Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Drifin áfram af innri þrá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Þorleifsdóttir er menntaður félagsráðgjafi frá Óslóarháskóla og útskrifaðist þaðan árið 1981 og hefur starfað sem slíkur síðan en þó með nokkrum hléum. Samhliða því starfi hefur hún sótt fjöldann allan af myndlistarnámskeiðum, bæði hér heima og erlendis. Veturinn 2004-2005 stundaði hún nám við hönnunarbraut Iðnskólans í Reykjavík. Árið 2007 fékk hún inngöngu í Kunsthøjskolen í Sønderborg í Danmörku þar sem hún lærði í eitt ár.

 

María á póstkortið sem fyldgdi með 2. tbl. Húsa og híbýla fyrr á þessu ári. Myndin er án titils en segir María að hún sé sprottin úr náttúrunni í nærumhverfi hennar þar sem Vífilfell og Elliðavatn kallast svo fallega á í endalaust breytilegum veðurskilyrðum. Verkið er unnið með olíulitum á striga og til þess að ná fram áferðinni málaði hún lag ofan á lag og er myndin aðallega máluð með stórum spöðum

 

Póstkortið sem fylgdi með 2. tbl. Verkið er án titils en er sprottið upp úr nærumhverfi Maríu.

Hvernig listamaður ertu?
Ég veit það ekki alveg en ég mála í frístundum og er drifin áfram af innri þrá eftir að ná fram einhverju sem getur kallast samspil áferðar, forma og lita.

Hér sést vel samspil áferðar, forma og lita.

Hvenær byrjaðir þú að mála og hvernig kom það til?
Eftir þó nokkuð mörg ár í afar skemmtilegri vinnu og leik með leir og leirmótun, þar sem vinnuferlið frá upphafspunkti hugmyndar að endanlegri afurð er afar langt og flókið, fékk ég þörf fyrir að prófa að stytta leiðina og fá nánast útkomuna strax.

Hvernig er ferlið frá hugmynd að mynd?
Flókið og getur verið langt en samspil lita og forma ráða að mestu för.

- Auglýsing -
María hefur málað mörg falleg abstraktverk. Mynd/Hallur Karlsson

Hvernig myndirðu lýsa þínum listræna stíl?
Ég er mjög stórhuga, mála stórt og þarf mikinn „texture“ í verkin. Áferðin, litasamsetningin og formið verða að spila saman.

Hefur þú alltaf haft gaman að því að teikna og mála?
Nei, ég kunni ekki að teikna sem barn og fékk stundum bágt fyrir í skóla. Áhuginn vaknaði á fullorðinsaldri.

Náttúran er Maríu hugleikin. Mynd/Hallur Karlsson

Ferð þú mikið á sýningar og fylgist þú með öðrum listamönnum?
Já, ég hef verulegt yndi af því að fara á sýningar, bæði hér heima og erlendis. Á námsárum mínum í Noregi varð ég hreint gagntekin á E. Munch-safninu í Ósló þegar ég steig fæti mínum þar inn.

- Auglýsing -

Hvenær sólarhringsins finnst þér best að vinna?
Snemma á morgnana og seint á kvöldin.

Verkið Fífur er stórt verk eftir Maríu. Mynd/Hallur Karlsson

Hvaða listamenn eru í mestu uppáhaldi hjá þér?
Nína Tryggvadóttir á sinn ákveðna sess stöðugan hjá mér og Kjarval er alltaf allt um kring. Seinni stórsýningar á verkum Chagall og Magrett í Lousiana DK, lifa enn með mér. Miró, Gaudi og Picasso í Barcelona eru líka vissulega mínir menn. Á seinni árum var heimsóknin í geggjaða safnið hans Salvador Dali í heimabæ hans í Figueres á Spáni eldskírn.

María er gríðarlega hæfileikarík listakona. Mynd/Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -