Sunnudagur 16. júní, 2024
10.8 C
Reykjavik

Tryggingafélagið svarar engu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þremur mánuðum eftir að snjóflóðin féllu á Flateyri í vetur hefur lítið gerst í þeim efnum að bæta tjónið. Reiði er meðal íbúa vegna slælegra vinnubragða þeirra er að málinu koma.

Hús sem talið var standa á öruggum stað í skjóli varnargarða varð fyrir öðru flóðinu. Björgunarsveitafólk gróf þar stúlku upp úr flóðinu og þótti mildi að ekki fór verr. Auk þessa ollu flóðin umtalsverðum skemmdum á munum, stórum sem smáum.

Eyðileggingin varð mikil. Fyrir utan að bátar þorpsbúa urðu allir fyrir tjóni eyðilögðust bílar, hús og margt fleira. Ljóst er af samtölum við fólk á Flateyri að eyðileggingin er mun meiri en ráða hafði mátt af fréttum eftir að flóðin féllu.

Skilningur þeirra Flateyringa sem Mannlíf hefur rætt við er að ráðherrar, þingmenn og yfirmenn Ísafjarðarbæjar hafi verið sammála um að allt tjón yrði bætt og ráðist í að tryggja betur öryggi íbúa þorpsins vegna þeirrar náttúruvár sem af snjóflóðum stafar.

Tryggingafélagið svarar engu

Einhverjir bílar sem skemmdust í flóðinu voru kaskótryggðir og því bættir en bifreiðar sem ekki voru kaskótryggðar liggja óbættar hjá garði. Einn þeirra sem tapaði bifreið í flóðinu var Geir Magnússon einn af eigendum Vagnsins, einnar þekktustu sveitakrár landsins.

„Heilu fyrirtækin þurrkuðust út í þessu flóði og það verður að bæta.“

- Auglýsing -

„Þetta var aðeins skrítið, klukkutíma áður en flóðið féll bað snjómokstursmaðurinn hjá bænum um að bílinn minn yrði færður svo hann kæmist betur að. Svo kom flóðið og jeppinn fannst inn í einhverjum garði þarna fyrir neðan, alveg handónýtur. Ég lét reyna á loforð ráðamanna um að allt yrði bætt en þau reyndust innihaldsrýr. Það kom einhver maður frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands vestur og ég spurði hann um málið en hann vissi ekkert um það. Ég hafði samband við tryggingafélagið mitt en hef engin svör fengið. Kannski skiptir þetta mig ekki öllu máli, jeppinn var orðinn gamall og ekki miklir peningar í honum en eftir stendur samt að gefin voru hátíðleg loforð um að allt yrði bætt. Menn eiga að standa við loforð. Það eru margir að fara miklu verr út úr þessu en ég. Heilu fyrirtækin þurrkuðust út í þessu flóði og það verður að bæta,“ segir Geir.

Fjallað er um málið í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Lestu úttektina í heild sinni í Mannlíf.

Texti / Guðmundur Sigurðsson
Myndir / Guðmundur Sigurðsson og Eyþór Jóvinsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -