2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Var kallaður „Guðni hommi“

Forseti Íslands telur mikilvægt að halda baráttunni fyrir réttindum hinsegin fólks áfram.

„Í einlægni sagt trúi ég og vona að litið verði á Hinsegin daga sem tákn um mikilvægi frelsis, virðingar og fjölbreytileika í samfélaginu almennt,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti, um Hinsegin daga sem hófust í vikunni, en venju samkvæmt ætlar forsetinn að halda hátíðlega upp á dagana og verður viðstaddur opnunarhátíðina í Háskólabíó í kvöld.

Þetta kemur fram í viðtali við forsetann á fréttasíðunni GayIceland, en þar segir Guðni jafnframt frá því að sem strákur hafi hann verið kallaður hommi vegna þess að hann bar sama nafn og þáverandi formaður Samtakanna ’78, Guðni Baldursson. Þá hafi hommi verið uppnefni en í dag séu breyttir tímar.

Í viðtalinu kemur forsetinn inn á þátttöku sína í Hinsegin dögum fyrir tveimur árum en þá braut Guðni blað í sögunni þegar hann varð fyrsti forsetinn í heiminum til þess að taka opinberlega þátt í gleðigöngu. „Í mínum huga var það mjög eðlileg og gleðileg ákvörðun að taka þátt í göngunni fyrir tveimur árum. Ég styð mannréttindi, fjölbreytileika, frelsi til að tjá sig, elska og trúa því sem maður vill, eða ekki trúa neinu.“

Hann segist hafa tekið þátt í göngunni áður en hann varð forseti og hafi ekki ætlað að hætta því bara við það eitt að fá nýtt hlutverk. Nú sé hann jafnframt orðinn verndari Samtakanna ’78 og segist taka því hlutverki alvarlega. Hann telur mikilvægt að halda baráttu fyrir réttindum hinsegin fólks áfram líkt og allri baráttu fyrir mannréttindum. Hann muni tjá sig um þessi málefni erlendis ef hann fær tækifæri til þess.

AUGLÝSING


Viðtalið við Guðna má lesa í heild sinni hér.

Mynd / Håkon Broder Lund

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is