Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Vilhjálmur segir atvinnulífið hafa notað lífeyri launafólks eins og botnlausan sparibauk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Formaður Verkalýðsfélags Akraness gefur lítið fyrir „hneykslan“ margra fulltrúa atvinnulífsins vegna vilja verkalýðshreyfingarinnar til að „verja samningsrétt hins vinnandi manns“. Hann segir þá greinilega hafa gleymt því að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 500 milljörðum í bankahruninu vegna botnlausrar græðgi atvinnulífsins.

„Nú stendur bunan og hneykslan upp úr fulltrúum atvinnulífsins vegna þess að verkalýðshreyfingin vildi verja grunvallar réttindi launafólks sem er samningsrétturinn. Nú koma þessir snillingar yfir sig hneykslaðir á framferði verkalýðshreyfingarinnar og heimta að Fjármálaeftirlitið komi og tukti verkalýðshreyfinguna til vegna þess að hún vogaði sér að vilja verja samningsrétt hins vinnandi manns,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, með vísan í kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair.

Telur hann að margir fulltrúar atvinnulífsins séu búnir að gleyma hvernig atvinnulífið notaði lífeyrir launafólks eins og botnlausan sparibauk fyrir bankahrunið. „Veifuðu framan í suma af þeim sem stjórnuðu lífeyrissjóðunum fríum boðsferðum í dýrustu laxveiðiár landsins, eins og fram kemur í rannsóknarskýrslu Alþingis,“ segir Vilhjálmur, sem tjáir sig um málið á Facebook.

„Þeir óðu um á skítugum skónum um lífeyrissjóði launafólks og töpuðu 500 milljörðum af lífeyrir vinnandi fólks, vegna botnlausrar græðgi atvinnulífsins á árunum fyrir hrun.“

Vilhjálmur minnir launafólk á að lífeyrissjóðirnir hafi tapað 500 milljörðum í bankahruninu vegna þess að þeir „stigu trylltan útrásardans með í atvinnulífinu“. Vitnar hann í ræðu hjá Sigurði Einarssyni, sem var bankastjóri Kaupþings, eins og hún er birt í rannsóknarskýrslu Alþingis: „Án þess þó að hafa rannsakað það nákvæmlega, þá held ég að það hafi ekkert íslenskt fyrirtæki farið í útrás, án þess að lífeyrissjóðir hafi verið þar meðal helstu fjárfesta,“ sagði Sigurður Einarsson í ræðu um hlutverk lífeyrissjóðanna árið 2008.“

Vilhjálmur segir að svo stígi fulltrúar atvinnulífsins fram yfir sig hneykslaðir og krefjist þess að Fjármálaeftirlitið láti málið til sín taka. „En þeir eru fljótir að gleyma að þeir óðu um á skítugum skónum um lífeyrissjóði launafólks og töpuðu 500 milljörðum af lífeyrir vinnandi fólks, vegna botnlausrar græðgi atvinnulífsins á árunum fyrir hrun,“ segir hann og spyr hvar Fjármálaeftirlitið hafi verið þá.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -