4. þáttur: Spænsk Gumma Ben-fræði og Grikkinn sem blúsaði yfir sig

top augl

Í þessum þætti sýna þeir Jón Sigurður og Rucio framá að íþróttaþulir hér á Spáni mega ekki hafa uppi Gumma Ben takta og æpa hvað sem þeim kemur í hug og hvernig sem þeim lystir því, þvert á það sem allir halda, þá ríkja hér strangar reglur um allt, meira að segja það hvernig íþróttaþulir fagna mörkum. Hlustendur fá að heyra hvernig íþróttalýsing á að fara fram, svo allar reglur séu virtar. Og meira að segja flamengó tónlistin, sem Jón Sigurður taldi vera list þar sem maður ætti að sleppa fram af sér beislinu, er fullur af reglum. Af þessu leiðir að kenning Íslendingsins og asnans Rucio er sú að nánast allt sem við gerum er komið úr fastmótuðu formi samfélagsins jafnvel þó við sjálf teljum okkur sérlega frumleg og óbeisluð meðan á gjörningnum stendur.

Svo fjalla þeir um gríska þjóðlagasöngvarann Stelios Kazantzidis en hann mun kenna hlustendum mæðuóp sem er mikið notað á Grikklandi. Stelios þessi vildi syngja um þrautir og sorgir alþýðunnar en svo er það spurningin hvot hann hafi blúsað yfir sig í leiðinni. Allavega varð hann bálillur útí heiminn og sagði og gerði hluti sem engin, sem er með fulle fimm, skyldi láta spyrjast útum sig. En hvað sem því líður, hann var elskaður af Grikkjum og er goðsögn í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni