Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

Undirbjó sín síðustu jól

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðfangadagur árið 2018 mun aldrei líða Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur úr minni og þótt sú minning sé ekki góð skyggir hún á allar aðrar jólaminningar í huga hennar. Þær fréttir sem hún fékk þann dag, eftir margra tíma veru á göngudeild krabbameinsdeildar Western General-sjúkrahússins í Edinborg, gerðu það að verkum að hún átti allt eins von á því að vera að upplifa sín síðustu jól.

 

„Ég greindist reyndar með brjóstakrabbamein 20. desember í fyrra,“ segir Ingibjörg Rósa. „En læknarnir voru bjartsýnir á að það væri staðbundið og að ég þyrfti bara að fara í fleygskurð og geisla og þá væri þetta búið. Þannig að ég var ekkert mjög slegin við þær fréttir. Á aðfangadag fékk ég hins vegar að vita að þetta væri hraðvaxandi krabbamein sem hugsanlega hefði dreift sér í eitlana og ég myndi sennilega þurfa að fara í lyfjameðferð og allan pakkann. Þá varð þetta pínu sjokk.“

Þannig að jólin í fyrra voru erfið?

„Já, það er óhætt að segja það,“ segir Ingibjörg. „Ég hafði ákveðið að fara ekki til Íslands um jólin og var ein, sem átti ekki að vera neitt dramatískt, ég hef verið ein um jól áður, en þetta setti dálítið strik í reikninginn. Aðfangadagur var versti dagurinn. Vinkona mín kom með mér upp á krabbameinsdeild og þar vorum við í fimm klukkutíma að bíða eftir niðurstöðum.

„Síðan komu niðurstöðurnar og ég fór heim, skreið upp í rúm og breiddi upp yfir haus.“

Það var fín stemning hjá okkur á biðstofunni, við vorum með laufabrauð og hangikjöt, mandarínur, malt og appelsín og höfðum það kósí. Síðan komu niðurstöðurnar og ég fór heim, skreið upp í rúm og breiddi upp yfir haus. Ég missti eiginlega af jólunum en ég var búin að lofa að „skæpa“ við fjölskylduna á Íslandi þegar þau væru búin að taka upp pakkana þannig að þegar ég vaknaði dreif ég mig í jólanáttfötin, kveikti á kertum og reyndi að gera jólalegt í kringum mig svo þau grunaði ekkert. Ég held ég hafi aldrei sýnt aðra eins leiklistarhæfileika og í því samtali. Systir mín hafði reyndar hringt í mig eftir að ég kom af spítalanum þannig að hún vissi þetta, en hinum sagði ég ekki frá þessu fyrr en ég kom heim um áramótin.“

Varstu alveg sannfærð um að þetta yrðu þín síðustu jól?

- Auglýsing -

„Ég var ekki sannfærð um það en ég vissi að það gæti allt eins verið,“ segir Ingibjörg. „Ég var alveg viss um það alveg frá því að ég fann hnútinn í brjóstinu að þetta væri krabbamein og undirbjó mig undir það að þetta væru annaðhvort síðustu jólin mín eða að ég yrði svo ofboðslega veik á næstu jólum að ég gæti ekki upplifað þau eins og áður. Ég hef aldrei skrifað eins mörg jólakort og gefið eins margar jólagjafir og í fyrra. Ég vildi að fólk ætti góða minningu um mig þessi jól, ef þau yrðu hugsanlega þau síðustu sem ég lifði.“

Lestu viðtalið við Ingibjörgu í heild sinni í nýjasta Mannlífi.

Mynd / Portway Portraits

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -