Mánudagur 24. júní, 2024
10.1 C
Reykjavik

WOW air aftur í loftið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Michele Ballarin, stjórnarformaður USAerospace Associates LLC, hefur fest kaup á eignum þrotabús WOW air. Stefnt er að því að WOW air hefji flug í október.

Ballarin greindi frá því á blaðamannafundi fyrr í dag að Félagið verði með bandarísk flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Ísland verði aðalstarfsstöðin í Evrópu en aðalstarfsstöðin í Norður-Ameríku verði í Washington.

Verið sé að skoða hvaða áfangastaða eigi að fljúga. Það verði svipaðir staðir og áður, en fyrsta flugið sé áformað á milli Dulles-flugvallar í Washington og Keflavíkurflugvallar.

Ballarin segist stefna á farþegaflutninga en einnig vöruflutninga, að því er fram kemur á heimasíðu RÚV. Hún segist sjá tækifæri í flutningi á fiski frá Íslandi til Bandaríkjanna. Byrjað verði með tvær flugvélar, fjölgað fljótlega í fjórar og farið upp í 10 til 12 vélar næsta sumar. Vélum verði ekki fjölgað eftir það. Þá verði flugmenn og flugfólk WOW air að einhverju leyti endurráðið.

Margt er þó á huldu varðandi kaupin. Ballarin gefur til dæmis ekkert upp um kaupverðið og vill enn sem komið er ekki segja hverjir íslenskir samstarfsmenn hennar eru.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -