Mánudagur 17. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

„Verið heima hjá ykkur, verið heima hjá ykkur, verið heima hjá ykkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Verið heima hjá ykkur, verið heima hjá ykkur, verið heima hjá ykkur,“ sagði fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þóra er búsett í bænum Bra á Ítalíu en Ítalía hefur orðið einna verst úti vegna kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.

Ítölsk stjórnvöld hertu aðgerðir vegna útbreiðslu COVID-19 mikið í síðustu viku og samkomu- og ferðabann er nú í gildi í landinu. Þóra sagði andrúmsloftið í landinu vera skrítið. „Við hefðum aldrei getað ímyndað okkar að vera í útgöngubanni og að Ítalía væri búin að loka landamærunum án þess að það sé stríð.“

Þóra sagði óhugnanlegt hversu hratt smitum fjölgað. Þóra fjallaði um útbreiðslu COVID-19 í þætti Kveiks í gær og fór þá yfir fjölda smitaðra á Ítalíu. Þá sagði hún: „Ég get eiginlega nefnt hvaða tölu sem er og áður en ég næ að senda þetta heim þá er hún búin að tvöfaldast.“

Allt úr skorðum

Þóra sagði ástandið í landinu alls ekki eðlilegt þar sem eldra fólk er að deyja eitt, heima hjá sér eða á spítala, vegna veirunnar þar sem þeirra nánustu mega ekki vera hjá þeim. „Það fer allt úr skorðum, ekki bara kerfislega heldur líka tilfinningalega,“ útskýrði Þóra. Hún sagði Ítali þá ekki getað haldið jarðarfarir fyrir sína nánustu vegna ástandsins.

„Maður fær hnút í magann. Hér eru alveg auðar götur þegar allt ætti að iða af lífi. Þetta er rosalega skrítin tilfinning,“ sagði Þóra og hvatti fólk til að taka leiðbeiningum yfirvalda alvarlega og halda sig heima eins og hægt er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -