var heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni. Ég er stolt af Vesturporti fyrir að þora og gera! Nú verða aðrir að þora og gera líka! Skilum skömminni!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -