Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

„Við konur erum ekki kjötstykki sem hægt er að nota að vild án afleiðinga“ – KÖNNUN

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umræður um kynferðisofbeldi gegn konum hafa verið verið mjög áberandi síðustu vikur og því miður ekki af ástæðulausu. Margrét Þorgrímsdóttir útbjó óformlega könnun undir yfirskriftinni „Skelfileg staðreynd“ og þar býðst konum að taka þátt undir nafnleynd til þess að varpa ljósi á það hve gríðarlega algengt það er að konur verði fyrir kynferðisofbeldi. Tölulegar upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir eru sláandi en koma því miður ekki á óvart. 90 prósent kvenna þekkja konu sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Margrét Þorgrímsdóttir

Könnun er snýr að kynferðisofbeldi gegn konum hefur verið í gangi á samfélagsmiðlum undanfarið og hafa nú 2704 konur tekið þátt í henni. Könnunina, sem er óformleg, útbjó Margrét Þorgrímsdóttir 38 ára, þriggja barna móðir sem rekur fyrirtækið Garðaþjónustu Íslands ásamt eiginmanni sínum. Mannlíf spurði Margréti nokkurra spurninga af því tilefni. Slóð á könnunina má finna hér.

 

Hvað varð til þess að þú ákvaðst að  setja af stað svona könnun ?

„Það hefur legið lengi á mér sú þörf að vekja athygli á hversu ofboðslega  algengt kynferðisofbeldi gagnvart konum er. Mér finnst mjög mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir raunveruleikanum og ég held að könnun sem sýnir tölulega hve algent kynferðisofbeldi gegn konum er geti opnað augu fólks. Margir virðast annað hvort ekki gera sér grein fyrir því hversu algengt það er að brotið sé á konum með þessum hætti alla daga allt árið um kring, eða að fólk hreinlega trúir því alls ekki. Hugsunin virðist oft vera sú að þetta sé ekki svona á Íslandi, bara erlendis og gerendur þá örugglega erlendir karlmenn í meirihluta. Staðreyndin er þó sú að íslenskir karlmenn eru iðulega gerendurnir þó vissulega séu erlendir karlmenn það líka. Ég hef sjálf orðið fyrir kynferðisofbeldi, oftar ein einu sinni og gerendur voru íslenskir karlmenn. Ég á tvær dætur og einn son, sem ég ber ábyrgð á að leggja veg fyrir í þessu lífi. Sá vegur verður að vera betri en sá sem við á undan höfum gengið. Mér finnst það vera skylda mín að leggja mitt af mörkum til þess að opna augu fólks og taka virkan þátt í að breyta þessum málum til batnaðar.

Vek úr listasmiðjunni Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunar mál
Verkin eru ákaflega sorgleg og áhrifarík

Það sem hratt mér út í að láta til skarar skríða var þegar ég tók þátt í listasmiðjunni Handmótuð áhrif – 1600 niðurfelld nauðgunar mál. Ég hafði séð viðburðinn auglýstan á Facebook og ákvað að taka þátt. Þetta var áður en allar umræðurnar byrjuðu eða seinni bylgja Metoo skall á. um daginn. Þar var verið að búa til verk sem tákna niðurfelld nauðgunar mál, það sló mig hversu mörg mál eru felld niður. Sjálf hef ég reynslu af því að kæra nauðgun en málið fellt niður vegna skorts á sönnunargögnum. Mér fannst samt sem áður orðið löngu tímabært og nauðsynlegt að gefa konum vettvang til þess að tjá sig um kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir, nafnlaust. Það eru því miður fáar konur sem þora að koma fram undir nafni einmitt af hræðslu við að vera dæmdar lygarar, dramatískar, ýkja, illgjarnar og geðveikar.“

- Auglýsing -

 „Breytingar á réttarkerfinu og breytingar á viðhorfi fólks gagnvart gerendum og þolendum. Sönnunarbyrði fagfólks sem kemur að vinnu með þolendum þarf að vega mun þyngra og refsingar þurfa að vera þyngri. Ég vil að fólk sjái hvað þetta er algengt og hjálpist að við fræða og styrkja hvort annað. Mér finnst nauðsynlegt að fólk átti sig á því hvað kynferðisofbeldi er hrikalega algengt. Þó það telji sig ekki þekkja konu sem orðið hefur fyrir kynferðisofbeldi, eru töluverðar líkur á því að einhver í nánasta hóp viðkomandi hafi orðið fyrir ofbeldi en hafi bara ekki sagt frá því.“

 

Koma niðurstöðurnar eins og þær standa núna þér á óvart ?

- Auglýsing -

„Nei, niðurstöðurnar koma mér því miður ekki á óvart. Ótrúlega sárt samt að sjá þetta svona svart á hvítu. Ég þekki sjálf svo sorglega margar konur sem hafa lent í kynferðisofbeldi og eru það konur á öllum aldri og úr öllum stéttum samfélagsins.“

 

Telur þú kynferðisofbeldi algengara en það sem er sjáanlegt í samfélaginu ?

„Ó já, kynferðisofbeldi er því miður miklu miklu algengar en nokkur maður gerir sér grein fyrir, við sjáum bara toppinn á ísjakanum í fjölmiðlum, þöggunin er svo gífurleg. Kannski nálgumst við aðeins raunveruleikann með svona nafnlausri könnun , ég vona það. Konur vilja bara að það sé hlustað á þær, á þeim sé tekið mark þegar þær greina frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Fá viðurkenningu frá samfélaginu að kynferðisofbeldi gagnvart konum/stúlkum sé ekki í lagi og það sé sýnt innan réttarkerfisins. Við konur erum ekki kjötstykki sem hægt er að nota að vild án afleiðinga.“

 

Hér að neðan má sjá sláandi tölfræðilegar staðreyndir sem nú þegar hafa komið fram í könnuninni. Tekið skal fram að könnunin er en þá í gangi og Mannlíf hvetur allar konur til þess að taka Hér að neðan þátt til þess að varpa ljósi á vandamálið. Í dag hafa 2704 þátttakendur svarað könnuninni sem er eins og áður sagði nafnlaus.

 

Mannlíf hvetur allar konur til þess að taka þátt í könnun Margrétar

 

90 prósent kvenna þekkja konu sem hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi.

84 prósent kvenna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti.

56 prósent kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi oftar en einu sinni.

52 prósent kvenna hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi en ekki kært af ótta við að það skili engu.

11 prósent kvenna hafa kært kynferðisofbeldi en kæran verið felld niður.

3 prósent kvenna hafa kært kynferðisofbeldi sem endaði með að gerandi/gerendur fengið fangelsisdóm.

TAKKA Þ’ATT Í KÖNNUN

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -