Miðvikudagur 19. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sigurður Gísli stendur við tilboðið ef til hans yrði leitað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ef að þeir koma til baka og vilja bera saman einhverja kosti þá getur vel verið að ég myndi hugsa það, “ segir Sigurður Gísli Pálmason kaupsýslumaður spurður um það hvort tilboð hans standi enn um að fjármagna úr eigin vasa mat á stofnun sérstaks UNESCO-þjóðgarðs í Árneshreppi á Ströndum. Sveitastjórn hreppsins hafnaði á sínum tíma boði hans um að bera saman þjóðgarðsstofnun við áform um Hvalárvirkjun sem nú hefur verið slegið á frest um óákveðinn tíma.

Sjá einnig: „Við myndum svo sem ekki taka mikið pláss í Reykjavík“

Sigurður Gísli er sáttur með að virkjunarverkefnið fari nú á ís enda hafi ekki verið staðið rétt að málum í upphafi. Hann telur að hugsandi menn hafi á endanum séð að þarna væri ekki á vetur setjandi. „Í þessu tilfelli var samanburðarkosturinn svokallaður núllkostur. Það var enginn samanburður og ég hef bent á að um það gildi lagaskylda. Það hefði ekki þurft að taka mikinn tíma að skoða aðra kosti og á sínum tíma bauð ég sveitastjórninni að kosta það að bera saman annan kost við þennan virkjunarkost. Ég hefði viljað sjá það gerast á sínum tíma. Í kjölfarið hefði verið hægt að taka upplýsta ákvörðun og menn getað verið beinir í baki með þá ákvörðun,“ segir Sigurður Gísli.

Ef fólk í Árneshreppi kemur til mín mun ég sannarlega taka á móti því því ég held að þarna séu ýmsir möguleikar

„En það var ekki þegið.Tekist hefur að búa til þá hugmynd að Hvalárvirkjun hafi eitthvað að gera með raforkuöryggi á Vestfjörðum. Það er eins og hver önnur firra. Þetta átti að tengjast beint inná landsnetið og notast fyrir sunnan. Þetta átti ekkert að tengjast inná Vestfirði. Það vantar ekki rafmagn og hvers vegna ættum við því að eyðileggja ein stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu.”

Sigurður Gísli segir miklar skyldur lagðar á herðar íslensku þjóðarinnar þar sem hátt í helmingur af ósnortnum víðernum álfunnar megi finna hér á landi. Á vegum UNESO eru til um 700 verndarverkefni í heiminum, undir heitinu “Maður í lífheimi”, í þá veru sem kaupsýslumaðurinn vildi að skoðað yrði í Árneshreppi á Ströndum. „Íslendingar hafa sumir ranghugmyndir um þjóðgarða. Þeir snúast ekki bara um það að í þeim megi ekki gera neitt. Það eru til þjóðgarðar víða um heim þar sem það er beinlínis skilyrði að í þeim sé búseta og landbúnaður, eða hvað sem vera skal. Til langs tíma tel ég það vera miklu líklega til að hjálpa Árneshreppi heldur en virkjun,” segir Sigurður Gísli.

„Ég trúi því að það séu miklu meiri verðmæti fólgin í því að vernda víðerni heldur en að eyðileggja þau fyrir skammtíma ávinning í raforkusölu. Aukning í ferðaþjónustunni síðustu ár hefur kennt okkur að það eru mikil verðmæti í landinu. Án þess að vera endilega að blanda þessum veirufaraldri saman við þetta þá held ég að ef eitthvað er komi hann til með auka enn frekar að fólk sæki í svæði þar sem eru ósnortin víðerni, friður og engin mannmergð.”

- Auglýsing -

Sigurður Gísli vonast til að fjárfestar og íslenskir lífeyrissjóðir komi til með að hugsa sig tvisvar um að fjárfesta í virkjun sem engin þörf sé fyrir til þess eins að eyðileggja ósnortin víðerni. Það væri hann til í að sjá líka þrátt fyrir að eftirspurn eftir rafmagni væri til staðar og vonast einnig til að íbúar Árneshrepps skoði aðra möguleika en virkjun. „Ef fólk í Árneshreppi kemur til mín mun ég sannarlega taka á móti því því ég held að þarna séu ýmsir möguleikar og nú er hægt að sæta færis. Íbúarnir þurfa nú að skoða af fullri alvöru aðra möguleika, alheimurinn hefur núna fært þeim það tækifæri.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -