Mánudagur 15. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Þingkonan Þórunn segir kerfislægan rasisma á Íslandi: „Leit lögreglu að strokufanga afhjúpaði það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Pistill Þórunnar Svein­bjarnar­dóttur þing­konu er athyglisverður og þar segir hún til dæmis:

„Ís­land er að breytast hratt og til hins betra. Eins­leitni er ekki lengur ráðandi og Ís­lendingar eru alls konar. Við sem lítum út fyrir að geta rakið ættir okkar til mið­alda í Ís­lendinga­bók þurfum að að­lagast nýjum veru­leika. Eins og dæmin sanna gengur sú að­lögun upp og ofan.“

Þórunn Bætir við:

„For­senda þess að við getum byggt upp lýð­ræðis­legt fjöl­menningar­sam­fé­lag er að við öll horfumst í augu við eigin for­dóma, af­neitum þeim ekki, heldur göngumst við þeim og vinnum með þá.

Hún færir í tal að rasismi „getur birst á til­tölu­legan mein­lausan en afar þreytandi hátt, til dæmis með því að ein­staklingar eru á­varpaði á ensku í verslunum og á vinnu­stöðum. Hann getur birst sem á­reiti, beint og ó­beint: Má ég snerta á þér hárið? Hvaðan ertu? Úr Breið­holtinu? Nei, ég meina HVAÐAN ertu? Hann birtist í því að heyra ekki hvað fólk er að segja heldur hvernig það segir það. Og þannig mætti á­fram telja.“

- Auglýsing -

Þórunn vill meina að „í at­huga­semda­kerfum fjöl­miðlanna virðist marka­leysið al­gert. Þar fær hatur­s­orð­ræðan að bólgna út í ó­geð­felldri blöndu af ísla­mófóbíu, ras­isma og kven­fyrir­litningu. Ég velti því fyrir mér hvort skrifarar mundu láta það sem þar má lesa út úr sér aug­liti til aug­liti við mann­eskjuna sem um ræðir. Hinum kerfislæga rasisma verður ekki heldur afneitað. Nýlegt dæmi um framgöngu lögreglunnar við leit að strokufanga afhjúpaði hann með sársaukafullum hætti. Við erum öll jöfn fyrir lögunum – eða hvað?“

Þórunn nefnir að „ís­lenskt sam­fé­lag stendur á tíma­mótum og nú reynir á að stjórn­mála­fólk skynji og skilji hlut­verk sitt og á­byrgð og taki for­ystu í bar­áttunni gegn mis­munun og     ras­isma hér á landi. Eigi það að takast skulum við ekki af­neita veru­leikanum, heldur viður­kenna eigin for­dóma, vanda okkur í dag­legum sam­skiptum og ráðast af öllu afli gegn kerfis­lægum ras­isma,“ skrifar Þórunn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -