Föstudagur 19. júlí, 2024
10.8 C
Reykjavik

Þrætur innan Þjóðkirkjunnar: „Vígslu­bisk­up ­sagði ósatt 20 sinn­um við skýrslu­töku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrverandi sóknarrpestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Kristinn Jens Sigurþórsson, segir að vígslubiskupinn í Skálholti, Kristján Björnsson, hafi í um 20 sinnum sagt ósatt við skýrslutökur Héraðsdóm Suðurlands.

Kemur þetta fram í aðsendri grein Kristins í Morgunblaðinu; Kristinn fer ekki mikið út í málavöxtu; segir málið snerta hann sjálfan persónulega.

Kristinn var sóknarprestur í Saurbæ; en þjóðkirkjan ákvað að leggja prestakallið niður.

Kristinn segir ansi marga hafa orðið fyrir barðinu á ófagmennsku vígslubiskupsins; segir hann setja sig illa inn í þau mál er honum voru og eru falin til úrlausnar:

Kristján Björnsson vígslubiskup.

„Vegna pláss­leys­is verður hér látið nægja að vísa til fjölda þeirra presta og starfs­manna, sem und­ir­rituðum er kunn­ugt um að hafi þurft að líða fyr­ir ófag­mennsku Kristjáns og óheil­indi: Tveir sam­starf­sprest­ar hans í Vest­manna­eyj­um, þrír í Skál­holti, tveir starfs­menn bisk­ups­stofu, auk koll­ega á kirkjuþingi.

Hafa m.a. verið lagðar fram form­leg­ar kvart­an­ir á hend­ur hon­um. Til viðbót­ar má nefna ómál­efna­lega og mis­kunn­ar­lausa aðkomu vígslu­bisk­ups­ins að mál­um fyrr­ver­andi sókn­ar­prests í Grens­ás­kirkju, sem og að mál­um er snúa að und­ir­rituðum og hef­ur að hluta verið stefnt fyr­ir dóm­stóla. Munu þau fá um­fjöll­un síðar, en að þessu sinni verður látið nægja að taka fram að við skýrslu­töku fyr­ir Héraðsdómi Suður­lands hinn 18. mars 2021 sagði vígslu­bisk­up­inn ósatt hátt í 20 sinn­um.

- Auglýsing -

Er um mjög al­var­legt brot að ræða.

Einnig kom fram með mjög skýr­um hætti við skýrslu­tök­una hve illa vígslu­bisk­up set­ur sig inn í þau mál sem hon­um eru fal­in til úr­lausn­ar, en hon­um hafði verið fengið umboð bæði bisk­ups Íslands og kirkjuráðs til að fjalla um djúp­stæð ágrein­ings­mál. Hef­ur fram­ganga vígslu­bisk­ups haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir und­ir­ritaðan. Eft­ir­far­andi til­vitn­un í skýrsl­una und­ir­strik­ar hvernig Kristján Björns­son hef­ur rækt skyld­ur sín­ar, en hér er að finna hans eig­in orð: „Lögmaður und­ir­ritaðs: Hversu vel þekkt­ir þú til ágrein­ings­efna á þess­um tíma, þegar þú færð þetta umboð?

Kristján Björns­son: Ekki mjög mikið annað en bara það sem ég hafði frétt svona út und­an mér og varðar ekki þetta tíma­bil.

- Auglýsing -

Lögmaður und­ir­ritaðs: Þú hafðir sem sagt ekk­ert kynnt þér það neitt sér­stak­lega hvernig staðan á þess­um mál­um var eða neitt slíkt?

Kristján Björns­son: Ja, við skul­um bara … Nei ég hafði ekki kynnt mér það neitt. Ég hafði ekki farið neitt ofan í nein gögn um það.““

Kristinn segir einnig að Kristján hafi einungis fengið 18 tilnefningar af þeim 67 sem tóku þátt í tilnefningu til vígslubiskupskjörs:

„Hefði við venju­leg­ar kring­um­stæður mátt ætla að sitj­andi bisk­up nyti mun meira trausts. Niðurstaðan verður enn ein­kenni­legri þegar horft er til þess að hverj­um og ein­um sem til­nefn­ir er heim­ilt að til­greina allt að þrjú bisk­ups­efni, en ætla má að til­nefn­ing­ar hafi verið um 200 tals­ins. Vígslu­bisk­up komst hins veg­ar ekki á blað hjá 49 manns eða u.þ.b. 73% þeirra sem til­nefndu. Verður að telja aug­ljóst að þeir vilji alls ekki að Kristján Björns­son verði áfram í Skál­holti. Er það eitt og sér at­hygl­is­vert og ætti að vekja kjör­menn stift­is­ins til ræki­legr­ar um­hugs­un­ar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -