2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

WOW air aftur í loftið

Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Stefnt er að því að WOW air hefji flug í október.

Ballarin greindi frá því á blaðamannafundi fyrr í dag að Félagið verði með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ísland verði aðalstarfsstöðin í Evrópu en aðalstarfsstöðin í Norður-Ameríku verði í Washington.

Verið sé að skoða hvaða áfangastaða eigi að fljúga. Það verði svipaðir staðir og áður, en fyrsta flugið sé áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar.

Ballarin segist stefna á farþegaflutninga en einnig vöruflutninga, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV. Hún segist sjá tækifæri í flutningi á fiski frá Íslandi til Bandaríkjanna. Byrjað verði með tvær flugvélar, fjölgað fljótlega í fjórar og farið upp í 10 til 12 vélar næsta sumar. Vélum verði ekki fjölgað eftir það. Þá verði flugmenn og flugfólk WOW air að einhverju leyti endurráðið.

Margt er þó á huldu varðandi kaupin. Ballarin gefur til dæmis ekkert upp um kaupverðið og vill enn sem komið er ekki segja hverjir íslenskir samstarfsmenn hennar eru.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is