Föstudagur 17. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Vantar upplýsingafundi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf ræðir við nokkra Íslendinga sem búa erlendis um upplifun þeirra á tímum COVID-19 en næstum fjórir milljarðar, eða meira en helmingur jarðarbúa, hafa sætt einhvers konar útgöngubanni eða takmörkunum á ferða- og samkomufrelsi í 90 löndum á meðan faraldurinn geisar.

Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir Cummings hefur búið í Frankfurt í Þýskalandi frá árinu 2014 með þýskum kærasta sínum og hundi. Hún segir líf þeirra hafa gengið ágætlega þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn. „Þetta hefur bara gengið ágætlega hjá okkur. Ég vann hvort sem er heima fyrir alþjóðlegt fyrirtæki og því var breytingin hjá mér ekkert rosaleg. Hins vegar er maðurinn minn sölumaður og keyrir á milli viðskiptavina, þar hefur orðið þónokkur breyting á; maður tekur ekki lengur í höndina á næsta manni til að heilsa, nota þarf grímu þegar farið er inn í allar verslanir og margt sem fór áður fram á staðnum er nú afgreitt í gegnum síma. Í mínu fylki var öllu lokað í upphafi, nema bensínstöðvum, matvörubúðum og öðru sem tengist mat. Svo var opnað fyrir eitt og annað í hollum. Veitingastaðir bjóða nú upp á heimsendingar og barir og veitingastaðir mega bjóða þjónustu sína, en með miklum takmörkunum.“

Hún segir að alltaf hafi mátt fara út í göngutúr eða til að stunda aðra hreyfingu, en það hafi verið á gráu svæði hvað væri bannað að gera og hvað ekki. „Upplýsingagjöf hefur ekki verið neitt sérstaklega góð og maður reynir bara að passa sig að gera helst ekki neitt til að gera óvart ekki eitthvað sem er bannað. Það er enginn einn opinber staður sem maður getur leitað til eftir upplýsingum eða daglegir upplýsingafundir eins og á Íslandi.“

Lestu öll viðtölin í helgarblaðinu Mannlíf.

Lesa Mannlíf

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -