Fimmtudagur 5. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tinna lokar verslun sinni á Laugavegi: „Ég er ekkert að grínast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Með blóði, svita og tárum hef ég rekið Hrím Hönnunarhús á Laugavegi í 8 ár. Í dag er staðan sú að við erum að loka þeirri verslun endanlega. Ég er ekkert að grínast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt, búðin á Laugavegi varð svo miðjubarnið þegar Hrím opnaði í Kringlunni 2015,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi verslananna Hrím, en hún tilkynnir það í færslu á Facebook að versluninni á Laugavegi verður lokað.

Segir hún það erfiða ákvörðun að loka versluninni.

„Eftir að hafa syrgt núna í nokkra daga að hafa þurft að taka þessa erfiðu ákvörðun hef ég fundið fyrir miklum létti. Ég veit að þetta mun allt blessast, það gengur mjög vel hjá okkur í Kringlunni og nýja vefverslunin okkar gengur ofsalega vel. Við erum með yndislegt starfsfólk sem hefur tekið þessum erfiðu breytingu með æðruleysi og lagt sig mjög fram um að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Þeim er ég virkilega þakklát.“

Tinna segist þó elska Laugaveginn, en ljóst sé að staðan sé ekki góð þar og segir hún stjórnvöld þurfa að grípa inn í og það hratt til að fá að nýju líf í götuna.

„Ég hef alltaf elskað Laugaveginn, þetta er uppáhalds gatan mín í Reykjavík. Miðbærinn hefur verið mér mjög kær, svo kær að ég sat í stjórn Miðborgarinnar okkar í nokkur ár og einnig í dómnefnd við samkeppni á hönnun nýs Laugavegar. Mér er mjög annt um götuna og á þar líka fasteign. Staðan er því miður ekki góð núna og verður það næsta árið er ég hrædd um. Ég tel þó að þetta verði vonandi þess valdandi að leiguverð lækki og einstöku verslanirnar og veitingastaðirnir okkar þar lifi áfram. Stjórnvöld þurfa líka að grípa hratt þarna inn í til að fá sem mest líf á ný í líflegustu götu borgarinnar okkar.“

Tinna er þó þrátt fyrir allt bjartsýn á að allt lifni við í sumar og hvetur hún einstaklinga til að versla við verslanir sem þeir vilja að lifi og borða sömuleiðis á sínum uppáhalds veitingastöðum.

- Auglýsing -

„Saman komumst við í gegnum þetta og þetta blessast allt hjá okkur. Ég vona innilega að sem flestar verslanir og veitingastaðir muni standa þetta af sér og að allt lifni svo við í sumar. Þar þurfum við íslendingar að standa okkur vel og versla við verslanir sem okkur eru kærar og borða reglulega á veitingastöðum sem eru okkur kærir. Lífið heldur áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -