Aðeins tveir einstaklingar gistu fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Lögreglan átti þannig rólega nótt eftir nokkurt ónæði um helgina. Helszt var um að ræða fólk í annarlegu ástandi sem vankaðist um miðborgina. Sumir voru algjörlega út úr korti og fengu aðstoð til að komast heim. Aðrir náðu að ganga á brott þegar lögreglumenn bar að garð. Óljóst er hvaða vímuefni eiga stærstan þátt í þessu ástandi en faralaldur sem kenndur er við Oxycontín hefur verið hér á landi eins og víðar. Fjöldi manns hefur látið lífið vegna ópíóðanna.
Brotist var inn á skemmtistað í miðborginni í nótt. Þjófurinn hvarf sporlaust á braut með þýfi sitt. Þá var tilkynnt um innbrot í fataverslun á svipuðum slóðum. Málið er í rannsókn.
Vespu var stolið í Breiðholti. Óljóst með lyktur þess máls. Á Grafarholti fann fólk hjá sér þörf til að blasta tónlist og valda nágrönnum sínum ónæði. Lögreglan fyrirskipaði þeim að lækka og færðist þá ró næturinnar yfir hverfið.